Þarf að beita lögþvingun? Ögmundur Jónasson skrifar 6. september 2008 00:01 Talsvert er um liðið síðan farið var að ræða um að lög og reglur yrðu settar um upplýsingaskyldu þingmanna og ráðherra. Kröfur þessa efnis hafa ágerst eftir því sem fólk hefur orðið þess áskynja að hugtakið einkavinavæðing var ekki fundið upp að ástæðulausu. Hagsmuna- og eignatengsl á milli fyrirtækja og einstaklinga sem hagnast á einkavæðingu annars vegar, og síðan stjórnmálamanna sem með slíkt véla hins vegar, eru mjög raunveruleg. Þetta þekkjum við frá einkavæðingu ríkisbankanna sérstaklega og hið sama dúkkar upp nú þegar heilbrigðiskerfið er komið inn á færiband einkavæðingar. Um þetta þurfa fjölmiðlar að vera meðvitaðir og upplýsa almenning. Frumskyldan hvílir hins vegar hjá viðkomandi þingmönnum og ráðherrum. Að sjálfsögðu ber þeim að upplýsa um öll þau eigna- og hagsmunatengsl sem máli geta skipt. Einfaldasta leiðin er að sett verði lög hvað þetta varðar og hefur þingflokkur VG verið þess mjög fylgjandi að svo verði gert. Hið sama hefur heyrst frá þingflokki Samfylkingarinnar. Einn grundvallarmunur er þó á þessum tveimur þingflokkum. Þingmenn VG ákváðu að bíða ekki eftir því að þeir yrðu lögþvingaðir til þessarar upplýsingagjafar. Að eigin frumkvæði birtu þeir á heimasíðu flokksins allar upplýsingar um tekjur sínar, eignir og hagsmunatengsl. Hafa þessar upplýsingar legið fyrir opinberlega um nokkurt árabil. Hvað Samfylkinguna áhrærir þá hefur hún mikið talað um þörf á lögum sem þvingi þingmenn til sagna. En lengra nær það ekki. Getur verið að beita þurfi Samfylkinguna lögþvingun til að gera það sem hún galar um á torgum að hún vilji gera? Hvers vegna ekki að finna samræmi í orðum og athöfnum? Auðvitað eiga allir sem eru slíkri upplýsingagjöf samþykkir að stíga skrefið fyrir sjálfa sig þegar í stað og undanbragðalaust og þá láta hina sitja uppi með skömmina takist ekki að ná samstöðu á Alþingi um lögbundnar reglur um hagsmunatengsl þingmanna. Ef hins vegar dæma skal af opinberum yfirlýsingum um þetta efni þá er fyrir þessu meirihluti á Alþingi. Nema menn kannski tali af kokhreysti vegna þess að þeir viti að þeir þurfi ekki að standa við orð sín? Svona einsog með eftirlaunalögin. Höfundur er formaður þingflokks VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Talsvert er um liðið síðan farið var að ræða um að lög og reglur yrðu settar um upplýsingaskyldu þingmanna og ráðherra. Kröfur þessa efnis hafa ágerst eftir því sem fólk hefur orðið þess áskynja að hugtakið einkavinavæðing var ekki fundið upp að ástæðulausu. Hagsmuna- og eignatengsl á milli fyrirtækja og einstaklinga sem hagnast á einkavæðingu annars vegar, og síðan stjórnmálamanna sem með slíkt véla hins vegar, eru mjög raunveruleg. Þetta þekkjum við frá einkavæðingu ríkisbankanna sérstaklega og hið sama dúkkar upp nú þegar heilbrigðiskerfið er komið inn á færiband einkavæðingar. Um þetta þurfa fjölmiðlar að vera meðvitaðir og upplýsa almenning. Frumskyldan hvílir hins vegar hjá viðkomandi þingmönnum og ráðherrum. Að sjálfsögðu ber þeim að upplýsa um öll þau eigna- og hagsmunatengsl sem máli geta skipt. Einfaldasta leiðin er að sett verði lög hvað þetta varðar og hefur þingflokkur VG verið þess mjög fylgjandi að svo verði gert. Hið sama hefur heyrst frá þingflokki Samfylkingarinnar. Einn grundvallarmunur er þó á þessum tveimur þingflokkum. Þingmenn VG ákváðu að bíða ekki eftir því að þeir yrðu lögþvingaðir til þessarar upplýsingagjafar. Að eigin frumkvæði birtu þeir á heimasíðu flokksins allar upplýsingar um tekjur sínar, eignir og hagsmunatengsl. Hafa þessar upplýsingar legið fyrir opinberlega um nokkurt árabil. Hvað Samfylkinguna áhrærir þá hefur hún mikið talað um þörf á lögum sem þvingi þingmenn til sagna. En lengra nær það ekki. Getur verið að beita þurfi Samfylkinguna lögþvingun til að gera það sem hún galar um á torgum að hún vilji gera? Hvers vegna ekki að finna samræmi í orðum og athöfnum? Auðvitað eiga allir sem eru slíkri upplýsingagjöf samþykkir að stíga skrefið fyrir sjálfa sig þegar í stað og undanbragðalaust og þá láta hina sitja uppi með skömmina takist ekki að ná samstöðu á Alþingi um lögbundnar reglur um hagsmunatengsl þingmanna. Ef hins vegar dæma skal af opinberum yfirlýsingum um þetta efni þá er fyrir þessu meirihluti á Alþingi. Nema menn kannski tali af kokhreysti vegna þess að þeir viti að þeir þurfi ekki að standa við orð sín? Svona einsog með eftirlaunalögin. Höfundur er formaður þingflokks VG.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun