NATO-væðing íslenskra utanríkismála I Steingrímur J. Sigfússon skrifar 22. apríl 2008 00:01 Þegar Samfylkingin settist í ríkisstjórn og formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varð utanríkisráðherra gerðu eflaust flestir ráð fyrir að breytt yrði um áherslur hvað varðar öryggis- og utanríkismál þjóðarinnar og það jafnvel svo um munaði. Margir kjósendur, ekki síst Samfylkingarinnar, treystu því að flokkurinn myndi standa við loforðin varðandi Íraksstríðið og lista hinna viljugu, Samfylkingin myndi setja fyrirvara almennt við hernaðarbrölt, draga okkur út úr Afganistan og fjarlægjast um leið hernaðarbandalagið NATO og utanríkisstefnu í anda George W. Bush. Þessir kjósendur vakna nú upp við vondan draum einn af öðrum, jafnvel tryggir flokksmenn skrifa í blöð og undrast áherslurnar vegna þess að ekkert bólar á friðar- og afvopnunarboðskapnum. Loforð um pólitískt samráð hafa verið svikin þar til nú að boðað er að halda skuli tvo fundi á ári með formönnum stjórnmálaflokkanna. Í stað pólitísks samráðs hefur hins vegar verið unnið hratt að vígvæðingu landsins á forsendum NATO ásamt með aukinni þátttöku í mörgum af ógeðfelldustu verkefnum hernaðarbandalagsins, með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning í landinu. Skilyrðislaust samþykki við vígvæðingu NATOÁ NATO-fundinum í Búkarest, sem utanríkisráðherra ásamt forsætisráðherra flaug til með fríðu föruneyti eins og víðfrægt er, var tekin afstaða sem er því miður í hróplegri mótsögn við þau fögru fyrirheit sem hafa verið gefin um aukna áherslu á friðsamlega alþjóðasamvinnu. Í fyrsta lagi kom þar fram stuðningur ráðherra við stækkun NATO til austurs, í andstöðu við nágrannaþjóðir, og með ærnum tilkostnaði fyrir skattgreiðendur viðkomandi landa, þar sem viðmiðunin innan NATO er að a.m.k. 2% af landsframleiðslu fari til vígbúnaðar. Og hér er að sjálfsögðu um að ræða fátækar þjóðir sem síst af öllu mega við auknum útgjöldum. Í öðru lagi var tekin sú eindregna stefna gagnvart Afganistan að auka frekar en hitt umsvif Íslands á þeim slóðum, senda fleiri menn undir vopnum og undir stjórn hernaðarbandalagsins NATO til að sinna friðargæslu. Sé eitthvað til í þeim orðum utanríkisráðherra að markmiðið sé að stuðla að friði og velsæld, má þá ekki horfa til annarra landa sem búa við mikla fátækt í stað þess að hreinsa til eftir herleiðangra og sprengjuregn Bandaríkjamanna á pólitískum forsendum? Alvopnaðir íslenskir lautinantar og yfirliðþjálfar við störf á átakasvæðum eru í hróplegri mótsögn við friðar- og vopnleysisarfleifð Íslands og ósamrýmanlegir efni og anda nýrra laga um íslensku friðargæsluna en þar segir að hún skuli vera alfarið borgaraleg. Það þriðja og langalvarlegasta sem ráðherrarnir íslensku gerðu á NATO-fundinum í Búkarest er fyrirvaralaus stuðningur við, og fagnaðarlæti yfir, uppsetningu bandaríska eldflaugavarnakerfisins í Mið- og Austur-Evrópu. Í þágu þess að geta haldið áfram stjörnustríðsplönum sínum - þetta er skilgetið afkvæmi þeirra - sögðu Bandaríkjamenn upp ABM-samningnum í júní 2002, einum mikilvægasta afvopnunar- og griðasamningi í veröldinni. Í staðinn átti að halda áfram að þróa eldflaugavarnakerfin, sem augljóslega voru brot á þeim samningi, og nú er boðuð uppsetning slíkra kerfa í Evrópu með radarstöð í Tékklandi og eldflaugum í Póllandi. Hvað gerðu Rússar? Þeir sögðu á móti upp samningum um takmörkun hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu og boða viðbúnað af sinni hálfu. Þessi stefna - stefna George W. Bush - er geysilega umdeild og kjósendur Samfylkingarinnar hljóta að gera kröfur á að utanríkisráðherra og formaður flokksins útskýri hvers vegna hún telur rétt að ýta þannig undir vígbúnaðarkapphlaup Bandaríkjanna og NATO. Mesta stefnubreytingin er þó fólgin í nýju frumvarpi til varnarmálalaga sem utanríkisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi. Um það er fjallað í næstu grein undirritaðs. Hið nýja, árásargjarna NATOÍ sambandi við hina nýju utanríkis- og öryggismálastefnu, stefnu NATO-væðingarinnar, er ekki síst mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er hið nýja NATO sem um ræðir. Þetta er NATO sem hefur horfið frá fyrri skilgreiningum og markmiðum um að vera svokallað varnarbandalag á því landsvæði sem tilheyrði aðildarríkjunum og til þess að vera árásaraðili, gerandi jafnvel í fjarlægum heimsálfum. NATO stóð sjálft í fyrsta sinn fyrir beinum hernaðaraðgerðum með loftárásunum á Júgóslavíu og tók svo við stríðsrekstrinum í Afganistan af Bandaríkjamönnum og Bretum á árinu 2004 enda höfðu þeir þá fundið sér verkefni annars staðar eins og kunnugt er. Þetta er hið nýja NATO sem stendur fyrir 70% af öllum útgjöldum til hermála í heiminum. Samhliða því að NATO-ríkin verji með þessum hætti meiri og meiri fjármunum í styrjaldir eru fleiri ríki heims að vígbúast, ekki síst Rússar og Kínverjar. Almennt má segja að útlit sé fyrir að verið sé að blása lífi í vígbúnaðarkapphlaupið sem margir töldu að mundi ljúka með hruni Sovétríkjanna. Ábyrgð NATO á þeirri endurlífgun er mikil enda eru það enn NATO-ríkin sem standa fyrir yfirgnæfandi meirihluta útgjalda til hermála í heiminum og hvetja þannig til aukinnar vígvæðingar. Í stað þess að leggja lóð sín á vogarskálar afvopnunar gengur hin nýja íslenska NATO-væðingarstefna út á að taka virkari þátt í vígvæðingu NATO og allri starfsemi bandalagsins, virkari en Íslendingar hafa nokkru sinni áður gert. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Þegar Samfylkingin settist í ríkisstjórn og formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varð utanríkisráðherra gerðu eflaust flestir ráð fyrir að breytt yrði um áherslur hvað varðar öryggis- og utanríkismál þjóðarinnar og það jafnvel svo um munaði. Margir kjósendur, ekki síst Samfylkingarinnar, treystu því að flokkurinn myndi standa við loforðin varðandi Íraksstríðið og lista hinna viljugu, Samfylkingin myndi setja fyrirvara almennt við hernaðarbrölt, draga okkur út úr Afganistan og fjarlægjast um leið hernaðarbandalagið NATO og utanríkisstefnu í anda George W. Bush. Þessir kjósendur vakna nú upp við vondan draum einn af öðrum, jafnvel tryggir flokksmenn skrifa í blöð og undrast áherslurnar vegna þess að ekkert bólar á friðar- og afvopnunarboðskapnum. Loforð um pólitískt samráð hafa verið svikin þar til nú að boðað er að halda skuli tvo fundi á ári með formönnum stjórnmálaflokkanna. Í stað pólitísks samráðs hefur hins vegar verið unnið hratt að vígvæðingu landsins á forsendum NATO ásamt með aukinni þátttöku í mörgum af ógeðfelldustu verkefnum hernaðarbandalagsins, með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning í landinu. Skilyrðislaust samþykki við vígvæðingu NATOÁ NATO-fundinum í Búkarest, sem utanríkisráðherra ásamt forsætisráðherra flaug til með fríðu föruneyti eins og víðfrægt er, var tekin afstaða sem er því miður í hróplegri mótsögn við þau fögru fyrirheit sem hafa verið gefin um aukna áherslu á friðsamlega alþjóðasamvinnu. Í fyrsta lagi kom þar fram stuðningur ráðherra við stækkun NATO til austurs, í andstöðu við nágrannaþjóðir, og með ærnum tilkostnaði fyrir skattgreiðendur viðkomandi landa, þar sem viðmiðunin innan NATO er að a.m.k. 2% af landsframleiðslu fari til vígbúnaðar. Og hér er að sjálfsögðu um að ræða fátækar þjóðir sem síst af öllu mega við auknum útgjöldum. Í öðru lagi var tekin sú eindregna stefna gagnvart Afganistan að auka frekar en hitt umsvif Íslands á þeim slóðum, senda fleiri menn undir vopnum og undir stjórn hernaðarbandalagsins NATO til að sinna friðargæslu. Sé eitthvað til í þeim orðum utanríkisráðherra að markmiðið sé að stuðla að friði og velsæld, má þá ekki horfa til annarra landa sem búa við mikla fátækt í stað þess að hreinsa til eftir herleiðangra og sprengjuregn Bandaríkjamanna á pólitískum forsendum? Alvopnaðir íslenskir lautinantar og yfirliðþjálfar við störf á átakasvæðum eru í hróplegri mótsögn við friðar- og vopnleysisarfleifð Íslands og ósamrýmanlegir efni og anda nýrra laga um íslensku friðargæsluna en þar segir að hún skuli vera alfarið borgaraleg. Það þriðja og langalvarlegasta sem ráðherrarnir íslensku gerðu á NATO-fundinum í Búkarest er fyrirvaralaus stuðningur við, og fagnaðarlæti yfir, uppsetningu bandaríska eldflaugavarnakerfisins í Mið- og Austur-Evrópu. Í þágu þess að geta haldið áfram stjörnustríðsplönum sínum - þetta er skilgetið afkvæmi þeirra - sögðu Bandaríkjamenn upp ABM-samningnum í júní 2002, einum mikilvægasta afvopnunar- og griðasamningi í veröldinni. Í staðinn átti að halda áfram að þróa eldflaugavarnakerfin, sem augljóslega voru brot á þeim samningi, og nú er boðuð uppsetning slíkra kerfa í Evrópu með radarstöð í Tékklandi og eldflaugum í Póllandi. Hvað gerðu Rússar? Þeir sögðu á móti upp samningum um takmörkun hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu og boða viðbúnað af sinni hálfu. Þessi stefna - stefna George W. Bush - er geysilega umdeild og kjósendur Samfylkingarinnar hljóta að gera kröfur á að utanríkisráðherra og formaður flokksins útskýri hvers vegna hún telur rétt að ýta þannig undir vígbúnaðarkapphlaup Bandaríkjanna og NATO. Mesta stefnubreytingin er þó fólgin í nýju frumvarpi til varnarmálalaga sem utanríkisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi. Um það er fjallað í næstu grein undirritaðs. Hið nýja, árásargjarna NATOÍ sambandi við hina nýju utanríkis- og öryggismálastefnu, stefnu NATO-væðingarinnar, er ekki síst mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er hið nýja NATO sem um ræðir. Þetta er NATO sem hefur horfið frá fyrri skilgreiningum og markmiðum um að vera svokallað varnarbandalag á því landsvæði sem tilheyrði aðildarríkjunum og til þess að vera árásaraðili, gerandi jafnvel í fjarlægum heimsálfum. NATO stóð sjálft í fyrsta sinn fyrir beinum hernaðaraðgerðum með loftárásunum á Júgóslavíu og tók svo við stríðsrekstrinum í Afganistan af Bandaríkjamönnum og Bretum á árinu 2004 enda höfðu þeir þá fundið sér verkefni annars staðar eins og kunnugt er. Þetta er hið nýja NATO sem stendur fyrir 70% af öllum útgjöldum til hermála í heiminum. Samhliða því að NATO-ríkin verji með þessum hætti meiri og meiri fjármunum í styrjaldir eru fleiri ríki heims að vígbúast, ekki síst Rússar og Kínverjar. Almennt má segja að útlit sé fyrir að verið sé að blása lífi í vígbúnaðarkapphlaupið sem margir töldu að mundi ljúka með hruni Sovétríkjanna. Ábyrgð NATO á þeirri endurlífgun er mikil enda eru það enn NATO-ríkin sem standa fyrir yfirgnæfandi meirihluta útgjalda til hermála í heiminum og hvetja þannig til aukinnar vígvæðingar. Í stað þess að leggja lóð sín á vogarskálar afvopnunar gengur hin nýja íslenska NATO-væðingarstefna út á að taka virkari þátt í vígvæðingu NATO og allri starfsemi bandalagsins, virkari en Íslendingar hafa nokkru sinni áður gert. Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar