Alcoa greinir frá fyrsta tapi sínu í sex ár 13. janúar 2009 09:05 Alcoa, stærsti álframleiðandi Bandaríkjanna, hefur greint frá fyrsta tapi sínu í sex ár. Samkvæmt uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs nam tap Alcoa 1,2 milljörðum dollara eða um 130 milljörðum kr.. Til samanburðar nam hagnaður Alcoa fyrir sama tímabil árið áður 632 milljónum dollara eða um 70 milljörðum kr.. Alcoa sem rekur Fjarðarál á Reyðarfirði og hefur áhuga á að reisa álverksmiðju við Bakka hjá Húsavík greindi frá umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum í síðustu viku. Þær hafa ekki áhrif á Íslandi. Í tilkynningu um uppgjörið nú segir Klaus Kleinfeld forstjóri Alcoa að frekari sparnaður sé framundan hjá félaginu. Verð og eftirspurn eftir áli hefur hrapað frá miðju síðasta sumri er álverðið náði 3.000 dollurum á tonnið. Verðið nú er tæplega helmingur eða um 1.500 dollarar fyrir tonnið. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alcoa, stærsti álframleiðandi Bandaríkjanna, hefur greint frá fyrsta tapi sínu í sex ár. Samkvæmt uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs nam tap Alcoa 1,2 milljörðum dollara eða um 130 milljörðum kr.. Til samanburðar nam hagnaður Alcoa fyrir sama tímabil árið áður 632 milljónum dollara eða um 70 milljörðum kr.. Alcoa sem rekur Fjarðarál á Reyðarfirði og hefur áhuga á að reisa álverksmiðju við Bakka hjá Húsavík greindi frá umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum í síðustu viku. Þær hafa ekki áhrif á Íslandi. Í tilkynningu um uppgjörið nú segir Klaus Kleinfeld forstjóri Alcoa að frekari sparnaður sé framundan hjá félaginu. Verð og eftirspurn eftir áli hefur hrapað frá miðju síðasta sumri er álverðið náði 3.000 dollurum á tonnið. Verðið nú er tæplega helmingur eða um 1.500 dollarar fyrir tonnið.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira