Siðfræði Kauphallarinnar Ögmundur Jónasson skrifar 17. nóvember 2008 05:00 Ögmundur Jónasson skrifar um nýju bankaráðin Skipuð hafa verið bankaráð í endurreistum ríkisbönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbanka. Skipan í bankaráð endurspeglar að nokkru valdahlutföllin í pólitíkinni, þrír frá stjórnarmeirihluta og tveir frá stjórnarandstöðu í hverju ráði. Þarna er að finna gömul andlit og ný. Jákvætt við listann yfir bankaráðsfólkið er að þarna er að finna fjölbreyttari flóru sjónarmiða en í stjórnum bankanna undanfarin einkavinavæðingarárin. Þá var þar bara eitt viðhorf ríkjandi: Fylgispekt við auðhyggju. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins föstudaginn 7. nóvember segir frá því að Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og Kauphöllin séu nú að leggja „lokahönd" á leiðbeiningar um stjórnunarhætti í opinberum fyrirtækjum. Þar komi fram að varast beri „að of margir stjórnarmenn komi úr stjórnsýslunni." Mikið er gott til þess að vita, að nú þegar bankarnir eru að komast aftur undir almannaforsjá eftir að stjórnendur þeirra höfðu dregið þjóðina út í dýpra spillingarfen en Íslendingar hafa fengið að kynnast til þessa, skuli þjóðin fá leiðsögn frá siðfræðisérfræðingum Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs. Fréttablaðið segir að þeir vari eindregið við því að fólk „úr stjórnsýslunni" (hvað þýðir það, allir sem starfa innan almannaþjónustunnar?), komi nálægt stjórnum bankanna! Hverjir skyldu þessir sérfræðingar í siðfræði annars vera? Sömu aðilar og kröfðust þess í vor leið að lífeyrissjóðirnir yrðu notaðir í vogunarviðskipti og skortsölubrask?Það vildi Kauphöllin. Það vildi Viðskiptaráð. Það vildi SA. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Og hvaða skelfilega fólk skyldi það vera úr stjórnsýslunni sem er svo varasamt að allt sé vinnandi til að koma í veg fyrir að það sitji í stjórnum banka og annarra stofnana í opinberri eigu? Vill heilög þrenning Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs halda áfram að hagsmunatengja bankana við markaðsaðila? Er ekki einmitt mikilvægt að skera á slík tengsl? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um nýju bankaráðin Skipuð hafa verið bankaráð í endurreistum ríkisbönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbanka. Skipan í bankaráð endurspeglar að nokkru valdahlutföllin í pólitíkinni, þrír frá stjórnarmeirihluta og tveir frá stjórnarandstöðu í hverju ráði. Þarna er að finna gömul andlit og ný. Jákvætt við listann yfir bankaráðsfólkið er að þarna er að finna fjölbreyttari flóru sjónarmiða en í stjórnum bankanna undanfarin einkavinavæðingarárin. Þá var þar bara eitt viðhorf ríkjandi: Fylgispekt við auðhyggju. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins föstudaginn 7. nóvember segir frá því að Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og Kauphöllin séu nú að leggja „lokahönd" á leiðbeiningar um stjórnunarhætti í opinberum fyrirtækjum. Þar komi fram að varast beri „að of margir stjórnarmenn komi úr stjórnsýslunni." Mikið er gott til þess að vita, að nú þegar bankarnir eru að komast aftur undir almannaforsjá eftir að stjórnendur þeirra höfðu dregið þjóðina út í dýpra spillingarfen en Íslendingar hafa fengið að kynnast til þessa, skuli þjóðin fá leiðsögn frá siðfræðisérfræðingum Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs. Fréttablaðið segir að þeir vari eindregið við því að fólk „úr stjórnsýslunni" (hvað þýðir það, allir sem starfa innan almannaþjónustunnar?), komi nálægt stjórnum bankanna! Hverjir skyldu þessir sérfræðingar í siðfræði annars vera? Sömu aðilar og kröfðust þess í vor leið að lífeyrissjóðirnir yrðu notaðir í vogunarviðskipti og skortsölubrask?Það vildi Kauphöllin. Það vildi Viðskiptaráð. Það vildi SA. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Og hvaða skelfilega fólk skyldi það vera úr stjórnsýslunni sem er svo varasamt að allt sé vinnandi til að koma í veg fyrir að það sitji í stjórnum banka og annarra stofnana í opinberri eigu? Vill heilög þrenning Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs halda áfram að hagsmunatengja bankana við markaðsaðila? Er ekki einmitt mikilvægt að skera á slík tengsl? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar