Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 17:36 Trump tilkynnti fyrst um tollahækkanir í síðustu viku. Þeir hafa tekið miklum breytingum síðan þá. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aftur hækkað tolla á Kína, nú í 145 prósent úr þeim 125 prósentum sem þeir voru hækkaðir í í gær. Tuttugu prósentin lagði hann á í dag sem sérstakan toll vegna innflutnings fentanyls og annarra tengdra vara til Bandaríkjanna. Í frétt BBC kemur fram að Trump sé nú að stýra opnum ríkisstjórnarfundi og hafi sagt við upphaf fundarins að það hefðu verið einhverjir byrjunarörðugleikar en að gærdagurinn hafi verið stór á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum þar sem markaðurinn jafnaði sig lítillega á tapi í kjölfar tilkynningar hans um tollahækkanir í síðustu viku. Sjá einnig: Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Þá sagði hann að fjárfestar væru ánægðir með það hvernig landinu sé stýrt og að það sé verið að reyna að „fá allan heiminn til að koma fram við Bandaríkin á sanngjarnan hátt“. Tekið er þó fram í frétt Guardian að markaðir hafi aftur tekið dýfu í dag og séu enn fyrir neðan það sem þeir voru áður en tollarnir voru tilkynntir. Stjórnvöld í Kína hafa svarað tollum Trump með sínum eigin tollum. Mikið hefur verið fjallað síðustu daga um tollahækkanir Trump en hann hækkaði tolla á innfluttar vörur frá mörgum ríkjum, þar með Íslandi, um tíu prósent síðustu helgi. Hærri tollahækkanir tóku síðan gildi í gær en um kvöldið tilkynnti Trump að hann hefði samþykkt 90 daga hlé á tollaðgerðum fyrir 75 lönd sem svöruðu tollum hans ekki með mótvægisaðgerðum. Evrópusambandið tilkynnti svo í dag að mótvægisaðgerðum þeirra, tuttugu prósenta tolli á ýmsar innfluttar vörur frá Bandaríkjunum, yrði frestað. Aðgerðirnar áttu að taka gildi 15. apríl en er frestað um 90 daga. Bandaríkin Kína Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Í frétt BBC kemur fram að Trump sé nú að stýra opnum ríkisstjórnarfundi og hafi sagt við upphaf fundarins að það hefðu verið einhverjir byrjunarörðugleikar en að gærdagurinn hafi verið stór á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum þar sem markaðurinn jafnaði sig lítillega á tapi í kjölfar tilkynningar hans um tollahækkanir í síðustu viku. Sjá einnig: Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Þá sagði hann að fjárfestar væru ánægðir með það hvernig landinu sé stýrt og að það sé verið að reyna að „fá allan heiminn til að koma fram við Bandaríkin á sanngjarnan hátt“. Tekið er þó fram í frétt Guardian að markaðir hafi aftur tekið dýfu í dag og séu enn fyrir neðan það sem þeir voru áður en tollarnir voru tilkynntir. Stjórnvöld í Kína hafa svarað tollum Trump með sínum eigin tollum. Mikið hefur verið fjallað síðustu daga um tollahækkanir Trump en hann hækkaði tolla á innfluttar vörur frá mörgum ríkjum, þar með Íslandi, um tíu prósent síðustu helgi. Hærri tollahækkanir tóku síðan gildi í gær en um kvöldið tilkynnti Trump að hann hefði samþykkt 90 daga hlé á tollaðgerðum fyrir 75 lönd sem svöruðu tollum hans ekki með mótvægisaðgerðum. Evrópusambandið tilkynnti svo í dag að mótvægisaðgerðum þeirra, tuttugu prósenta tolli á ýmsar innfluttar vörur frá Bandaríkjunum, yrði frestað. Aðgerðirnar áttu að taka gildi 15. apríl en er frestað um 90 daga.
Bandaríkin Kína Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira