Endurskoðun varnarmála Jón Gunnarsson skrifar 7. maí 2008 04:00 Þá eru blessaðir Frakkarnir komnir. Ég hef sofið ágætlega þrátt fyrir að hér hafi ekki verið her síðan Kaninn fór enda aðsteðjandi hernaðarógn ekki fyrirliggjandi í okkar heimshluta. Rússagrýlan er löngu dauð og engar forsendur til þess að endurlífga hana. Þess vegna fór nú m.a. Bandaríkjaher héðan og gengið var frá varnarsamningi milli þjóðanna ef aðstæður breytast. Við erum líka vel varin með aðild okkar að Nató þar sem árás á eitt ríki er árás á þau öll. Almenn sátt er um aðild okkar að Nató og mín skoðun er að við eigum að efla starf okkar innan bandalagsins á þeim forsendum sem settar voru við inngönguna á sínum tíma, þ.e. að við erum herlaus bandalagsþjóð. Við brottför bandaríkjahers skapaðist ákveðið tómarúm og hlutirnir gerðust hratt. Það var við þær aðstæður sem ákveðið var að fara þess á leit að bandalagsþjóðir Nató tæku að sér tímabundið loftrýmiseftirlit og að íslenska ratsjárkerfið yrði rekið áfram með svipuðum hætti og var. Bandaríkjamenn sem ábyrgir eru fyrir vörnum landsins á ófriðartímum töldu sig reyndar ekki þurfa upplýsingar úr því kerfi til að uppfylla samningsskyldur sínar. Nú fer fram áhættumat fyrir íslenskt samfélag. Ég er þess viss að niðurstöðurnar verða í samræmi við niðurstöðu sérfræðinga á þessu sviði, eða þær að ekki sé hernaðarógn í okkar heimshluta og ekki líklegt að svo verði næstu mörg árin. Í ljósi þeirra staðreynda eiga íslensk stjórnvöld að endurskoða verkefnaval sitt innan starfsemi Nató. Hundruð milljóna króna kostnaður við takmarkað loftrýmiseftirlit og rekstur Ratsjárstofnunar með þeim hætti sem lagt er á stað með er stefna sem þarf að endurskoða. Ný varnarmálastofnun á að halda utan um starf okkar innan Nató. Við eigum að setja fjármagn og taka forystu í ákveðnum borgaralegum verkefnum þar sem reynsla okkar og þekking nýtur sín. Borgaraleg starfsemi á vegum varnarbandalagsins hefur aukist mikið og það eru fjölmörg spennandi verkefni þar sem við getum lagt lið svo um munar. Það er miklu skynsamlegri leið fyrir okkur sem herlaus þjóð sem vill vera virkur þáttakandi í stærsta varnarbandalagi heimsins.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Þá eru blessaðir Frakkarnir komnir. Ég hef sofið ágætlega þrátt fyrir að hér hafi ekki verið her síðan Kaninn fór enda aðsteðjandi hernaðarógn ekki fyrirliggjandi í okkar heimshluta. Rússagrýlan er löngu dauð og engar forsendur til þess að endurlífga hana. Þess vegna fór nú m.a. Bandaríkjaher héðan og gengið var frá varnarsamningi milli þjóðanna ef aðstæður breytast. Við erum líka vel varin með aðild okkar að Nató þar sem árás á eitt ríki er árás á þau öll. Almenn sátt er um aðild okkar að Nató og mín skoðun er að við eigum að efla starf okkar innan bandalagsins á þeim forsendum sem settar voru við inngönguna á sínum tíma, þ.e. að við erum herlaus bandalagsþjóð. Við brottför bandaríkjahers skapaðist ákveðið tómarúm og hlutirnir gerðust hratt. Það var við þær aðstæður sem ákveðið var að fara þess á leit að bandalagsþjóðir Nató tæku að sér tímabundið loftrýmiseftirlit og að íslenska ratsjárkerfið yrði rekið áfram með svipuðum hætti og var. Bandaríkjamenn sem ábyrgir eru fyrir vörnum landsins á ófriðartímum töldu sig reyndar ekki þurfa upplýsingar úr því kerfi til að uppfylla samningsskyldur sínar. Nú fer fram áhættumat fyrir íslenskt samfélag. Ég er þess viss að niðurstöðurnar verða í samræmi við niðurstöðu sérfræðinga á þessu sviði, eða þær að ekki sé hernaðarógn í okkar heimshluta og ekki líklegt að svo verði næstu mörg árin. Í ljósi þeirra staðreynda eiga íslensk stjórnvöld að endurskoða verkefnaval sitt innan starfsemi Nató. Hundruð milljóna króna kostnaður við takmarkað loftrýmiseftirlit og rekstur Ratsjárstofnunar með þeim hætti sem lagt er á stað með er stefna sem þarf að endurskoða. Ný varnarmálastofnun á að halda utan um starf okkar innan Nató. Við eigum að setja fjármagn og taka forystu í ákveðnum borgaralegum verkefnum þar sem reynsla okkar og þekking nýtur sín. Borgaraleg starfsemi á vegum varnarbandalagsins hefur aukist mikið og það eru fjölmörg spennandi verkefni þar sem við getum lagt lið svo um munar. Það er miklu skynsamlegri leið fyrir okkur sem herlaus þjóð sem vill vera virkur þáttakandi í stærsta varnarbandalagi heimsins.Höfundur er alþingismaður.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun