Viðskipti innlent

Bakkavör í ellefu krónur

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur fallið um 16,15 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í 11,27 krónum á hlut. Gengi bréfa Össurar hefur á sama tíma hækkað um 0,27 prósent en það er eina hækkun dagsins. Gengi bréfa í Bakkavör hefur ekki verið lægra síðan í nóvember árið 2002. Hæst fór það í rétt rúmar 72 krónur 20. júlí í fyrra. Þá hefur gengi bréfa í Eik banka fallið um 15,8 prósent, Atlantic Petroleum fallið um 11,6 prósent, Icelandair fallið um 4,39 prósent, Færeyjabanka um 1,66 prósent og Marel um 1,25 prósent. Þá hefur gengi bréfa í Alfesca lækkað um 0,66 prósent. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,64 prósent og stendur vísitalan í 3.024 stigum. Viðskipti liggja enn niðri með bréf Glitnir, Landsbankans, Kaupþings, Straums og Existu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×