Viðskipti innlent

Rætt um sameiningu Byrs og SpK

Sparisjóður Kópavogs.
Sparisjóður Kópavogs.

Hafnar eru viðræður um sameiningu Byrs og Sparisjóðs Kópavogs (SpK)en búið er að veita stjórnarformönnum beggja sparisjóða heimild til þess. Ætlun er að hraða vinnu eins og kostur er en engin tímamörk hafa verið sett um sameiningu sparisjóðanna.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að það sé mat stjórna fyrirtækjanna að með sameiningu yrði til betra og öflugra fjármálafyrirtæki sem komi viðskiptavinum, starfsfólki og stofnfjáreigendum til góða.

Sameiginlegur sjóður BYR og SpK yrði með 130 milljarða króna efnahag og því vel í stakk búinn til að takast á við krefjandi verkefni, að því seir í tilkynningunni.

BYR rekur 6 útibú í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði og SPK er með 3 útibú

í Kópavogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×