Boldsen undir smásjá spænskra stórliða 29. janúar 2007 17:30 Joachim Boldsen gengur undir gælunafninu "traktorinn" í heimalandi sínu. Boldsen er algjör jaxl en þykir ótrúlega lipur handboltamaður miðað við líkamsburði. MYND/Getty Joachim Boldsen, leikstjórnandi danska handboltalandsliðsins, er undir smásjá spænskra stórliða eftir að hafa spilað eins og engill á HM í Þýskalandi. Boldsen hefur verið á mála hjá Flensburg undanfarin ár en hefur þegar ákveðið að ganga til liðs við AaB í heimalandi sínu á næsta tímabili. Það ku hins vegar vera gamall draumur leikmannsins að reyna fyrir sér á Spáni. "Þegar Boldsen spilar svona framúrskarandi vel eins og hann hefur gert á HM er ekkert skrítið að það skuli koma fyrirspurnir frá stærstu félögum heims," sagði Jan Larsen, framkvæmdastjóri AaB, við Extrabladet í Danmörku. Það kom gríðarlega á óvart þegar Boldsen ákvað að skrifa undir samning við danska liðið fyrr í vetur sem tekur gildi á næsta tímabili, því mörg lið í Þýskalandi og víðar voru á höttunum á eftir honum. Nú herma danskir fjölmiðlar hins vegar að Barcelona, San Antonio og Ciudad Real vilji öll fá Boldsen í sínar raðir. "Ég hafði eitthvað heyrt af þessu en veit sjálfur ekki neitt. Umboðsmaðurinn minn er í skíðaferð með fjölskyldunni og þess vegna gerist lítið í þessum málum," sagði Boldsen léttur á því þegar hann var spurður um málið. Boldsen hefur áður lýst því yfir að það sé gamall draumur sinn að spila á Spáni og svo gæti farið að gylliboð frá spænsku stórliði verði of gott til að hafna. Framhaldið ræðst þó alfarið á því hvort forráðamenn AaB eru reiðubúnir að sleppa einum besta leikmanni heims um þessar mundir. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira
Joachim Boldsen, leikstjórnandi danska handboltalandsliðsins, er undir smásjá spænskra stórliða eftir að hafa spilað eins og engill á HM í Þýskalandi. Boldsen hefur verið á mála hjá Flensburg undanfarin ár en hefur þegar ákveðið að ganga til liðs við AaB í heimalandi sínu á næsta tímabili. Það ku hins vegar vera gamall draumur leikmannsins að reyna fyrir sér á Spáni. "Þegar Boldsen spilar svona framúrskarandi vel eins og hann hefur gert á HM er ekkert skrítið að það skuli koma fyrirspurnir frá stærstu félögum heims," sagði Jan Larsen, framkvæmdastjóri AaB, við Extrabladet í Danmörku. Það kom gríðarlega á óvart þegar Boldsen ákvað að skrifa undir samning við danska liðið fyrr í vetur sem tekur gildi á næsta tímabili, því mörg lið í Þýskalandi og víðar voru á höttunum á eftir honum. Nú herma danskir fjölmiðlar hins vegar að Barcelona, San Antonio og Ciudad Real vilji öll fá Boldsen í sínar raðir. "Ég hafði eitthvað heyrt af þessu en veit sjálfur ekki neitt. Umboðsmaðurinn minn er í skíðaferð með fjölskyldunni og þess vegna gerist lítið í þessum málum," sagði Boldsen léttur á því þegar hann var spurður um málið. Boldsen hefur áður lýst því yfir að það sé gamall draumur sinn að spila á Spáni og svo gæti farið að gylliboð frá spænsku stórliði verði of gott til að hafna. Framhaldið ræðst þó alfarið á því hvort forráðamenn AaB eru reiðubúnir að sleppa einum besta leikmanni heims um þessar mundir.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira