Handtekinn eftir heimkomu Guðjón Helgason skrifar 5. desember 2007 12:26 Breska lögreglan handtók í gærkvöldi John Darwin, Bretann sem talinn var af fyrir fimm árum en birtist óvænt aftur um síðustu helgi. Breskt blað birti í morgun ljósmynd sem sýnir hann með eiginkonu sinni í Panama í fyrrasumar. Kennarinn og fangavörðurinn John Darwin hvarf árið 2002. Hann var talinn af þegar brak úr kanó sem hann átti fannst við ströndina nærri Hartlepool þar sem hann bjó með konu sinni Anne og tveimur börnum. Líkið fannst ekki. Hann var úrskurðaður látinn og Anne fékk líftryggingu hans greidda. Lögregla hætti þó aldrei að rannsaka hvarf hans. Það var svo um síðustu helgi sem Darwin gaf sig fram á lögreglustöð í Lundúnum - sagðist ekkert muna frá árinu 2000. Nokkrum vikum áður seldi Anne tvö hús sem þau hjónin áttu og flutti til Panama. Stuttu áður hafði lögreglu borist ábending um að Darwin tengdist Panama með einhverjum hætti. Í viðtali við Daily Mail í morgun segir Anne að endurkoma Johns hafi komið henni jafn mikið á óvart og öllum öðrum. Hún ætli heim að hitta hann en fyrst þurfi hún að taka við húsgögnum frá Bretlandi og ganga frá vegabréfsáritunum sínum. Breska dagblaðið Daily Mirror birti hins vegar mynd sem bendir til að Anne Darwin fari með rangt mál. Hún er sögð sýna hjónin saman í Panama í júlí í fyrra með framkvæmdastjóra fyrirtækis í Panamaborg sem hjálpar fólki við að setjast þar að. Blaðið hefur eftir honum að þau hafi leigt herbergi af fyrirtækinu, myndin tekin við það tækifæri og birt á vefsíðu fyrirtækisins. Þau hafi sagt honum að þau ætluðu að hefja nýtt líf í Panama. Hann segir þau ekki hafa verið mótfallin myndatöku og hafi vitað að myndin yrði sett á netið. Breska lögreglan handtók Darwin í gærkvöldi - grunaðan um svik. Á blaðamannafundi lögreglu í morgun var óskað eftir upplýsingum frá fólki sem vissi hvar John Darwin hefði alið manninn síðustu ár. Þær upplýsingar gætu komið hvaðanæva úr heiminum. Erlent Fréttir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Breska lögreglan handtók í gærkvöldi John Darwin, Bretann sem talinn var af fyrir fimm árum en birtist óvænt aftur um síðustu helgi. Breskt blað birti í morgun ljósmynd sem sýnir hann með eiginkonu sinni í Panama í fyrrasumar. Kennarinn og fangavörðurinn John Darwin hvarf árið 2002. Hann var talinn af þegar brak úr kanó sem hann átti fannst við ströndina nærri Hartlepool þar sem hann bjó með konu sinni Anne og tveimur börnum. Líkið fannst ekki. Hann var úrskurðaður látinn og Anne fékk líftryggingu hans greidda. Lögregla hætti þó aldrei að rannsaka hvarf hans. Það var svo um síðustu helgi sem Darwin gaf sig fram á lögreglustöð í Lundúnum - sagðist ekkert muna frá árinu 2000. Nokkrum vikum áður seldi Anne tvö hús sem þau hjónin áttu og flutti til Panama. Stuttu áður hafði lögreglu borist ábending um að Darwin tengdist Panama með einhverjum hætti. Í viðtali við Daily Mail í morgun segir Anne að endurkoma Johns hafi komið henni jafn mikið á óvart og öllum öðrum. Hún ætli heim að hitta hann en fyrst þurfi hún að taka við húsgögnum frá Bretlandi og ganga frá vegabréfsáritunum sínum. Breska dagblaðið Daily Mirror birti hins vegar mynd sem bendir til að Anne Darwin fari með rangt mál. Hún er sögð sýna hjónin saman í Panama í júlí í fyrra með framkvæmdastjóra fyrirtækis í Panamaborg sem hjálpar fólki við að setjast þar að. Blaðið hefur eftir honum að þau hafi leigt herbergi af fyrirtækinu, myndin tekin við það tækifæri og birt á vefsíðu fyrirtækisins. Þau hafi sagt honum að þau ætluðu að hefja nýtt líf í Panama. Hann segir þau ekki hafa verið mótfallin myndatöku og hafi vitað að myndin yrði sett á netið. Breska lögreglan handtók Darwin í gærkvöldi - grunaðan um svik. Á blaðamannafundi lögreglu í morgun var óskað eftir upplýsingum frá fólki sem vissi hvar John Darwin hefði alið manninn síðustu ár. Þær upplýsingar gætu komið hvaðanæva úr heiminum.
Erlent Fréttir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira