NATO-væðing íslenskra utanríkismála I Steingrímur J. Sigfússon skrifar 22. apríl 2008 00:01 Þegar Samfylkingin settist í ríkisstjórn og formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varð utanríkisráðherra gerðu eflaust flestir ráð fyrir að breytt yrði um áherslur hvað varðar öryggis- og utanríkismál þjóðarinnar og það jafnvel svo um munaði. Margir kjósendur, ekki síst Samfylkingarinnar, treystu því að flokkurinn myndi standa við loforðin varðandi Íraksstríðið og lista hinna viljugu, Samfylkingin myndi setja fyrirvara almennt við hernaðarbrölt, draga okkur út úr Afganistan og fjarlægjast um leið hernaðarbandalagið NATO og utanríkisstefnu í anda George W. Bush. Þessir kjósendur vakna nú upp við vondan draum einn af öðrum, jafnvel tryggir flokksmenn skrifa í blöð og undrast áherslurnar vegna þess að ekkert bólar á friðar- og afvopnunarboðskapnum. Loforð um pólitískt samráð hafa verið svikin þar til nú að boðað er að halda skuli tvo fundi á ári með formönnum stjórnmálaflokkanna. Í stað pólitísks samráðs hefur hins vegar verið unnið hratt að vígvæðingu landsins á forsendum NATO ásamt með aukinni þátttöku í mörgum af ógeðfelldustu verkefnum hernaðarbandalagsins, með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning í landinu. Skilyrðislaust samþykki við vígvæðingu NATOÁ NATO-fundinum í Búkarest, sem utanríkisráðherra ásamt forsætisráðherra flaug til með fríðu föruneyti eins og víðfrægt er, var tekin afstaða sem er því miður í hróplegri mótsögn við þau fögru fyrirheit sem hafa verið gefin um aukna áherslu á friðsamlega alþjóðasamvinnu. Í fyrsta lagi kom þar fram stuðningur ráðherra við stækkun NATO til austurs, í andstöðu við nágrannaþjóðir, og með ærnum tilkostnaði fyrir skattgreiðendur viðkomandi landa, þar sem viðmiðunin innan NATO er að a.m.k. 2% af landsframleiðslu fari til vígbúnaðar. Og hér er að sjálfsögðu um að ræða fátækar þjóðir sem síst af öllu mega við auknum útgjöldum. Í öðru lagi var tekin sú eindregna stefna gagnvart Afganistan að auka frekar en hitt umsvif Íslands á þeim slóðum, senda fleiri menn undir vopnum og undir stjórn hernaðarbandalagsins NATO til að sinna friðargæslu. Sé eitthvað til í þeim orðum utanríkisráðherra að markmiðið sé að stuðla að friði og velsæld, má þá ekki horfa til annarra landa sem búa við mikla fátækt í stað þess að hreinsa til eftir herleiðangra og sprengjuregn Bandaríkjamanna á pólitískum forsendum? Alvopnaðir íslenskir lautinantar og yfirliðþjálfar við störf á átakasvæðum eru í hróplegri mótsögn við friðar- og vopnleysisarfleifð Íslands og ósamrýmanlegir efni og anda nýrra laga um íslensku friðargæsluna en þar segir að hún skuli vera alfarið borgaraleg. Það þriðja og langalvarlegasta sem ráðherrarnir íslensku gerðu á NATO-fundinum í Búkarest er fyrirvaralaus stuðningur við, og fagnaðarlæti yfir, uppsetningu bandaríska eldflaugavarnakerfisins í Mið- og Austur-Evrópu. Í þágu þess að geta haldið áfram stjörnustríðsplönum sínum - þetta er skilgetið afkvæmi þeirra - sögðu Bandaríkjamenn upp ABM-samningnum í júní 2002, einum mikilvægasta afvopnunar- og griðasamningi í veröldinni. Í staðinn átti að halda áfram að þróa eldflaugavarnakerfin, sem augljóslega voru brot á þeim samningi, og nú er boðuð uppsetning slíkra kerfa í Evrópu með radarstöð í Tékklandi og eldflaugum í Póllandi. Hvað gerðu Rússar? Þeir sögðu á móti upp samningum um takmörkun hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu og boða viðbúnað af sinni hálfu. Þessi stefna - stefna George W. Bush - er geysilega umdeild og kjósendur Samfylkingarinnar hljóta að gera kröfur á að utanríkisráðherra og formaður flokksins útskýri hvers vegna hún telur rétt að ýta þannig undir vígbúnaðarkapphlaup Bandaríkjanna og NATO. Mesta stefnubreytingin er þó fólgin í nýju frumvarpi til varnarmálalaga sem utanríkisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi. Um það er fjallað í næstu grein undirritaðs. Hið nýja, árásargjarna NATOÍ sambandi við hina nýju utanríkis- og öryggismálastefnu, stefnu NATO-væðingarinnar, er ekki síst mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er hið nýja NATO sem um ræðir. Þetta er NATO sem hefur horfið frá fyrri skilgreiningum og markmiðum um að vera svokallað varnarbandalag á því landsvæði sem tilheyrði aðildarríkjunum og til þess að vera árásaraðili, gerandi jafnvel í fjarlægum heimsálfum. NATO stóð sjálft í fyrsta sinn fyrir beinum hernaðaraðgerðum með loftárásunum á Júgóslavíu og tók svo við stríðsrekstrinum í Afganistan af Bandaríkjamönnum og Bretum á árinu 2004 enda höfðu þeir þá fundið sér verkefni annars staðar eins og kunnugt er. Þetta er hið nýja NATO sem stendur fyrir 70% af öllum útgjöldum til hermála í heiminum. Samhliða því að NATO-ríkin verji með þessum hætti meiri og meiri fjármunum í styrjaldir eru fleiri ríki heims að vígbúast, ekki síst Rússar og Kínverjar. Almennt má segja að útlit sé fyrir að verið sé að blása lífi í vígbúnaðarkapphlaupið sem margir töldu að mundi ljúka með hruni Sovétríkjanna. Ábyrgð NATO á þeirri endurlífgun er mikil enda eru það enn NATO-ríkin sem standa fyrir yfirgnæfandi meirihluta útgjalda til hermála í heiminum og hvetja þannig til aukinnar vígvæðingar. Í stað þess að leggja lóð sín á vogarskálar afvopnunar gengur hin nýja íslenska NATO-væðingarstefna út á að taka virkari þátt í vígvæðingu NATO og allri starfsemi bandalagsins, virkari en Íslendingar hafa nokkru sinni áður gert. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þegar Samfylkingin settist í ríkisstjórn og formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varð utanríkisráðherra gerðu eflaust flestir ráð fyrir að breytt yrði um áherslur hvað varðar öryggis- og utanríkismál þjóðarinnar og það jafnvel svo um munaði. Margir kjósendur, ekki síst Samfylkingarinnar, treystu því að flokkurinn myndi standa við loforðin varðandi Íraksstríðið og lista hinna viljugu, Samfylkingin myndi setja fyrirvara almennt við hernaðarbrölt, draga okkur út úr Afganistan og fjarlægjast um leið hernaðarbandalagið NATO og utanríkisstefnu í anda George W. Bush. Þessir kjósendur vakna nú upp við vondan draum einn af öðrum, jafnvel tryggir flokksmenn skrifa í blöð og undrast áherslurnar vegna þess að ekkert bólar á friðar- og afvopnunarboðskapnum. Loforð um pólitískt samráð hafa verið svikin þar til nú að boðað er að halda skuli tvo fundi á ári með formönnum stjórnmálaflokkanna. Í stað pólitísks samráðs hefur hins vegar verið unnið hratt að vígvæðingu landsins á forsendum NATO ásamt með aukinni þátttöku í mörgum af ógeðfelldustu verkefnum hernaðarbandalagsins, með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning í landinu. Skilyrðislaust samþykki við vígvæðingu NATOÁ NATO-fundinum í Búkarest, sem utanríkisráðherra ásamt forsætisráðherra flaug til með fríðu föruneyti eins og víðfrægt er, var tekin afstaða sem er því miður í hróplegri mótsögn við þau fögru fyrirheit sem hafa verið gefin um aukna áherslu á friðsamlega alþjóðasamvinnu. Í fyrsta lagi kom þar fram stuðningur ráðherra við stækkun NATO til austurs, í andstöðu við nágrannaþjóðir, og með ærnum tilkostnaði fyrir skattgreiðendur viðkomandi landa, þar sem viðmiðunin innan NATO er að a.m.k. 2% af landsframleiðslu fari til vígbúnaðar. Og hér er að sjálfsögðu um að ræða fátækar þjóðir sem síst af öllu mega við auknum útgjöldum. Í öðru lagi var tekin sú eindregna stefna gagnvart Afganistan að auka frekar en hitt umsvif Íslands á þeim slóðum, senda fleiri menn undir vopnum og undir stjórn hernaðarbandalagsins NATO til að sinna friðargæslu. Sé eitthvað til í þeim orðum utanríkisráðherra að markmiðið sé að stuðla að friði og velsæld, má þá ekki horfa til annarra landa sem búa við mikla fátækt í stað þess að hreinsa til eftir herleiðangra og sprengjuregn Bandaríkjamanna á pólitískum forsendum? Alvopnaðir íslenskir lautinantar og yfirliðþjálfar við störf á átakasvæðum eru í hróplegri mótsögn við friðar- og vopnleysisarfleifð Íslands og ósamrýmanlegir efni og anda nýrra laga um íslensku friðargæsluna en þar segir að hún skuli vera alfarið borgaraleg. Það þriðja og langalvarlegasta sem ráðherrarnir íslensku gerðu á NATO-fundinum í Búkarest er fyrirvaralaus stuðningur við, og fagnaðarlæti yfir, uppsetningu bandaríska eldflaugavarnakerfisins í Mið- og Austur-Evrópu. Í þágu þess að geta haldið áfram stjörnustríðsplönum sínum - þetta er skilgetið afkvæmi þeirra - sögðu Bandaríkjamenn upp ABM-samningnum í júní 2002, einum mikilvægasta afvopnunar- og griðasamningi í veröldinni. Í staðinn átti að halda áfram að þróa eldflaugavarnakerfin, sem augljóslega voru brot á þeim samningi, og nú er boðuð uppsetning slíkra kerfa í Evrópu með radarstöð í Tékklandi og eldflaugum í Póllandi. Hvað gerðu Rússar? Þeir sögðu á móti upp samningum um takmörkun hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu og boða viðbúnað af sinni hálfu. Þessi stefna - stefna George W. Bush - er geysilega umdeild og kjósendur Samfylkingarinnar hljóta að gera kröfur á að utanríkisráðherra og formaður flokksins útskýri hvers vegna hún telur rétt að ýta þannig undir vígbúnaðarkapphlaup Bandaríkjanna og NATO. Mesta stefnubreytingin er þó fólgin í nýju frumvarpi til varnarmálalaga sem utanríkisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi. Um það er fjallað í næstu grein undirritaðs. Hið nýja, árásargjarna NATOÍ sambandi við hina nýju utanríkis- og öryggismálastefnu, stefnu NATO-væðingarinnar, er ekki síst mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er hið nýja NATO sem um ræðir. Þetta er NATO sem hefur horfið frá fyrri skilgreiningum og markmiðum um að vera svokallað varnarbandalag á því landsvæði sem tilheyrði aðildarríkjunum og til þess að vera árásaraðili, gerandi jafnvel í fjarlægum heimsálfum. NATO stóð sjálft í fyrsta sinn fyrir beinum hernaðaraðgerðum með loftárásunum á Júgóslavíu og tók svo við stríðsrekstrinum í Afganistan af Bandaríkjamönnum og Bretum á árinu 2004 enda höfðu þeir þá fundið sér verkefni annars staðar eins og kunnugt er. Þetta er hið nýja NATO sem stendur fyrir 70% af öllum útgjöldum til hermála í heiminum. Samhliða því að NATO-ríkin verji með þessum hætti meiri og meiri fjármunum í styrjaldir eru fleiri ríki heims að vígbúast, ekki síst Rússar og Kínverjar. Almennt má segja að útlit sé fyrir að verið sé að blása lífi í vígbúnaðarkapphlaupið sem margir töldu að mundi ljúka með hruni Sovétríkjanna. Ábyrgð NATO á þeirri endurlífgun er mikil enda eru það enn NATO-ríkin sem standa fyrir yfirgnæfandi meirihluta útgjalda til hermála í heiminum og hvetja þannig til aukinnar vígvæðingar. Í stað þess að leggja lóð sín á vogarskálar afvopnunar gengur hin nýja íslenska NATO-væðingarstefna út á að taka virkari þátt í vígvæðingu NATO og allri starfsemi bandalagsins, virkari en Íslendingar hafa nokkru sinni áður gert. Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun