Landsskipulagsáætlun er verkfæri við umhverfisvernd Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 2. mars 2008 00:01 Nýverið mælti ég fyrir frumvarpi til skipulagslaga á Alþingi. Í frumvarpinu er að finna ýmis nýmæli, og verði það að lögum mun það styrkja skipulagsgerð í landinu og efla þátttöku almennings í henni. Í því er einnig viðurkennd þörfin á því að ríkisvaldið leggi til heildstæða sýn í skipulagsmálum með svokallaðri landsskipulagsáætlun. Leiðarljós í skipulagsvinnu Ég er þeirrar skoðunar að ríkisvaldið eigi að leggja fram stefnumótun í skipulagsmálum á landsvísu. Slík stefnumótun tæki til þeirrar landnýtingar sem ekki varðar eingöngu hagsmuni einstakra sveitarfélaga, heldur hagsmuni þjóðarinnar allrar. Hún yrði leiðarljós í skipulagsvinnu sveitarstjórna og myndi einnig gegna mikilvægu hlutverki við samræmingu hinna ýmsu áætlana sem samþykktar eru á Alþingi, svo sem samgönguáætlunar, náttúruverndaráætlunar, byggðaáætlunar, rammaáætlunar um verndun og nýtingu landssvæða o.s.frv. Mikilvægt er að þó að ítreka að áfram mun höfuðábyrgð og forræði á skipulagsgerð liggja hjá sveitarfélögunum.Samráð við marga Dæmi um almannahagsmuni sem landsskipulagsáætlun getur náð yfir eru samgöngukerfi, orkuöflunar- og dreifikerfi, náttúruvernd, útivist og önnur landnotkun á svæðum sem varða þjóðarhagsmuni. Þannig yrði landsskipulagsáætlun fyrir miðhálendið, svo dæmi sé tekið, stefnumörkun ríkisvaldsins um uppbyggingu á því svæði á sviði orkunýtingar, vegaframkvæmda og náttúruverndar. Jafnframt yrði í slíkri landsskipulagsáætlun sett fram heildstæð áætlun um verndun svæða á miðhálendi Íslands sem samkomulag væru um að ekki ætti að nýta til framkvæmda en sem mætti hins vegar nýta til verndar og útivistar. Landsskipulagsáætlun getur náð til landsins alls, einstakra landshluta og efnahagslögsögunnar. Gert er ráð fyrir að landskipulagsáætlun verði unnin í mjög víðtæku og nánu samráði við sveitarfélög, hlutaðeigandi stofnanir og ráðuneyti. Jafnframt yrði hún kynnt almenningi opinberlega þannig að sem flestir geti tjáð sig um efni áætlunarinnar.Stefnumörkun á miðhálendi Lagt er til í frumvarpinu að landsskipulagsáætlun verði lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að fyrsta landsskipulagsáætlunin verði lögð fram á Alþingi árið 2010 og fjalli um stefnumörkun á miðhálendinu. Gerð skipulags verður stöðugt mikilvægari þáttur umhverfisverndar. Verði frumvarp til skipulagslaga samþykkt á Alþingi fá stjórnvöld mikilvægt verkfæri í hendur til að vinna á markvissan hátt að umhverfisvernd hér á landi.Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið mælti ég fyrir frumvarpi til skipulagslaga á Alþingi. Í frumvarpinu er að finna ýmis nýmæli, og verði það að lögum mun það styrkja skipulagsgerð í landinu og efla þátttöku almennings í henni. Í því er einnig viðurkennd þörfin á því að ríkisvaldið leggi til heildstæða sýn í skipulagsmálum með svokallaðri landsskipulagsáætlun. Leiðarljós í skipulagsvinnu Ég er þeirrar skoðunar að ríkisvaldið eigi að leggja fram stefnumótun í skipulagsmálum á landsvísu. Slík stefnumótun tæki til þeirrar landnýtingar sem ekki varðar eingöngu hagsmuni einstakra sveitarfélaga, heldur hagsmuni þjóðarinnar allrar. Hún yrði leiðarljós í skipulagsvinnu sveitarstjórna og myndi einnig gegna mikilvægu hlutverki við samræmingu hinna ýmsu áætlana sem samþykktar eru á Alþingi, svo sem samgönguáætlunar, náttúruverndaráætlunar, byggðaáætlunar, rammaáætlunar um verndun og nýtingu landssvæða o.s.frv. Mikilvægt er að þó að ítreka að áfram mun höfuðábyrgð og forræði á skipulagsgerð liggja hjá sveitarfélögunum.Samráð við marga Dæmi um almannahagsmuni sem landsskipulagsáætlun getur náð yfir eru samgöngukerfi, orkuöflunar- og dreifikerfi, náttúruvernd, útivist og önnur landnotkun á svæðum sem varða þjóðarhagsmuni. Þannig yrði landsskipulagsáætlun fyrir miðhálendið, svo dæmi sé tekið, stefnumörkun ríkisvaldsins um uppbyggingu á því svæði á sviði orkunýtingar, vegaframkvæmda og náttúruverndar. Jafnframt yrði í slíkri landsskipulagsáætlun sett fram heildstæð áætlun um verndun svæða á miðhálendi Íslands sem samkomulag væru um að ekki ætti að nýta til framkvæmda en sem mætti hins vegar nýta til verndar og útivistar. Landsskipulagsáætlun getur náð til landsins alls, einstakra landshluta og efnahagslögsögunnar. Gert er ráð fyrir að landskipulagsáætlun verði unnin í mjög víðtæku og nánu samráði við sveitarfélög, hlutaðeigandi stofnanir og ráðuneyti. Jafnframt yrði hún kynnt almenningi opinberlega þannig að sem flestir geti tjáð sig um efni áætlunarinnar.Stefnumörkun á miðhálendi Lagt er til í frumvarpinu að landsskipulagsáætlun verði lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að fyrsta landsskipulagsáætlunin verði lögð fram á Alþingi árið 2010 og fjalli um stefnumörkun á miðhálendinu. Gerð skipulags verður stöðugt mikilvægari þáttur umhverfisverndar. Verði frumvarp til skipulagslaga samþykkt á Alþingi fá stjórnvöld mikilvægt verkfæri í hendur til að vinna á markvissan hátt að umhverfisvernd hér á landi.Höfundur er umhverfisráðherra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar