Þjóðin segi já eða nei 7. ágúst 2009 06:00 Farsæl leið úr Icesave-klemmunni er þjóðaratkvæðagreiðsla. Ótækt er að ætla almenningi að axla fordæmalausar fjárskuldbindingar án þess hann fái nokkuð að segja um skilmálana. Illbrúanleg gjá virðist líka hafa myndast milli þeirra sem vilja ganga að skilmálum fyrirliggjandi samninga og hinna sem þykja þeir óaðgengilegir. Er þá ótalin sögufræg gjá milli þings og þjóðar. Þjóðaratkvæðagreiðsla er leið til að gera út um mál þegar ekki er hægt að komast að sameiginlegri niðurstöðu með öðrum hætti. Að slíkri sáttaleið er unnið á vefsíðunni www.kjosa.is. Ekki er víst að ríkisstjórnin lifi af að frumvarpið verði fellt. Þyngra virðist þó hvíla á ríkisstjórninni óvissan um hvað taki við felli Alþingi frumvarpið. Stjórninni er vorkunn. Hitt er víst að engin ríkisstjórnin mun komast heil frá því að sniðganga almenning í málinu, að almenningi verði skipað að axla byrðarnar og þegja. Hér yrði ólíft fyrir klögumálum og svikabrigslum og samfélagið ekki til stórræðanna. Gera verður ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi. Þá kemur til kasta forseta Íslands. Forsetinn getur vísað málinu til þjóðarinnar. Annað af tvennu getur þá gerst. Frumvarpið yrði samþykkt. Innbyrðis yrði þjóðin þá - hugsanlega eftir nokkurn slag - „sátt að kalla". Þjóðin gæti hafnað frumvarpinu. Lögin féllu þá úr gildi og fyrirliggjandi samningar. Ríkisstjórnin hefði uppfyllt skilmála samninganna en almenningur neytt stjórnarskrárbundins réttar og hafnað skilmálunum. Upp væri komin samningsstaða. Ævafornar mótbárur heyrast jafnan þegar almenningur býst til að taka örlög sín í eigin hendur. Málið er ekki þess eðlis; almenningur lætur blekkjast af lýðskrumi, hefur ekki forsendur til að setja sig inn í málið. Víst má efast um dómgreind almennings þegar horft er til stjórnmálamanna sem hér hafa valist til forystu. Þeirra sem stýrt hafa landinu fram af hengiflugi. Ég skora á samborgara mína að leggja leiðsögn þeirra til hliðar og taka málið í sínar hendur á www.kjosa.is. Höfundur er talsmaður framtaksins „Í okkar hendur" á kjosa.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Farsæl leið úr Icesave-klemmunni er þjóðaratkvæðagreiðsla. Ótækt er að ætla almenningi að axla fordæmalausar fjárskuldbindingar án þess hann fái nokkuð að segja um skilmálana. Illbrúanleg gjá virðist líka hafa myndast milli þeirra sem vilja ganga að skilmálum fyrirliggjandi samninga og hinna sem þykja þeir óaðgengilegir. Er þá ótalin sögufræg gjá milli þings og þjóðar. Þjóðaratkvæðagreiðsla er leið til að gera út um mál þegar ekki er hægt að komast að sameiginlegri niðurstöðu með öðrum hætti. Að slíkri sáttaleið er unnið á vefsíðunni www.kjosa.is. Ekki er víst að ríkisstjórnin lifi af að frumvarpið verði fellt. Þyngra virðist þó hvíla á ríkisstjórninni óvissan um hvað taki við felli Alþingi frumvarpið. Stjórninni er vorkunn. Hitt er víst að engin ríkisstjórnin mun komast heil frá því að sniðganga almenning í málinu, að almenningi verði skipað að axla byrðarnar og þegja. Hér yrði ólíft fyrir klögumálum og svikabrigslum og samfélagið ekki til stórræðanna. Gera verður ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi. Þá kemur til kasta forseta Íslands. Forsetinn getur vísað málinu til þjóðarinnar. Annað af tvennu getur þá gerst. Frumvarpið yrði samþykkt. Innbyrðis yrði þjóðin þá - hugsanlega eftir nokkurn slag - „sátt að kalla". Þjóðin gæti hafnað frumvarpinu. Lögin féllu þá úr gildi og fyrirliggjandi samningar. Ríkisstjórnin hefði uppfyllt skilmála samninganna en almenningur neytt stjórnarskrárbundins réttar og hafnað skilmálunum. Upp væri komin samningsstaða. Ævafornar mótbárur heyrast jafnan þegar almenningur býst til að taka örlög sín í eigin hendur. Málið er ekki þess eðlis; almenningur lætur blekkjast af lýðskrumi, hefur ekki forsendur til að setja sig inn í málið. Víst má efast um dómgreind almennings þegar horft er til stjórnmálamanna sem hér hafa valist til forystu. Þeirra sem stýrt hafa landinu fram af hengiflugi. Ég skora á samborgara mína að leggja leiðsögn þeirra til hliðar og taka málið í sínar hendur á www.kjosa.is. Höfundur er talsmaður framtaksins „Í okkar hendur" á kjosa.is.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar