Viðskipti innlent

Fons kaupir Securitas

Óstofnað félag í eigu Fons eignarhaldsfélags hf. hefur keypt öryggisfyrirtækið Securitas hf. af Teymi hf. á 3.8 milljarða króna. Áætlaður söluhagnaður Teymis er um 500 milljónir króna. Landsbankinn yfirtekur 2,7 milljarða lán fyrri eigenda til Hands Holding, en það kom í hlut Teymis við skiptingu Dagsbrúnar þegar Teymi var stofnað í nóvember 2006.

Við söluna munu vaxtaberandi skuldir Teymis lækka um 5,4 milljarða króna miðað við síðustu áramót, úr rúmum 27 milljörðum í tæpa 22 milljarða. Þá mun veltufjárhlutfall Teymis hækka úr 0,51 í 1,19 miðað við síðustu áramót.

Stefna Teymis frá stofnun þess í nóvember 2006 hefur verið að draga úr skuldsetningu og vaxtabyrði félagsins. Árni Pétur Jónsson forstjóri Teymis telur söluna á Securitas miða frekar að því markmiði og styrkja stöðu Teymis verulega.

Hann segir veltuaukningu Securitas á síðasta ársfjórðungi hafa verið 60 prósent og EBITDA hagnaðurinn hafi rúmlega tvöfaldaðist miðað við sama tímabil árið 2005.

Með sölunni er verið að auka áherslu á meginstoðir Teymis; fjarskipti og upplýsingatækni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×