Fasteignatoppinum náð 22. ágúst 2007 00:01 Telegraph | Samdráttur á fasteignamarkaði einskorðast ekki við Bandaríkin því vísbendingar eru um að nú hægi á fasteignamarkaði í Bretlandi. Breska dagblaðið Telegraph segir fasteignaverð í Lundúnum hafa lækkað um 0,1 prósent á milli mánaða í ágúst en þetta mun vera fyrsta verðlækkun ársins. Þetta er reyndar engin nýlunda á þessum tíma árs því fyrir nákvæmlega ári lækkaði verðið um 1,5 prósent á milli mánaða. Blaðið hefur eftir einum fasteignasala að jafn fáar fasteignir hafi ekki verið til sölu á árinu og virðist sem fasteignamarkaðurinn hafi náð hámarki. Fasteignasalinn segir stýrivaxtahækkanir Englandsbanka hafa gert fólki í fasteignahugleiðingum afhuga því að skella sér í skuldafen, sérstaklega þegar kemur að kaupum á rándýrum svæðum svo sem á Lundúnasvæðinu. Menn leggja reyndar mismunandi merkingu í orðið „samdráttur" en fasteignaverð í Lundúnum hefur rokið upp síðustu ár, þar af um 25 prósent frá sama tíma fyrir ári. Óvissa um þróun markaða Economist | Spár um gengi hlutabréfa eru jafn öruggur leikur og að láta húðflúra nafn kærustunnar á upphandlegginn. Svona grípur greinarhöfundur breska vikuritsins Economist til orða um hræringar á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum þessa dagana. Höfundurinn segir ómögulegt að segja til um hvað muni gerast næstu daga á hlutabréfamörkuðum. Hann segir aðgerðir bandaríska seðlabankans, sem lækkaði daglánavexti banka um 50 punkta á föstudag, gott skref sem hafi komið sér afar vel enda þýði slíkt að álagið á fjármálastofnanir léttist til muna. Brúnin á fjárfestum léttist í leiðinni en það sýndi sig í hækkun undir lok síðustu viku og í byrjun þessarar viku. Mikilvægt sé hins vegar að jafnvægi komist á markaðina áður en hægt verði að spá fyrir um framhaldið, að mati Economist, sem bætir við að haldi hræringarnar áfram í vikunni muni það draga úr líkunum á að spenna á fjármálamarkaði dvíni í bráð. Héðan og þaðan Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Telegraph | Samdráttur á fasteignamarkaði einskorðast ekki við Bandaríkin því vísbendingar eru um að nú hægi á fasteignamarkaði í Bretlandi. Breska dagblaðið Telegraph segir fasteignaverð í Lundúnum hafa lækkað um 0,1 prósent á milli mánaða í ágúst en þetta mun vera fyrsta verðlækkun ársins. Þetta er reyndar engin nýlunda á þessum tíma árs því fyrir nákvæmlega ári lækkaði verðið um 1,5 prósent á milli mánaða. Blaðið hefur eftir einum fasteignasala að jafn fáar fasteignir hafi ekki verið til sölu á árinu og virðist sem fasteignamarkaðurinn hafi náð hámarki. Fasteignasalinn segir stýrivaxtahækkanir Englandsbanka hafa gert fólki í fasteignahugleiðingum afhuga því að skella sér í skuldafen, sérstaklega þegar kemur að kaupum á rándýrum svæðum svo sem á Lundúnasvæðinu. Menn leggja reyndar mismunandi merkingu í orðið „samdráttur" en fasteignaverð í Lundúnum hefur rokið upp síðustu ár, þar af um 25 prósent frá sama tíma fyrir ári. Óvissa um þróun markaða Economist | Spár um gengi hlutabréfa eru jafn öruggur leikur og að láta húðflúra nafn kærustunnar á upphandlegginn. Svona grípur greinarhöfundur breska vikuritsins Economist til orða um hræringar á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum þessa dagana. Höfundurinn segir ómögulegt að segja til um hvað muni gerast næstu daga á hlutabréfamörkuðum. Hann segir aðgerðir bandaríska seðlabankans, sem lækkaði daglánavexti banka um 50 punkta á föstudag, gott skref sem hafi komið sér afar vel enda þýði slíkt að álagið á fjármálastofnanir léttist til muna. Brúnin á fjárfestum léttist í leiðinni en það sýndi sig í hækkun undir lok síðustu viku og í byrjun þessarar viku. Mikilvægt sé hins vegar að jafnvægi komist á markaðina áður en hægt verði að spá fyrir um framhaldið, að mati Economist, sem bætir við að haldi hræringarnar áfram í vikunni muni það draga úr líkunum á að spenna á fjármálamarkaði dvíni í bráð.
Héðan og þaðan Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira