Deilt um hvort Kastró sé allur eða ekki Guðjón Helgason skrifar 25. ágúst 2007 19:00 Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn. Þetta fullyrti sænskt héraðsfréttablað í gær og sagði haft eftir öruggum heimildum. Ekki hefur þetta fengist staðfest en orðrómur um andlát leiðtogans kraumar meðal Kúbverja í Bandaríkjunum. Héraðsfréttablaðið Norra Skåne sagði frá því í gær að Kastró væri allur og hafði eftir heimildarmönnum sínum að formlega yrði tilkynnt um þetta á miðnætti í gærkvöldi. Engar fréttir hafa borist af andlátini Kastrós í dag. Fréttaristjóri Norra Skåne sagði í samtali við sænska blaðið Expressen að heimildirnar hefðu verið afar áreiðanlegar og því hefði verið rangt að birta þetta ekki. Forsetinn varð 81 árs 13. ágúst síðastliðinn. Hann hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann gekkst undir þarmaaðgerð í fyrra. Þá fól hann Raúl bróður sínum valdataumana. Síðan hafa verið birtar ýmsar myndir af byltingaleiðtoganum aldna á sjúkrabeðinu, en engar nýjar frá því í byrjun júní þegar hann veitti viðtal í sjónvarpi. Hann tók ekki þátt í hátíðarhöldum vegna byltingarafmælisins í lok júlí. Fyrir þeim fór Raúl. Orðrómur um andlát Kastrós hefur verið þrálátur meðal brottfluttra Kúbverja í Bandaríkjunum í heilt ár en samkvæmt bandríska blaðinu Washington Post er hann þrálátari nú en áður. Þeir fengu byr undir báða vængi þegar mikilsmettir landflótta Kúbverjar funduðu á Miami í gær til að ræða hvað gera skyldi við andlát forsetans. Felipe Perez Roque, utanríkisráðherra Kúbu, segir ekkert hæft í andlátsfréttum. Fídel sé í fínu formi og fylgi læknisráði svo hann nái fullri heilsu. En þrátt fyrir það lifir sagan góðu lífi og þá þarf Kastró gamli bara að koma fram opinberlega til að kveða orðróminn um andlát sitt niður sé hann ekki á rökum reistur. Erlent Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn. Þetta fullyrti sænskt héraðsfréttablað í gær og sagði haft eftir öruggum heimildum. Ekki hefur þetta fengist staðfest en orðrómur um andlát leiðtogans kraumar meðal Kúbverja í Bandaríkjunum. Héraðsfréttablaðið Norra Skåne sagði frá því í gær að Kastró væri allur og hafði eftir heimildarmönnum sínum að formlega yrði tilkynnt um þetta á miðnætti í gærkvöldi. Engar fréttir hafa borist af andlátini Kastrós í dag. Fréttaristjóri Norra Skåne sagði í samtali við sænska blaðið Expressen að heimildirnar hefðu verið afar áreiðanlegar og því hefði verið rangt að birta þetta ekki. Forsetinn varð 81 árs 13. ágúst síðastliðinn. Hann hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann gekkst undir þarmaaðgerð í fyrra. Þá fól hann Raúl bróður sínum valdataumana. Síðan hafa verið birtar ýmsar myndir af byltingaleiðtoganum aldna á sjúkrabeðinu, en engar nýjar frá því í byrjun júní þegar hann veitti viðtal í sjónvarpi. Hann tók ekki þátt í hátíðarhöldum vegna byltingarafmælisins í lok júlí. Fyrir þeim fór Raúl. Orðrómur um andlát Kastrós hefur verið þrálátur meðal brottfluttra Kúbverja í Bandaríkjunum í heilt ár en samkvæmt bandríska blaðinu Washington Post er hann þrálátari nú en áður. Þeir fengu byr undir báða vængi þegar mikilsmettir landflótta Kúbverjar funduðu á Miami í gær til að ræða hvað gera skyldi við andlát forsetans. Felipe Perez Roque, utanríkisráðherra Kúbu, segir ekkert hæft í andlátsfréttum. Fídel sé í fínu formi og fylgi læknisráði svo hann nái fullri heilsu. En þrátt fyrir það lifir sagan góðu lífi og þá þarf Kastró gamli bara að koma fram opinberlega til að kveða orðróminn um andlát sitt niður sé hann ekki á rökum reistur.
Erlent Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira