Framtíð Kolaportsins 8. september 2007 00:01 Allt of fáir borgarbúar hafa frétt af þeim áhyggjum sem rekstraraðilar Kolaportsins hafa af framtíð starfseminnar. Ástæðan er tillaga að viðbyggingu við Tollhúsið, Tryggvagötu 19, sem gerir ráð fyrir að efri hæðir hússins og ný viðbygging verði innréttaðar sem bílastæði. Þetta þýðir að tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Þá er ógetið að vegna framkvæmdanna þyrfti Kolaportið að vera lokað í um 18 mánuði. Sjálfsagt geta margir sett sig í spor starfsfólks í bílastæðavanda. Fáir vinnustaðir búa þó að því að hinum megin götunnar sé verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Viðbyggingu við Tollhúsið væri líka án efa betur varið til að koma þar fyrir höfuðstöðvum fyrirtækja eða miðborgartengdri starfsemi, og þá í sátt við Kolaportið. Í raun má velta því fyrir sér hvort aðrir fasteignaeigendur en ríkissjóður væru líklegir til að fá þá hugmynd að nýta byggingarmöguleika á þessum eftirsóttasta stað landsins undir bílastæði ofanjarðar. Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, fimm stjörnu hótel á hafnarbakkanum og Tónlistarhúsið sjálft munu í það minnsta rísa á næstu lóðum, án nokkurs einasta bílastæðis ofanjarðar. Framtíð Kolaportsins snýst þó ekki aðeins um fasteignarekstur eða skipulagsmál. Kolaportið er iðandi mannlífsvettvangur sem er ómissandi vídd í miðborgarlífinu og borgarlífinu yfir höfuð. Kolaportið er kjörlendi þjóðlegra matgæðinga, uppáhaldsverslun hinna fundvísu og einfaldlega skemmtilegur staður til að sýna sig og sjá aðra. Ýmsar skemmtilegustu og litríkustu borgir heimsins státa af ómissandi mörkuðum í verslunarhverfum eða úthverfum. Í Reykjavík á Kolaportið hins vegar hvergi heima nema í miðborginni. Ekki síst nú þegar við erum að byggja upp fleiri og stærri glæsibyggingar á hafnarsvæðinu en nokkurn tímann fyrr. Kolaportið er nauðsynleg vídd í miðborg sem á að vera fyrir alla. Lúxusvæðum ekki alla hluti. Tryggjum framtíð Kolaportsins. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Allt of fáir borgarbúar hafa frétt af þeim áhyggjum sem rekstraraðilar Kolaportsins hafa af framtíð starfseminnar. Ástæðan er tillaga að viðbyggingu við Tollhúsið, Tryggvagötu 19, sem gerir ráð fyrir að efri hæðir hússins og ný viðbygging verði innréttaðar sem bílastæði. Þetta þýðir að tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Þá er ógetið að vegna framkvæmdanna þyrfti Kolaportið að vera lokað í um 18 mánuði. Sjálfsagt geta margir sett sig í spor starfsfólks í bílastæðavanda. Fáir vinnustaðir búa þó að því að hinum megin götunnar sé verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Viðbyggingu við Tollhúsið væri líka án efa betur varið til að koma þar fyrir höfuðstöðvum fyrirtækja eða miðborgartengdri starfsemi, og þá í sátt við Kolaportið. Í raun má velta því fyrir sér hvort aðrir fasteignaeigendur en ríkissjóður væru líklegir til að fá þá hugmynd að nýta byggingarmöguleika á þessum eftirsóttasta stað landsins undir bílastæði ofanjarðar. Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, fimm stjörnu hótel á hafnarbakkanum og Tónlistarhúsið sjálft munu í það minnsta rísa á næstu lóðum, án nokkurs einasta bílastæðis ofanjarðar. Framtíð Kolaportsins snýst þó ekki aðeins um fasteignarekstur eða skipulagsmál. Kolaportið er iðandi mannlífsvettvangur sem er ómissandi vídd í miðborgarlífinu og borgarlífinu yfir höfuð. Kolaportið er kjörlendi þjóðlegra matgæðinga, uppáhaldsverslun hinna fundvísu og einfaldlega skemmtilegur staður til að sýna sig og sjá aðra. Ýmsar skemmtilegustu og litríkustu borgir heimsins státa af ómissandi mörkuðum í verslunarhverfum eða úthverfum. Í Reykjavík á Kolaportið hins vegar hvergi heima nema í miðborginni. Ekki síst nú þegar við erum að byggja upp fleiri og stærri glæsibyggingar á hafnarsvæðinu en nokkurn tímann fyrr. Kolaportið er nauðsynleg vídd í miðborg sem á að vera fyrir alla. Lúxusvæðum ekki alla hluti. Tryggjum framtíð Kolaportsins. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar