Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Elín Margrét Böðvarsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 11. október 2025 20:04 Arild Tjomsland er sérfræðingur og ráðgjafi við Háskólann í Suðaustur-Noregi. Vísir/Stefán Kínverskir fjölskyldubílar á götum norrænna höfuðborga geta verið ógn við þjóðaröryggi. Þetta segir norskur sérfræðingur sem komst að því að kínverskur bíll, sem er vinsæll í Noregi, sendir gögn til Kína í sífellu, óháð því hvort hann sé í gangi eða ekki. Um sé að ræða eins konar gagnaver á hjólum og tilefni sé til að varast að erlend ríki nýti tæknina til njósna. Arild Tjomsland og nokkrir félagar hans hafa að undanförnu varið tíma sínum í nokkuð umfangsmikið gæluverkefni sem vakið hefur verðskuldaða athygli. „Við höfum verið að rannsaka fjölskyldubíl, sportjeppa frá Kína sömu gerðar og leigubílafyrirtæki í Ósló nota nú. Hann er líka notaður við tilraunir með sjálfkeyrandi ökutæki í Ósló. Við höfum safnað öllum gögnum sem fara inn og út úr bíl þessarar gerðar undanfarin 2-3 ár,“ segir Arild. Framleiðendur ekki hreinskilnir með áfangastað gagnanna Verkefnið fékk nafnið Ljónabúrið, eða Lion Cage Project, þar sem rannsóknin fór fram í námuhelli sem þeir fengu aðgang að til að rannsaka bílinn. „Gögn berast stöðugt frá bílnum. Þótt slökkt sé á bílnum fara margir gagnapakkar frá honum. Við höfum einnig komist að því að þessir gagnapakkar fara til Kína. Þótt framleiðandi segi að gögnin séu geymd í Frankfurt eða í Þýskalandi eða á öðrum stöðum fara gögnin í raun til Kína,“ segir hann. Tilefni til áhyggna Gögn um bílinn sem slíkan, staðsetningu hans og eiganda, eru til dæmis eitt sett af gögnum. Þá er bíllinn búinn sjö myndavélum, fimm að utan og tveimur að innan, sem mynda umhverfi bílsins í sífellu og sendir myndefni til Kína. „Til dæmis ef hann ekur fram hjá manneskju væri þá líklega hægt að þekkja andlitið. Það þýðir að þessi manneskja var á þessum stað á þessum tíma og þær upplýsingar mætti senda til Kína og yrðu þá hluti af því mikla gagnahafi sem þeir safna. Gögnin sem safnað er gætu kínversk stjórnvöld notað til að skilja hvernig vestræni heimurinn virkaði. Til dæmis til að spá fyrir um og læra af því hvernig umferðin gengur fyrir sig í vestrænum borgum,“ segir Arild. Er ástæða til að hafa áhyggjur? „Ég tel að samfélagi okkar sé hætta búin af þessum sökum,“ segir Arild Tjomsland. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð. Áður sagði að kínverskir bílar væru notaðir til njósna en rétt er að þeir eru búnir tækni sem gæti notfærst við njósnir. Kína Bílar Vistvænir bílar Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Arild Tjomsland og nokkrir félagar hans hafa að undanförnu varið tíma sínum í nokkuð umfangsmikið gæluverkefni sem vakið hefur verðskuldaða athygli. „Við höfum verið að rannsaka fjölskyldubíl, sportjeppa frá Kína sömu gerðar og leigubílafyrirtæki í Ósló nota nú. Hann er líka notaður við tilraunir með sjálfkeyrandi ökutæki í Ósló. Við höfum safnað öllum gögnum sem fara inn og út úr bíl þessarar gerðar undanfarin 2-3 ár,“ segir Arild. Framleiðendur ekki hreinskilnir með áfangastað gagnanna Verkefnið fékk nafnið Ljónabúrið, eða Lion Cage Project, þar sem rannsóknin fór fram í námuhelli sem þeir fengu aðgang að til að rannsaka bílinn. „Gögn berast stöðugt frá bílnum. Þótt slökkt sé á bílnum fara margir gagnapakkar frá honum. Við höfum einnig komist að því að þessir gagnapakkar fara til Kína. Þótt framleiðandi segi að gögnin séu geymd í Frankfurt eða í Þýskalandi eða á öðrum stöðum fara gögnin í raun til Kína,“ segir hann. Tilefni til áhyggna Gögn um bílinn sem slíkan, staðsetningu hans og eiganda, eru til dæmis eitt sett af gögnum. Þá er bíllinn búinn sjö myndavélum, fimm að utan og tveimur að innan, sem mynda umhverfi bílsins í sífellu og sendir myndefni til Kína. „Til dæmis ef hann ekur fram hjá manneskju væri þá líklega hægt að þekkja andlitið. Það þýðir að þessi manneskja var á þessum stað á þessum tíma og þær upplýsingar mætti senda til Kína og yrðu þá hluti af því mikla gagnahafi sem þeir safna. Gögnin sem safnað er gætu kínversk stjórnvöld notað til að skilja hvernig vestræni heimurinn virkaði. Til dæmis til að spá fyrir um og læra af því hvernig umferðin gengur fyrir sig í vestrænum borgum,“ segir Arild. Er ástæða til að hafa áhyggjur? „Ég tel að samfélagi okkar sé hætta búin af þessum sökum,“ segir Arild Tjomsland. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð. Áður sagði að kínverskir bílar væru notaðir til njósna en rétt er að þeir eru búnir tækni sem gæti notfærst við njósnir.
Kína Bílar Vistvænir bílar Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira