Liverpool er sagt ætla að bjóða 20 milljónir punda í franska landsliðsmanninn Franck Ribery sem er á mála hjá Bayern München.
Ribery verður í lykilhlutverki í landsliðið Frakka á EM í Austurríki og Sviss sem hefst um næstu helgi. Hann er 25 ára gamall og er oft líkt við þá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Ribery sló í gegn á HM 2006 í Þýskalandi en það kom mörgum á óvart þegar hann samdi við Bayern München.
