Endurskoðun varnarmála Jón Gunnarsson skrifar 7. maí 2008 04:00 Þá eru blessaðir Frakkarnir komnir. Ég hef sofið ágætlega þrátt fyrir að hér hafi ekki verið her síðan Kaninn fór enda aðsteðjandi hernaðarógn ekki fyrirliggjandi í okkar heimshluta. Rússagrýlan er löngu dauð og engar forsendur til þess að endurlífga hana. Þess vegna fór nú m.a. Bandaríkjaher héðan og gengið var frá varnarsamningi milli þjóðanna ef aðstæður breytast. Við erum líka vel varin með aðild okkar að Nató þar sem árás á eitt ríki er árás á þau öll. Almenn sátt er um aðild okkar að Nató og mín skoðun er að við eigum að efla starf okkar innan bandalagsins á þeim forsendum sem settar voru við inngönguna á sínum tíma, þ.e. að við erum herlaus bandalagsþjóð. Við brottför bandaríkjahers skapaðist ákveðið tómarúm og hlutirnir gerðust hratt. Það var við þær aðstæður sem ákveðið var að fara þess á leit að bandalagsþjóðir Nató tæku að sér tímabundið loftrýmiseftirlit og að íslenska ratsjárkerfið yrði rekið áfram með svipuðum hætti og var. Bandaríkjamenn sem ábyrgir eru fyrir vörnum landsins á ófriðartímum töldu sig reyndar ekki þurfa upplýsingar úr því kerfi til að uppfylla samningsskyldur sínar. Nú fer fram áhættumat fyrir íslenskt samfélag. Ég er þess viss að niðurstöðurnar verða í samræmi við niðurstöðu sérfræðinga á þessu sviði, eða þær að ekki sé hernaðarógn í okkar heimshluta og ekki líklegt að svo verði næstu mörg árin. Í ljósi þeirra staðreynda eiga íslensk stjórnvöld að endurskoða verkefnaval sitt innan starfsemi Nató. Hundruð milljóna króna kostnaður við takmarkað loftrýmiseftirlit og rekstur Ratsjárstofnunar með þeim hætti sem lagt er á stað með er stefna sem þarf að endurskoða. Ný varnarmálastofnun á að halda utan um starf okkar innan Nató. Við eigum að setja fjármagn og taka forystu í ákveðnum borgaralegum verkefnum þar sem reynsla okkar og þekking nýtur sín. Borgaraleg starfsemi á vegum varnarbandalagsins hefur aukist mikið og það eru fjölmörg spennandi verkefni þar sem við getum lagt lið svo um munar. Það er miklu skynsamlegri leið fyrir okkur sem herlaus þjóð sem vill vera virkur þáttakandi í stærsta varnarbandalagi heimsins.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Þá eru blessaðir Frakkarnir komnir. Ég hef sofið ágætlega þrátt fyrir að hér hafi ekki verið her síðan Kaninn fór enda aðsteðjandi hernaðarógn ekki fyrirliggjandi í okkar heimshluta. Rússagrýlan er löngu dauð og engar forsendur til þess að endurlífga hana. Þess vegna fór nú m.a. Bandaríkjaher héðan og gengið var frá varnarsamningi milli þjóðanna ef aðstæður breytast. Við erum líka vel varin með aðild okkar að Nató þar sem árás á eitt ríki er árás á þau öll. Almenn sátt er um aðild okkar að Nató og mín skoðun er að við eigum að efla starf okkar innan bandalagsins á þeim forsendum sem settar voru við inngönguna á sínum tíma, þ.e. að við erum herlaus bandalagsþjóð. Við brottför bandaríkjahers skapaðist ákveðið tómarúm og hlutirnir gerðust hratt. Það var við þær aðstæður sem ákveðið var að fara þess á leit að bandalagsþjóðir Nató tæku að sér tímabundið loftrýmiseftirlit og að íslenska ratsjárkerfið yrði rekið áfram með svipuðum hætti og var. Bandaríkjamenn sem ábyrgir eru fyrir vörnum landsins á ófriðartímum töldu sig reyndar ekki þurfa upplýsingar úr því kerfi til að uppfylla samningsskyldur sínar. Nú fer fram áhættumat fyrir íslenskt samfélag. Ég er þess viss að niðurstöðurnar verða í samræmi við niðurstöðu sérfræðinga á þessu sviði, eða þær að ekki sé hernaðarógn í okkar heimshluta og ekki líklegt að svo verði næstu mörg árin. Í ljósi þeirra staðreynda eiga íslensk stjórnvöld að endurskoða verkefnaval sitt innan starfsemi Nató. Hundruð milljóna króna kostnaður við takmarkað loftrýmiseftirlit og rekstur Ratsjárstofnunar með þeim hætti sem lagt er á stað með er stefna sem þarf að endurskoða. Ný varnarmálastofnun á að halda utan um starf okkar innan Nató. Við eigum að setja fjármagn og taka forystu í ákveðnum borgaralegum verkefnum þar sem reynsla okkar og þekking nýtur sín. Borgaraleg starfsemi á vegum varnarbandalagsins hefur aukist mikið og það eru fjölmörg spennandi verkefni þar sem við getum lagt lið svo um munar. Það er miklu skynsamlegri leið fyrir okkur sem herlaus þjóð sem vill vera virkur þáttakandi í stærsta varnarbandalagi heimsins.Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar