Enski boltinn

Mikael Forssell til Hannover 96

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mikael Forssell í leik með finnska landsliðnu.
Mikael Forssell í leik með finnska landsliðnu. Nordic Photos / AFP

Finnski sóknarmaðurinn Mikael Forssell hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Hannover 96 til næstu þriggja ára.

Forssell hefur verið í herbúðum Birmingham City undanfarin fimm ár en fyrstu árin var hann þar sem lánsmaður frá Chelsea. Birmingham féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og var Forssell laus undan samningi sínum hjá félaginu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Forssell spilar í Þýskalandi en hann var lánaður til Borussia Mönchengladbach í skamman tíma árið 2003.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson er á mála hjá Hannover en hann er nú í láni hjá norska félaginu Vålerenga. Það verður að teljast afar ólíklegt að Gunnar Heiðar fari eftur til félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×