Viðskipti innlent

Eimskip féll um rúman helming

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.
Gengi bréfa í Eimskipafélaginu féll um 51,6 prósent og Bakkavör um 27,16 prósent í mikilli lækkanahrinu í Kauphöllinni í dag. Þá féll Alfesca um 10,2 prósent, Eik banki um 8,3 prósent og Century Aluminum um 6,3 prósent. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu endaði í 1,5 krónum á hlut og í Bakkavör í 9,79 krónum. Gengi bréfa í Atlantic Petroleum féll um 5,1 prósent, Icelandair um 2,8 prósent og Færeyjabanka um 2,3 prósent. Gengi bréfa í Marel og Össuri lækkaði minna. Úrvalsvísitalan fór undir 3.000 stigin í fyrsta sinn í rúm fjögur ár í dag en hífði sig upp í 3.005 stigin undir lok dags. Hún lækkaði um 1,28 prósent þegar yfir lauk.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×