Viðskipti innlent

Spá hækkun vísitölu neysluverðs

Greiningardeild Kaupþings spáir að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent á milli mánaða, en Hagstofan birtir nýja vísitölu í dag. Gangi þetta eftir mælist verðbólga á 12 mánaða tímabili 4,1 prósent, samanborið við 4,7 prósent í síðasta mánuði.

Svonefnd tólf mánaða verðbólga heldur því áfram að lækka hratt. Þrátt fyrir það segir greiningardeildin að mikill verðbólguþrýstingur sé enn í hagkerfinu, þensla sé á vinnumarkaði, hækkanir á húsnæðismarkaði og væntingar neytenda í hæstu hæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×