Viðskipti innlent

Hagnaður SPRON níu milljarðar

Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri.
Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri. MYND/Valgarður Gíslason

SPRON hagnaðist um níu milljarða króna á síðast ári. Hagnaðurinn er sá langmesti frá upphafi og tvöfaldaðist frá árinu 2005. Rekstur síðasta árs var árangursríkur og góð afkoma einkenndi alla starfsemi fyrirtækisins. Arðsemi eiginfjár var tæplega 60 prósent og er langt yfir 15 prósent arðsemismarkmiði sparisjóðsins.

Eigið fé jókst um 167 prósent og er nú 34,8 milljarðar króna. Heildareignir hafa vaxið um 61 prósent frá árslokum 2005 og námu 184,5 milljörðum um síðustu áramót.

Á vef Kauphallarinnar segir Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri að stofnfjáreigendur hafi greitt mikið af nýju stofnfé til sparisjóðsins og því hafi eigið fé vaxið verulega.

Á síðasta ári hóf SPRON verðbréf formlega starfsemi og var vel tekið af viðskiptavinum ásamt verðbréfasjóðum. Þá segir að í mælingu á íslensku ánægjuvoginni 2006 komi fram að viðskiptavinir SPRON séu ánægðustu viðskiptavinir fjármálafyrirtækja á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×