Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2024 16:41 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Íslandsbanki hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í einu vaxtamálanna svokölluðu. Formaður Neytendasamtakanna segir niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði og alfarið á skjön við ráðgefandi álit sem EFTA-dómstólinn gaf nýverið út. „Það er greinilegt að réttlæti er ekki íslensk framleiðsla. Hann [Íslandsbanki] er sýknaður á þeim grundvelli að það sé sérregla í íslenskum lögum sem heimili þetta. Við erum ósammála því en ef þetta er rétt hjá dómnum þá hefur löggjafinn innleitt tilskipunina á rangan hátt. Það þýðir að þetta er asbesthúðun á Evrópulöggjöf,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Hann segir að dómnum verði áfrýjað en stefnendur í málinu voru tveir lántakar hjá Íslandsbanka, sem nutu fulltingis samtakanna í málarekstrinum. Þau telja niðurstöðuna efnislega ranga og munu láta reyna á hana fyrir Landsrétti að sögn Breka. Verði niðurstaða Landsréttar sú sama muni samtökin láta reyna á skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins, eftir atvikum utan landssteinanna. Uppfært: Mbl.is hefur eftir Breka að óskað verði eftir leyfi Hæstaréttar til þess að áfrýja málinu beint til réttarins og sleppa viðkomu í Landsrétti. Í lögum um meðferð einkamála segir að slíkt leyfi skuli ekki veitt nema niðurstaða málsins geti haft fordæmisgildi, haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna eða haft verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá skuli slíkt leyfi ekki veitt ef málsaðili telur þörf á að leiða vitni í málinu eða enn er uppi ágreiningur um sönnunargildi munnlegs framburðar sem gefinn var fyrir héraðsdóm eða enn er deilt um staðreyndir sem sérkunnáttu þarf í dómi til að leysa úr. Hæstiréttur skuli gefa öllum málsaðilum kost á að tjá sig um umsókn áður en ákvörðun er tekin. Fjöldi mála í gangi Málið er eitt fimm vaxtamála sem Neytendasamtökin koma að. Þá er eitt slíkt á forræði Neytendastofu. Þau snúa öll að lánum íslensku viðskiptabankanna með breytilegum vöxtum. Samtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum og að oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. EFTA-dómstóllinn sagði skilmálana óskýra Í maí þessa árs gaf EFTA-dómstólinn út ráðgefandi álit að beiðni Héraðsdóms Reykjaness og Landsréttar. Í því sagði að orðalag í skilmálum lána þurfi að vera nægilega gagnsætt jafnvel þó það þyki málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Skilmálarnir þurfi að vera skiljanlegir þannig að almennur neytandi sem teljist sæmilega vel upplýstur og athugull geti skilið aðferðina sem beitt er við ákvörðun um útlánsvexti. EFTA-dómstóllinn áréttaði þó að það sé dómstóla á Íslandi að kveða á um hvort samningar með umræddum skilmálum haldi gildi sínu. Það hefur Héraðsdómur Reykjaness gert í dag og sú var niðurstaðan í héraði í þremur öðrum málum. Í einu þeirra var Landsbankinn dæmdur til að greiða tveimur lántökum rúmlega 250 þúsund krónur samanlagt. Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
„Það er greinilegt að réttlæti er ekki íslensk framleiðsla. Hann [Íslandsbanki] er sýknaður á þeim grundvelli að það sé sérregla í íslenskum lögum sem heimili þetta. Við erum ósammála því en ef þetta er rétt hjá dómnum þá hefur löggjafinn innleitt tilskipunina á rangan hátt. Það þýðir að þetta er asbesthúðun á Evrópulöggjöf,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Hann segir að dómnum verði áfrýjað en stefnendur í málinu voru tveir lántakar hjá Íslandsbanka, sem nutu fulltingis samtakanna í málarekstrinum. Þau telja niðurstöðuna efnislega ranga og munu láta reyna á hana fyrir Landsrétti að sögn Breka. Verði niðurstaða Landsréttar sú sama muni samtökin láta reyna á skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins, eftir atvikum utan landssteinanna. Uppfært: Mbl.is hefur eftir Breka að óskað verði eftir leyfi Hæstaréttar til þess að áfrýja málinu beint til réttarins og sleppa viðkomu í Landsrétti. Í lögum um meðferð einkamála segir að slíkt leyfi skuli ekki veitt nema niðurstaða málsins geti haft fordæmisgildi, haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna eða haft verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá skuli slíkt leyfi ekki veitt ef málsaðili telur þörf á að leiða vitni í málinu eða enn er uppi ágreiningur um sönnunargildi munnlegs framburðar sem gefinn var fyrir héraðsdóm eða enn er deilt um staðreyndir sem sérkunnáttu þarf í dómi til að leysa úr. Hæstiréttur skuli gefa öllum málsaðilum kost á að tjá sig um umsókn áður en ákvörðun er tekin. Fjöldi mála í gangi Málið er eitt fimm vaxtamála sem Neytendasamtökin koma að. Þá er eitt slíkt á forræði Neytendastofu. Þau snúa öll að lánum íslensku viðskiptabankanna með breytilegum vöxtum. Samtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum og að oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. EFTA-dómstóllinn sagði skilmálana óskýra Í maí þessa árs gaf EFTA-dómstólinn út ráðgefandi álit að beiðni Héraðsdóms Reykjaness og Landsréttar. Í því sagði að orðalag í skilmálum lána þurfi að vera nægilega gagnsætt jafnvel þó það þyki málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Skilmálarnir þurfi að vera skiljanlegir þannig að almennur neytandi sem teljist sæmilega vel upplýstur og athugull geti skilið aðferðina sem beitt er við ákvörðun um útlánsvexti. EFTA-dómstóllinn áréttaði þó að það sé dómstóla á Íslandi að kveða á um hvort samningar með umræddum skilmálum haldi gildi sínu. Það hefur Héraðsdómur Reykjaness gert í dag og sú var niðurstaðan í héraði í þremur öðrum málum. Í einu þeirra var Landsbankinn dæmdur til að greiða tveimur lántökum rúmlega 250 þúsund krónur samanlagt.
Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf