Stjórnarandstaðan vill öll draga úr stóriðju 30. apríl 2007 19:06 Stjórnarandstöðuflokkarnir eru allir sammála um stóriðjuhlé, að minnsta kosti á suðvesturhorninu, til að draga úr þenslu en hvorugur stjórnarflokkanna er tilbúinn að forgangsraða stórframkvæmdum á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í svörum flokkanna við spurningum fréttastofu um peningapólitík. Við höfum farið vítt yfir í skoðunarferð okkar um stefnumál flokkanna. Sex flokkar bjóða fram á landsvísu og nú óskuðum við eftir skýrum svörum frá þeim um peningapólitík. Fyrsta spurningin er: Hvað á að gera til að koma á efnahagslegum stöðugleika? Sjálfstæðisflokkurinn gerir athugasemd við að spurningin feli í sér fullyrðingu. En það er ekki vika síðan Seðlabanki landsmanna sagði brýnasta viðfangsefni hagstjórnarinnar að endurheimta stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Skuldir heimilanna hafa vaxið hratt og verðbólgan er fjarri markmiði Seðlabankans. Verstu hagstjórnarmistökin, segir Sjálfstæðisflokkurinn, væru að hér kæmi vinstri stjórn. Annars bendir flokkurinn á mikinn hagvöxt, 75% kaupmáttaraukningu á 13 árum og hverfandi atvinnuleysi og svarar því ekki spurningunni. Fresta stóriðjuframkvæmdum, bæta vinnubrögð við fjárlagagerð og eftirlit með framkvæmd þeirra, segir Samfylkingin sem vill auk þess nýja þjóðarsátt með aðilum vinnumarkaðarins um efnahags-, kjara-, og félagsmál. Vinstri grænir svara ekki en vísa til þingmáls flokksins um aðgerðir til að endurheimta stöðugleika á alþingisvefnum. Framsóknarflokkurinn vill ekki harkalegar skyndiaðgerðir og segja að grunnur hafi verið lagður með lækkun virðisaukaskatts og telja að mikil umsvif í byggingariðnaði geti ekki haldið áfram endalaust. Frjálslyndir vilja hægja á framkvæmdum á Suðvesturhorninu og afnema verðtrygginguna. Og Íslandshreyfingin vill gera hlé á stóriðjuframkvæmdum og auka aðhald í ríkisfjármálum. Stýrivextir á Íslandi eru 14,25 prósent. Margfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum, þar sem þeir eru hæstir í Noregi, ein fjögur prósent. Talið er að heimilin skuldi um 70 milljarða í yfirdráttarlán og fyrirtæki 110 milljarða. Stýrivextir hafa bein áhrif á yfirdráttarvexti og þjóðin greiðir því ekki lítið fyrir þessa háu stýrivexti. Því spyrjum við: Er ásættanlegt fyrir fólk og fyrirtæki að stýrivextir séu 14,25%? Ef ekki, hvað er til úrbóta? Sjálfstæðisflokkurinn býst við að þeir lækki þegar um hægist í hagkerfinu. Samfylking segir nei og vill draga úr þenslu. Vinstri grænir segja nei og vísa í sama þingmál á alþingisvefnum. Framsókn segir ekki til lengdar en telur skyndiupphlaup ekki lausnina. Frjálslyndir segja ekki til lengdar en hafa enga lausn. Íslandshreyfingin segir nei og vill kæla hagkerfið til dæmis með því að gera hlé á stóriðjuframkvæmdum. OG að lokum báðum við flokkana að forgangsraða framkvæmdum. Í bígerð er nýtt háskólasjúkrahús, tónlistarhús, Sundabraut, tvöföldun Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar, áframhaldandi virkjanaframkvæmdir fyrir stóriðju á Húsavík og í Helguvík. Við spurðum þolir efnahagslífið allar þessar framkvæmdir á næsta kjörtímabili? Ef ekki, hvernig á að forgangsraða? Sjálfstæðisflokkurinn svarar ekki spurningunni beint. Samfylking segir NEI og vill fresta stóriðjuframkvæmdum og fara í stórátak í samgöngumálum. Vinstri grænir segja álframkvæmdir eiga að bíða. Framsókn svarar ekki spurningunni beint. Frjálslyndir vilja fresta háskólasjúkrahúsi, hægja á stóriðju- og virkjanaframkvæmdum á Suðvesturhorninu og setja samgöngubætur í forgang. Og Íslandshreyfingin vill hlé á stóriðju, byggja háskólasjúkrahús hægt og setja samgöngubætur í forgang. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir eru allir sammála um stóriðjuhlé, að minnsta kosti á suðvesturhorninu, til að draga úr þenslu en hvorugur stjórnarflokkanna er tilbúinn að forgangsraða stórframkvæmdum á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í svörum flokkanna við spurningum fréttastofu um peningapólitík. Við höfum farið vítt yfir í skoðunarferð okkar um stefnumál flokkanna. Sex flokkar bjóða fram á landsvísu og nú óskuðum við eftir skýrum svörum frá þeim um peningapólitík. Fyrsta spurningin er: Hvað á að gera til að koma á efnahagslegum stöðugleika? Sjálfstæðisflokkurinn gerir athugasemd við að spurningin feli í sér fullyrðingu. En það er ekki vika síðan Seðlabanki landsmanna sagði brýnasta viðfangsefni hagstjórnarinnar að endurheimta stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Skuldir heimilanna hafa vaxið hratt og verðbólgan er fjarri markmiði Seðlabankans. Verstu hagstjórnarmistökin, segir Sjálfstæðisflokkurinn, væru að hér kæmi vinstri stjórn. Annars bendir flokkurinn á mikinn hagvöxt, 75% kaupmáttaraukningu á 13 árum og hverfandi atvinnuleysi og svarar því ekki spurningunni. Fresta stóriðjuframkvæmdum, bæta vinnubrögð við fjárlagagerð og eftirlit með framkvæmd þeirra, segir Samfylkingin sem vill auk þess nýja þjóðarsátt með aðilum vinnumarkaðarins um efnahags-, kjara-, og félagsmál. Vinstri grænir svara ekki en vísa til þingmáls flokksins um aðgerðir til að endurheimta stöðugleika á alþingisvefnum. Framsóknarflokkurinn vill ekki harkalegar skyndiaðgerðir og segja að grunnur hafi verið lagður með lækkun virðisaukaskatts og telja að mikil umsvif í byggingariðnaði geti ekki haldið áfram endalaust. Frjálslyndir vilja hægja á framkvæmdum á Suðvesturhorninu og afnema verðtrygginguna. Og Íslandshreyfingin vill gera hlé á stóriðjuframkvæmdum og auka aðhald í ríkisfjármálum. Stýrivextir á Íslandi eru 14,25 prósent. Margfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum, þar sem þeir eru hæstir í Noregi, ein fjögur prósent. Talið er að heimilin skuldi um 70 milljarða í yfirdráttarlán og fyrirtæki 110 milljarða. Stýrivextir hafa bein áhrif á yfirdráttarvexti og þjóðin greiðir því ekki lítið fyrir þessa háu stýrivexti. Því spyrjum við: Er ásættanlegt fyrir fólk og fyrirtæki að stýrivextir séu 14,25%? Ef ekki, hvað er til úrbóta? Sjálfstæðisflokkurinn býst við að þeir lækki þegar um hægist í hagkerfinu. Samfylking segir nei og vill draga úr þenslu. Vinstri grænir segja nei og vísa í sama þingmál á alþingisvefnum. Framsókn segir ekki til lengdar en telur skyndiupphlaup ekki lausnina. Frjálslyndir segja ekki til lengdar en hafa enga lausn. Íslandshreyfingin segir nei og vill kæla hagkerfið til dæmis með því að gera hlé á stóriðjuframkvæmdum. OG að lokum báðum við flokkana að forgangsraða framkvæmdum. Í bígerð er nýtt háskólasjúkrahús, tónlistarhús, Sundabraut, tvöföldun Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar, áframhaldandi virkjanaframkvæmdir fyrir stóriðju á Húsavík og í Helguvík. Við spurðum þolir efnahagslífið allar þessar framkvæmdir á næsta kjörtímabili? Ef ekki, hvernig á að forgangsraða? Sjálfstæðisflokkurinn svarar ekki spurningunni beint. Samfylking segir NEI og vill fresta stóriðjuframkvæmdum og fara í stórátak í samgöngumálum. Vinstri grænir segja álframkvæmdir eiga að bíða. Framsókn svarar ekki spurningunni beint. Frjálslyndir vilja fresta háskólasjúkrahúsi, hægja á stóriðju- og virkjanaframkvæmdum á Suðvesturhorninu og setja samgöngubætur í forgang. Og Íslandshreyfingin vill hlé á stóriðju, byggja háskólasjúkrahús hægt og setja samgöngubætur í forgang.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira