Valur tyllti sér aftur á topp N1-deildar kvenna með fimmtán marka sigri á FH í kvöld, 35-20.
Valsmenn hafa unnið alla fimm leiki sína til þessa og eru því með tíu stig á toppi deildarinnar. FH er með tvö stig eftir sex leiki og situr í áttunda sæti.
Þrír leikir fara fram á morgun en með sigri á Gróttu kemst Fram á topp deildarinnar en liðið hefur þá leikið einum leik fleiri en Valur.
Leikir morgundagsins:
HK-Stjarnan kl. 14.00
Grótta-Fram kl. 16.00
Fylkir-Haukar kl. 16.15