Viðskipti innlent

Eyjamenn framlengja tilboðsfrest í Vinnslustöðina

Úr Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.
Úr Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Mynd/Hari

Eyjamenn ehf., sem framkvæmdastjórinn Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson og ráðandi hluthafar úr Eyjum fara fyrir, hafa ákveðið að framlengja tilboð sitt í Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum í kjölfar samkeppnistilboðs í félagið. Tilboðið var lagt fram 9. maí síðastliðinn og hljóðaði upp á 4,60 krónur á hlut. Með framlengingunni er þeim sem ákváðu að taka tilboðinu gert kleift að endurmeta samþykki sitt.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að hluthafar í Vinnslustöðinni geti ákveðið að selja Stillu ehf., félags í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjáns­sonar frá Rifi á Snæfellsnesi, hlutina á 8,50 krónur á hlut, samþykkt tilboð Eyjamanna upp á 4,60 krónur á hlut, eða ákveðið að eiga bréfin áfram. Er bent á að hluthöfum sé ekki skylt að selja hlutabréf sín í félaginu.

Þá segir að verði tilboði Stillu gert opinbert á gildistíma yfirtökutilboðs Eyjamanna ehf., að er fyrir klukkan 16 11. júní næstkomandi, verði gildistími yfirtökutilboðs Eyjamanna ehf. framlengdur til samræmis við gildistíma samkeppnistilboðsins.

Tilkynning til Kauphallarinnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×