Enski boltinn

Ten Cate: Eintómur þvættingur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henk Ten Cate, aðstoðarknattspyrnustjóri Chelsea.
Henk Ten Cate, aðstoðarknattspyrnustjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Henk Ten Cate, aðstoðarknattspyrnustjóri Chelsea, segir ekkert hæft í þeim fregnum að Chelsea sé að undirbúa risatilboð í Ronaldinho, leikmann Barcelona.

Sagt hefur verið frá því að tilboð Chelsea muni hljóma upp á allt að fimm milljörðum króna en Ten Cate gefur lítið fyrir þær sögusagnir.

„Eitt dagblað sagði að ég hefði rætt við Ronaldinho um að fá hann til Chelsea og er það ekkert nema lygin eintóm," sagði Ten Cate sem var eitt sinn aðstoðarmaður Frank Rijkaard hjá Barcelona.

„Eini tilgangurinn með þessum fregnum virðist vera að skaða ímynd Ronaldinho og skil ég ekki hvað þeim gengur til. Ronaldinho hefur gert gríðarlega mikið gott fyrir félagið og er engu líkara að allir hafi einfaldlega gleymt því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×