Bankahólfið: Fólk fer ekki í grænmetið 5. desember 2007 00:01 Með kaupunum á Stork Food Systems er Marel komið með öfluga stöðu í þjónustu við allar tegundir kjöts í matvælaiðnaði, sama hvort það er fuglakjöt, fiskmeti eða annað kjöt. Á kynningarfundi vegna kaupanna á fyrirtækinu fyrir helgi hafði Hörður Arnarson, forstjóri Marels, orð á mikilvægi þessa. Í matvælaiðnaði geta nefnilega komið upp áföll á borð við fuglaflensu eða kúariðu sem tímabundið fælir fólk frá einni tegund kjöts. „En fólk þarf sitt prótein og almennt gerist það ekki grænmetisætur," sagði Hörður á kynningunni og vísaði til þess að áfall í einni grein matvælaiðnaðar væri þá ávísun á aukningu í annarri.HættFreyr Þórðarson, Benedikt Gíslason, Jóhann Steinar Jóhannsson, Willie Blumenstein, Styrmir Sigurjónsson, Brynjar Hreinsson, Guðmundur Þórðarson, Björgvin Ingi Ólafsson, Margit Robertet, Markús Máni Michaelsson, Ægir Birgisson, Jesper Jóhannsen og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir hafa hætt störfum hjá Straumi á Íslandi í ár. Bæði Margit og Nanna keyptu hluti í Straumi í janúar 2006 á genginu 17,4 með sölurétti sem tryggði þær fyrir tapi. Við lok markaðarins í fyrradag var gengi bréfa Straums 16,9. Seldu þær? Bíður starf hjá Milestone?Stefán Jón Friðriksson hefur sagt upp starfi sínu hjá fjármálaráðuneytinu og hyggst fara í starf hjá Norræna fjárfestingarbankanum. Forverar Stefáns hjá NIB hafa átt afturkvæmt í góðar stöður. Þannig var Guðmundur Ólason starfsmaður einkavæðingarnefndar eins og Stefán. Hann fór til NIB og endaði sem forstjóri Milestone, eins sterkasta fjárfestingarfélags á Íslandi. Þór Sigfússon var aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hann fór til NIB og er nú forstjóri Sjóvár, sem Milestone á. Benedikt Árnason var í fjármálaráðuneytinu, fór til NIB og er nú aðstoðarforstjóri Aska þar sem Milestone er stór hluthafi. Nú er bara spurning hvaða starf bíður Stefáns hjá Milestone-félögum þegar hann snýr aftur. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Með kaupunum á Stork Food Systems er Marel komið með öfluga stöðu í þjónustu við allar tegundir kjöts í matvælaiðnaði, sama hvort það er fuglakjöt, fiskmeti eða annað kjöt. Á kynningarfundi vegna kaupanna á fyrirtækinu fyrir helgi hafði Hörður Arnarson, forstjóri Marels, orð á mikilvægi þessa. Í matvælaiðnaði geta nefnilega komið upp áföll á borð við fuglaflensu eða kúariðu sem tímabundið fælir fólk frá einni tegund kjöts. „En fólk þarf sitt prótein og almennt gerist það ekki grænmetisætur," sagði Hörður á kynningunni og vísaði til þess að áfall í einni grein matvælaiðnaðar væri þá ávísun á aukningu í annarri.HættFreyr Þórðarson, Benedikt Gíslason, Jóhann Steinar Jóhannsson, Willie Blumenstein, Styrmir Sigurjónsson, Brynjar Hreinsson, Guðmundur Þórðarson, Björgvin Ingi Ólafsson, Margit Robertet, Markús Máni Michaelsson, Ægir Birgisson, Jesper Jóhannsen og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir hafa hætt störfum hjá Straumi á Íslandi í ár. Bæði Margit og Nanna keyptu hluti í Straumi í janúar 2006 á genginu 17,4 með sölurétti sem tryggði þær fyrir tapi. Við lok markaðarins í fyrradag var gengi bréfa Straums 16,9. Seldu þær? Bíður starf hjá Milestone?Stefán Jón Friðriksson hefur sagt upp starfi sínu hjá fjármálaráðuneytinu og hyggst fara í starf hjá Norræna fjárfestingarbankanum. Forverar Stefáns hjá NIB hafa átt afturkvæmt í góðar stöður. Þannig var Guðmundur Ólason starfsmaður einkavæðingarnefndar eins og Stefán. Hann fór til NIB og endaði sem forstjóri Milestone, eins sterkasta fjárfestingarfélags á Íslandi. Þór Sigfússon var aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hann fór til NIB og er nú forstjóri Sjóvár, sem Milestone á. Benedikt Árnason var í fjármálaráðuneytinu, fór til NIB og er nú aðstoðarforstjóri Aska þar sem Milestone er stór hluthafi. Nú er bara spurning hvaða starf bíður Stefáns hjá Milestone-félögum þegar hann snýr aftur.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira