Íslenski boltinn

Þrír detta úr landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari.
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán
Þrír leikmenn hafa þurft að draga sig úr landsliðshópi Íslands fyrir leikina gegn Íran og Lúxemborg síðar í þessum mánuði.

Pálmi Rafn Pálmason átti að spila báða leikina en hann er meiddur. Hermann Hreiðarsson var valinn í hópinn fyrir leikinn gegn Lúxemborg en hann er nú að jafna sig á meiðslum og gat því ekki gefið kost á sér nú.

Þá átti Hallgrímur Jónasson, leikmaður GAIS í Svíþjóð, að fara með liðinu til Írans en þurfti að draga sig úr hópnum vegna veikinda.

Þeir Birkir Már Sævarsson og Garðar Jóhannsson voru upphaflega bara valdir fyrir leikinn í Íran en fara nú með landsliðinu einnig til Lúxemborgar.

Leikurinn við Íran er ekki á alþjóðlegum landsliðsdegi og er því íslenska liðið aðeins skipað leikmönnum sem spila hér á landi og í Skandinavíu í þeim leik.

Ólafur getur þó valið sitt sterkasta lið fyrir leikinn gegn Lúxemborg um næstu helgi. Leikurinn við Íran fer fram á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×