Þrír unglingspiltar sýknaðir af ákæru um nauðgun 15. maí 2007 13:23 MYND/Ingólfur Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þrjá unglingspilta, fædda á árunum 1988 og 1989, af ákæru um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í húsi í Reykjavík í febrúar í fyrra. Fram kemur í dómnum að fólkið hafi allt verið í íbúðinni umrætt kvöld og að piltarnir þrír höfðu samræði við stúlkuna. Hún leitaði í kjölfarið á neyðarmótttöku slysadeildar vegna kynferðisbrota. Ákæruvaldið byggði á því að piltarnir þrír hefðu neytt aðstöðu- og aflsmunar til að þröngva stúlkunni til samræðis. Drengirnir héldu því hins vegar fram að samfarirnar hefðu farið fram með samþykki stúlkunnar. Alls voru fjórar skýrslur teknar af stúlkunni vegna málsins og segir í dómi að hún hafi verið reikul og í raun margsaga um veigamikil sönnunaratriði í málinu. Segir enn fremur að án þess að dómurinn vilji halda því fram að ákærðu séu hlutlægt trúverðugir í frásögn sinni eða að stúlkan hafi á einhverjum tímapunkti sagt vísvitandi ósatt frá sé einsætt að reikull vitnisburður hennar, sem erfitt sé að henda reiður á, sé haldlítill gegn neitun ákærðu og nánast samhljóða frásögn þeirra um málsatvik. Þótti dómnum því slíkur vafi leika á sök mannanna að það þeir voru sýknaðir. Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þrjá unglingspilta, fædda á árunum 1988 og 1989, af ákæru um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í húsi í Reykjavík í febrúar í fyrra. Fram kemur í dómnum að fólkið hafi allt verið í íbúðinni umrætt kvöld og að piltarnir þrír höfðu samræði við stúlkuna. Hún leitaði í kjölfarið á neyðarmótttöku slysadeildar vegna kynferðisbrota. Ákæruvaldið byggði á því að piltarnir þrír hefðu neytt aðstöðu- og aflsmunar til að þröngva stúlkunni til samræðis. Drengirnir héldu því hins vegar fram að samfarirnar hefðu farið fram með samþykki stúlkunnar. Alls voru fjórar skýrslur teknar af stúlkunni vegna málsins og segir í dómi að hún hafi verið reikul og í raun margsaga um veigamikil sönnunaratriði í málinu. Segir enn fremur að án þess að dómurinn vilji halda því fram að ákærðu séu hlutlægt trúverðugir í frásögn sinni eða að stúlkan hafi á einhverjum tímapunkti sagt vísvitandi ósatt frá sé einsætt að reikull vitnisburður hennar, sem erfitt sé að henda reiður á, sé haldlítill gegn neitun ákærðu og nánast samhljóða frásögn þeirra um málsatvik. Þótti dómnum því slíkur vafi leika á sök mannanna að það þeir voru sýknaðir.
Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent