Ekkert kvennalið hjá ÍBV næsta vetur

Handknattleiksráð ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem fram kemur að félagið muni ekki senda kvennalið til keppni á Íslandsmótinu á næsta tímabili. Í yfirlýsingunni kemur fram að félagið hafi skoðað alla möguleika á að senda lið til keppni en staðreyndin sé sú að enginn leikmaður á meistaraflokksaldri verði staddur í Eyjum næsta vetur.