Brot á stjórnarskrá 15. nóvember 2008 06:00 Verðtryggðar skuldir heimilanna eru nú rúmir 1.400 milljarðar króna og hækka um tugi milljarða um hver mánaðamót. Seðlabankinn spáir að verðbólga aukist enn og fari yfir 20% í upphafi næsta árs. Verðtryggðar skuldir heimilanna munu því áfram hækka og áfram verður gengið á eignir fólks og kaupmáttur skertur. Í ljósi þessa þarf engan að undra að yfirgnæfandi meirihæuti þjóðarinnar vilji að verðtrygging verði afnumin. Verðtryggingin er ekki einungisóréttlát, hún er einnig andstæð eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Segjum sem svo að ég safni tveimur milljónum króna fyrir útborgun í 20 milljóna króna íbúð og taki 18 milljónir að láni. Eftir að ég kaupi íbúðina tekur við verðbólgutíð eins og sú sem nú stendur yfir og ársverðbólga reynist 15%. Verðtryggingin gerir það að verkum að höfuðstóll og afborganir lánsins hækka mikið og aðeins einu ári eftir að ég keypti íbúðina og lagði út tvær milljónir af eigin fé er lánið komið í 20,8 milljónir! Tveggja milljón króna eignaskerðing hefur því orðið í krafti verðtryggingaráhrifa og ég sit eftir með eintómar skuldir þrátt fyrir að hafa borgað af láninu í heilt ár. Ég hef því verið sviptur eign minni. Fólki er nauðugur einn sá kostur að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, enda er húsaskjól slík grundvallarnauðsyn að hún er tilgreind í Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi hefur leigumarkaðurinn verið ónýtur og húsnæðisverð hækkaði um 84% frá árinu 2003 til 2007. Laun flestra héldu ekki í við þá verðhækkun. Þorri fólks hefur því neyðst til að taka sér há lán til að koma sér þaki yfir höfuðið og á húsnæðislánamarkaði eru verðtryggð lán það eina sem býðst. Það má því ljóst vera að taka verðtryggðra lána hlýtur í flestum tilvikum að vera þvinguð en ekki frjáls og valkvæð, og þannig andstæð grundvallarreglum samningaréttar og undirstöðurökum eignarréttarverndar. Verðtrygging er ekki náttúrulögmál. Hún er sá skattur sem lagður er á almenning hér á landi til að viðhalda dvergvöxnum gjaldmiðli og til að bæta upp fyrir mistæka peningastjórn. Örlög fjölda lántakenda ráðast í verðbólgutíð næstu mánaða og því verður að breyta eða afnema verðtryggingu lána. Réttlætiskennd almennings og stjórnarskráin bjóða ekki upp á annað. Höfundur er ríkisstarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Verðtryggðar skuldir heimilanna eru nú rúmir 1.400 milljarðar króna og hækka um tugi milljarða um hver mánaðamót. Seðlabankinn spáir að verðbólga aukist enn og fari yfir 20% í upphafi næsta árs. Verðtryggðar skuldir heimilanna munu því áfram hækka og áfram verður gengið á eignir fólks og kaupmáttur skertur. Í ljósi þessa þarf engan að undra að yfirgnæfandi meirihæuti þjóðarinnar vilji að verðtrygging verði afnumin. Verðtryggingin er ekki einungisóréttlát, hún er einnig andstæð eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Segjum sem svo að ég safni tveimur milljónum króna fyrir útborgun í 20 milljóna króna íbúð og taki 18 milljónir að láni. Eftir að ég kaupi íbúðina tekur við verðbólgutíð eins og sú sem nú stendur yfir og ársverðbólga reynist 15%. Verðtryggingin gerir það að verkum að höfuðstóll og afborganir lánsins hækka mikið og aðeins einu ári eftir að ég keypti íbúðina og lagði út tvær milljónir af eigin fé er lánið komið í 20,8 milljónir! Tveggja milljón króna eignaskerðing hefur því orðið í krafti verðtryggingaráhrifa og ég sit eftir með eintómar skuldir þrátt fyrir að hafa borgað af láninu í heilt ár. Ég hef því verið sviptur eign minni. Fólki er nauðugur einn sá kostur að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, enda er húsaskjól slík grundvallarnauðsyn að hún er tilgreind í Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi hefur leigumarkaðurinn verið ónýtur og húsnæðisverð hækkaði um 84% frá árinu 2003 til 2007. Laun flestra héldu ekki í við þá verðhækkun. Þorri fólks hefur því neyðst til að taka sér há lán til að koma sér þaki yfir höfuðið og á húsnæðislánamarkaði eru verðtryggð lán það eina sem býðst. Það má því ljóst vera að taka verðtryggðra lána hlýtur í flestum tilvikum að vera þvinguð en ekki frjáls og valkvæð, og þannig andstæð grundvallarreglum samningaréttar og undirstöðurökum eignarréttarverndar. Verðtrygging er ekki náttúrulögmál. Hún er sá skattur sem lagður er á almenning hér á landi til að viðhalda dvergvöxnum gjaldmiðli og til að bæta upp fyrir mistæka peningastjórn. Örlög fjölda lántakenda ráðast í verðbólgutíð næstu mánaða og því verður að breyta eða afnema verðtryggingu lána. Réttlætiskennd almennings og stjórnarskráin bjóða ekki upp á annað. Höfundur er ríkisstarfsmaður.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun