Óorði komið á útrásina Dagur B. Eggertsson skrifar 6. október 2007 00:01 Það er með ólíkindum að borgarstjóra og meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það er grafalvarleg um leið og það er fyllilega verðskuldað og sorglegt. Æ fleiri spyrja sig að því hvort borgarstjóra og Framsóknarflokknum sé fyrirmunað að ráða mikilvægum úrlausnarefnum til lykta í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti og hagsmuni almennings. Fulltrúar meirihlutans Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson hafa augljóslega viljað leika stóra bissness-karla í stjórn Reykjavik Energy Invest. Þar úthlutuðu þeir sér sæti án þess að veita fulltrúum minnihlutans tækifæri til að hafa eftirlit með störfum sínum. Það nýttu þeir sér til að þrefalda eigin stjórnarlaun og gera fordæmalausa kaupréttarsamninga sem m.a. ná til kosningastjóra Framsóknarflokksins sem ráðinn var til fyrirtækisins fyrir tveimur vikum. Svo virðist sem dúettinn hafi litið á þetta sem nokkurs konar einkamál sem ætti ekkert erindi í opinbera umræðu, við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eða borgarstjórn Reykjavíkur. Það er lágmarkskrafa að í opinberu fyrirtæki sé farið vel með eigur almennings og ekki teknar aðrar ákvarðanir en þær sem þola dagsljósið. Til að skapa frið um útrás Orkuveitunnar er fyrsta skrefið að skipta pólitískum fulltrúum út úr stjórn REI. Í staðinn ættu að koma fagstjórnendur með skýra stefnu starfi sínu til grundvallar. Sú stefna á að vera mörkuð af eigendum og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarstjórn og Orkuveitu Reykjavíkur bíður ærið verkefni við að endurvinna traust almennings. Það þarf að skýra leikreglur, auka gagnsæi og tryggja eðlilega stjórnarhætti í Orkuveitunni, dótturfélögum hennar og samskiptum fyrirtækisins við fulltrúa eigenda. Samfylkingin er tilbúin að taka þátt í því af fullum heilindum að vinda ofan af vitleysunni og koma útrásarstarfi Orkuveitunnar aftur í eðlilegt og heilbrigt horf þannig að allir geti verið stoltir af. Höfundur er oddviti Samfylkingar í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að borgarstjóra og meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það er grafalvarleg um leið og það er fyllilega verðskuldað og sorglegt. Æ fleiri spyrja sig að því hvort borgarstjóra og Framsóknarflokknum sé fyrirmunað að ráða mikilvægum úrlausnarefnum til lykta í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti og hagsmuni almennings. Fulltrúar meirihlutans Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson hafa augljóslega viljað leika stóra bissness-karla í stjórn Reykjavik Energy Invest. Þar úthlutuðu þeir sér sæti án þess að veita fulltrúum minnihlutans tækifæri til að hafa eftirlit með störfum sínum. Það nýttu þeir sér til að þrefalda eigin stjórnarlaun og gera fordæmalausa kaupréttarsamninga sem m.a. ná til kosningastjóra Framsóknarflokksins sem ráðinn var til fyrirtækisins fyrir tveimur vikum. Svo virðist sem dúettinn hafi litið á þetta sem nokkurs konar einkamál sem ætti ekkert erindi í opinbera umræðu, við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eða borgarstjórn Reykjavíkur. Það er lágmarkskrafa að í opinberu fyrirtæki sé farið vel með eigur almennings og ekki teknar aðrar ákvarðanir en þær sem þola dagsljósið. Til að skapa frið um útrás Orkuveitunnar er fyrsta skrefið að skipta pólitískum fulltrúum út úr stjórn REI. Í staðinn ættu að koma fagstjórnendur með skýra stefnu starfi sínu til grundvallar. Sú stefna á að vera mörkuð af eigendum og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarstjórn og Orkuveitu Reykjavíkur bíður ærið verkefni við að endurvinna traust almennings. Það þarf að skýra leikreglur, auka gagnsæi og tryggja eðlilega stjórnarhætti í Orkuveitunni, dótturfélögum hennar og samskiptum fyrirtækisins við fulltrúa eigenda. Samfylkingin er tilbúin að taka þátt í því af fullum heilindum að vinda ofan af vitleysunni og koma útrásarstarfi Orkuveitunnar aftur í eðlilegt og heilbrigt horf þannig að allir geti verið stoltir af. Höfundur er oddviti Samfylkingar í borgarstjórn.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar