Landsskipulagsáætlun er verkfæri við umhverfisvernd Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 2. mars 2008 00:01 Nýverið mælti ég fyrir frumvarpi til skipulagslaga á Alþingi. Í frumvarpinu er að finna ýmis nýmæli, og verði það að lögum mun það styrkja skipulagsgerð í landinu og efla þátttöku almennings í henni. Í því er einnig viðurkennd þörfin á því að ríkisvaldið leggi til heildstæða sýn í skipulagsmálum með svokallaðri landsskipulagsáætlun. Leiðarljós í skipulagsvinnu Ég er þeirrar skoðunar að ríkisvaldið eigi að leggja fram stefnumótun í skipulagsmálum á landsvísu. Slík stefnumótun tæki til þeirrar landnýtingar sem ekki varðar eingöngu hagsmuni einstakra sveitarfélaga, heldur hagsmuni þjóðarinnar allrar. Hún yrði leiðarljós í skipulagsvinnu sveitarstjórna og myndi einnig gegna mikilvægu hlutverki við samræmingu hinna ýmsu áætlana sem samþykktar eru á Alþingi, svo sem samgönguáætlunar, náttúruverndaráætlunar, byggðaáætlunar, rammaáætlunar um verndun og nýtingu landssvæða o.s.frv. Mikilvægt er að þó að ítreka að áfram mun höfuðábyrgð og forræði á skipulagsgerð liggja hjá sveitarfélögunum.Samráð við marga Dæmi um almannahagsmuni sem landsskipulagsáætlun getur náð yfir eru samgöngukerfi, orkuöflunar- og dreifikerfi, náttúruvernd, útivist og önnur landnotkun á svæðum sem varða þjóðarhagsmuni. Þannig yrði landsskipulagsáætlun fyrir miðhálendið, svo dæmi sé tekið, stefnumörkun ríkisvaldsins um uppbyggingu á því svæði á sviði orkunýtingar, vegaframkvæmda og náttúruverndar. Jafnframt yrði í slíkri landsskipulagsáætlun sett fram heildstæð áætlun um verndun svæða á miðhálendi Íslands sem samkomulag væru um að ekki ætti að nýta til framkvæmda en sem mætti hins vegar nýta til verndar og útivistar. Landsskipulagsáætlun getur náð til landsins alls, einstakra landshluta og efnahagslögsögunnar. Gert er ráð fyrir að landskipulagsáætlun verði unnin í mjög víðtæku og nánu samráði við sveitarfélög, hlutaðeigandi stofnanir og ráðuneyti. Jafnframt yrði hún kynnt almenningi opinberlega þannig að sem flestir geti tjáð sig um efni áætlunarinnar.Stefnumörkun á miðhálendi Lagt er til í frumvarpinu að landsskipulagsáætlun verði lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að fyrsta landsskipulagsáætlunin verði lögð fram á Alþingi árið 2010 og fjalli um stefnumörkun á miðhálendinu. Gerð skipulags verður stöðugt mikilvægari þáttur umhverfisverndar. Verði frumvarp til skipulagslaga samþykkt á Alþingi fá stjórnvöld mikilvægt verkfæri í hendur til að vinna á markvissan hátt að umhverfisvernd hér á landi.Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Nýverið mælti ég fyrir frumvarpi til skipulagslaga á Alþingi. Í frumvarpinu er að finna ýmis nýmæli, og verði það að lögum mun það styrkja skipulagsgerð í landinu og efla þátttöku almennings í henni. Í því er einnig viðurkennd þörfin á því að ríkisvaldið leggi til heildstæða sýn í skipulagsmálum með svokallaðri landsskipulagsáætlun. Leiðarljós í skipulagsvinnu Ég er þeirrar skoðunar að ríkisvaldið eigi að leggja fram stefnumótun í skipulagsmálum á landsvísu. Slík stefnumótun tæki til þeirrar landnýtingar sem ekki varðar eingöngu hagsmuni einstakra sveitarfélaga, heldur hagsmuni þjóðarinnar allrar. Hún yrði leiðarljós í skipulagsvinnu sveitarstjórna og myndi einnig gegna mikilvægu hlutverki við samræmingu hinna ýmsu áætlana sem samþykktar eru á Alþingi, svo sem samgönguáætlunar, náttúruverndaráætlunar, byggðaáætlunar, rammaáætlunar um verndun og nýtingu landssvæða o.s.frv. Mikilvægt er að þó að ítreka að áfram mun höfuðábyrgð og forræði á skipulagsgerð liggja hjá sveitarfélögunum.Samráð við marga Dæmi um almannahagsmuni sem landsskipulagsáætlun getur náð yfir eru samgöngukerfi, orkuöflunar- og dreifikerfi, náttúruvernd, útivist og önnur landnotkun á svæðum sem varða þjóðarhagsmuni. Þannig yrði landsskipulagsáætlun fyrir miðhálendið, svo dæmi sé tekið, stefnumörkun ríkisvaldsins um uppbyggingu á því svæði á sviði orkunýtingar, vegaframkvæmda og náttúruverndar. Jafnframt yrði í slíkri landsskipulagsáætlun sett fram heildstæð áætlun um verndun svæða á miðhálendi Íslands sem samkomulag væru um að ekki ætti að nýta til framkvæmda en sem mætti hins vegar nýta til verndar og útivistar. Landsskipulagsáætlun getur náð til landsins alls, einstakra landshluta og efnahagslögsögunnar. Gert er ráð fyrir að landskipulagsáætlun verði unnin í mjög víðtæku og nánu samráði við sveitarfélög, hlutaðeigandi stofnanir og ráðuneyti. Jafnframt yrði hún kynnt almenningi opinberlega þannig að sem flestir geti tjáð sig um efni áætlunarinnar.Stefnumörkun á miðhálendi Lagt er til í frumvarpinu að landsskipulagsáætlun verði lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að fyrsta landsskipulagsáætlunin verði lögð fram á Alþingi árið 2010 og fjalli um stefnumörkun á miðhálendinu. Gerð skipulags verður stöðugt mikilvægari þáttur umhverfisverndar. Verði frumvarp til skipulagslaga samþykkt á Alþingi fá stjórnvöld mikilvægt verkfæri í hendur til að vinna á markvissan hátt að umhverfisvernd hér á landi.Höfundur er umhverfisráðherra.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun