Fátt um svör um framtíð Kolaportsins 24. september 2007 00:01 Gestir og rekstraraðilar Kolaportsins hafa enn engin svör fengið um hvernig brugðist verði við yfir fjögur þúsund undirskriftum sem söfnuðust á einni helgi vegna yfirvofandi framkvæmda við að breyta Tollhúsinu, Tryggvagötu 19, í bílastæði. Ef í þær verður ráðist leggst starfsemi Kolaportsins af í hálft annað ár og verulega þrengir að starfseminni til frambúðar. Tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Það er mjög ósannfærandi að ekki sé hægt að mæta bílastæðaþörf starfsfólks öðru vísi, líkt og talsmaður fjármálaráðuneytisins hefur látið hafa eftir sér. Hinum megin götunnar er verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Í þessu máli koma saman ótalmargir þættir sem eiga að vera leiðarljós við stjórn borgarinnar: að standa vörð um öfluga og skemmtilega miðborg, að stuðla að félagslegri fjölbreytni og gera hinum margbreytilegu litum mannlífsins öllum jafnhátt undir höfði. Kolaportið er ómissandi fyrir ótalmarga. Vandræðaleg og hikandi viðbrögð borgarstjóra við áskorunum um að standa vörð um Kolaportið hljóta því að vekja athygli. Í Reykjavík erum við nú að sjá ávexti framsýnnar stefnu um uppbyggingu og eflingu miðborgarinnar. Sú stefna var mörkuð fyrir áratug þegar miðborgin var í sögulegri lægð. Við sjáum ávextina í hinum nýja og lifandi Austurvelli, endurbættum Skólavörðustíg, Laugavegi og Bankastræti og skemmtilegri veitinga- og kaffihúsamenningu. Miðborgarstefnan mun ekki síður sjást í nýjum íbúðahverfum sem skipulögð hafa verið á Slippasvæðinu og við Hlemm, í staðsetningu Tónlistar- og ráðstefnuhússins við höfnina, fimm stjörnu hóteli og höfuðstöðvum Landsbankans á sama svæði og í endurnýjun Lækjartorgs og Kvosar. Þá má nefna a.mk. þrjá nýja verslunarkjarna sem eru í farvatninu við Laugaveg. Allt eru þetta stefnu- og baráttumál Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Mikilvægi Kolaportsins minnkar ekki vegna þessara væntanlegu glæsibygginga, það eykst. Kolaportið er einfaldlega ómissandi vídd sem ekki má tapast. Við værum öll fátækari ef allt verður hvítskúraður marmari og miðborgin okkar lúxusvædd. Þetta skilja fjöldamargir og vinir Kolaportsins skipta tugum þúsunda. Þeir eiga rétt á svörum.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Gestir og rekstraraðilar Kolaportsins hafa enn engin svör fengið um hvernig brugðist verði við yfir fjögur þúsund undirskriftum sem söfnuðust á einni helgi vegna yfirvofandi framkvæmda við að breyta Tollhúsinu, Tryggvagötu 19, í bílastæði. Ef í þær verður ráðist leggst starfsemi Kolaportsins af í hálft annað ár og verulega þrengir að starfseminni til frambúðar. Tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Það er mjög ósannfærandi að ekki sé hægt að mæta bílastæðaþörf starfsfólks öðru vísi, líkt og talsmaður fjármálaráðuneytisins hefur látið hafa eftir sér. Hinum megin götunnar er verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Í þessu máli koma saman ótalmargir þættir sem eiga að vera leiðarljós við stjórn borgarinnar: að standa vörð um öfluga og skemmtilega miðborg, að stuðla að félagslegri fjölbreytni og gera hinum margbreytilegu litum mannlífsins öllum jafnhátt undir höfði. Kolaportið er ómissandi fyrir ótalmarga. Vandræðaleg og hikandi viðbrögð borgarstjóra við áskorunum um að standa vörð um Kolaportið hljóta því að vekja athygli. Í Reykjavík erum við nú að sjá ávexti framsýnnar stefnu um uppbyggingu og eflingu miðborgarinnar. Sú stefna var mörkuð fyrir áratug þegar miðborgin var í sögulegri lægð. Við sjáum ávextina í hinum nýja og lifandi Austurvelli, endurbættum Skólavörðustíg, Laugavegi og Bankastræti og skemmtilegri veitinga- og kaffihúsamenningu. Miðborgarstefnan mun ekki síður sjást í nýjum íbúðahverfum sem skipulögð hafa verið á Slippasvæðinu og við Hlemm, í staðsetningu Tónlistar- og ráðstefnuhússins við höfnina, fimm stjörnu hóteli og höfuðstöðvum Landsbankans á sama svæði og í endurnýjun Lækjartorgs og Kvosar. Þá má nefna a.mk. þrjá nýja verslunarkjarna sem eru í farvatninu við Laugaveg. Allt eru þetta stefnu- og baráttumál Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Mikilvægi Kolaportsins minnkar ekki vegna þessara væntanlegu glæsibygginga, það eykst. Kolaportið er einfaldlega ómissandi vídd sem ekki má tapast. Við værum öll fátækari ef allt verður hvítskúraður marmari og miðborgin okkar lúxusvædd. Þetta skilja fjöldamargir og vinir Kolaportsins skipta tugum þúsunda. Þeir eiga rétt á svörum.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar