Um öfgar og öfgaleysi 29. júlí 2007 00:01 Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, birtir grein sl. miðvikudag undir fyrirsögninni Öfgalaus stefna í málefnum Palestínumanna. Þar vísar þingmaðurinn í málflutning formanns flokks síns, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og yfirlýsinga hennar um Mið-Austurlönd. Ég hef gagnrýnt þessar yfirlýsingar og talið að það sé ekki til árangurs fallið í friðarferli né í anda lýðræðis að hundsa þá aðila sem unnu sigur í síðustu þingkosningum í Palestínu, þ.e. Hamas-samtökin. Um þetta segir Árni Páll Árnason: "Það er sérkennilegt að sjá Ögmund taka sér stöðu sem blaðafulltrúa Hamas, þegar viðleitni stuðningsríkja Palestínumanna um heim allan er að stuðla að einingu Palestínumanna." Árni Páll er ekki einn um að reyna að innprenta fólki að ég sé sérstakur talsmaður Hamas. Það gerir m.a. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á heimasíðu sinni og Egill Helgason, fjölmiðlamaður að sama skapi, en hann gagnrýnir afstöðu mína og segir að hann viti ekki "hversu líklegt það er til vinsælda að taka upp hanskann fyrir þessi öfga- og hryðjuverkasamtök". Fleiri hafa talað og skrifað í þessa veru. Í fyrsta lagi vil ég segja Agli Helgasyni og skoðanasystkinum að afstöðu í þessu máli tek ég ekki eftir því hvað ég telji líklegt að vera fallið "til vinsælda." Saga Palestínu er blóði drifin hörmungasaga síðari hluta 20. aldarinnar, allar götur frá samþykkt tillögu SÞ um skiptingu Palestínu árið 1947 eftir línum sem hvorki gyðingar né Palestínumenn viðurkenndu. Þá var landinu skipt nánast til helminga. Eftir grimmúðleg átök á þessu tímaskeiði fór hlutur Palestínumanna niður í minna en fjórðung. Ísraelar gengu enn lengra í landvinningum í sex daga stríðinu á sjöunda áratugnum og nú með byggingu kynþáttamúrsins þannig að stefnir í að Palestínumenn fái um tíunda hluta Palestínu í sinn hlut! Þetta hafa margir Palestínumenn ekki viljað sætta sig við, lengi vel Fatah og enn lengur Hamas. Nú gerðist það hins vegar að Hamas lýsti vilja til að mynda þjóðstjórn með Fatah og jafnframt að semja við Ísraela á grundvelli samþykkta SÞ sem byggja á landaskiptum eins og þau voru fyrir sex daga stríðið. Þetta vakti vonir um að Palestínumenn væru loksins að sameinast um friðsamlega lausn. Út á nákvæmlega þetta gekk viðleitni Norðmanna 1993. Nálgun Norðmanna taldi ég raunsæja - ekki öfgafulla! - og harmaði að íslenskur utanríkisráðherra tæki undir með ísraelskum stjórnvöldum sem í vor - rétt fyrir komu íslensku sendinefndarinnar - tókst endanlega að hrekja réttkjörna stjórn frá völdum í Palestínu og er nú enn einu sinni að takast að framfylgja gömlu ráði nýlenduherra: Að deila og drottna. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, birtir grein sl. miðvikudag undir fyrirsögninni Öfgalaus stefna í málefnum Palestínumanna. Þar vísar þingmaðurinn í málflutning formanns flokks síns, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og yfirlýsinga hennar um Mið-Austurlönd. Ég hef gagnrýnt þessar yfirlýsingar og talið að það sé ekki til árangurs fallið í friðarferli né í anda lýðræðis að hundsa þá aðila sem unnu sigur í síðustu þingkosningum í Palestínu, þ.e. Hamas-samtökin. Um þetta segir Árni Páll Árnason: "Það er sérkennilegt að sjá Ögmund taka sér stöðu sem blaðafulltrúa Hamas, þegar viðleitni stuðningsríkja Palestínumanna um heim allan er að stuðla að einingu Palestínumanna." Árni Páll er ekki einn um að reyna að innprenta fólki að ég sé sérstakur talsmaður Hamas. Það gerir m.a. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á heimasíðu sinni og Egill Helgason, fjölmiðlamaður að sama skapi, en hann gagnrýnir afstöðu mína og segir að hann viti ekki "hversu líklegt það er til vinsælda að taka upp hanskann fyrir þessi öfga- og hryðjuverkasamtök". Fleiri hafa talað og skrifað í þessa veru. Í fyrsta lagi vil ég segja Agli Helgasyni og skoðanasystkinum að afstöðu í þessu máli tek ég ekki eftir því hvað ég telji líklegt að vera fallið "til vinsælda." Saga Palestínu er blóði drifin hörmungasaga síðari hluta 20. aldarinnar, allar götur frá samþykkt tillögu SÞ um skiptingu Palestínu árið 1947 eftir línum sem hvorki gyðingar né Palestínumenn viðurkenndu. Þá var landinu skipt nánast til helminga. Eftir grimmúðleg átök á þessu tímaskeiði fór hlutur Palestínumanna niður í minna en fjórðung. Ísraelar gengu enn lengra í landvinningum í sex daga stríðinu á sjöunda áratugnum og nú með byggingu kynþáttamúrsins þannig að stefnir í að Palestínumenn fái um tíunda hluta Palestínu í sinn hlut! Þetta hafa margir Palestínumenn ekki viljað sætta sig við, lengi vel Fatah og enn lengur Hamas. Nú gerðist það hins vegar að Hamas lýsti vilja til að mynda þjóðstjórn með Fatah og jafnframt að semja við Ísraela á grundvelli samþykkta SÞ sem byggja á landaskiptum eins og þau voru fyrir sex daga stríðið. Þetta vakti vonir um að Palestínumenn væru loksins að sameinast um friðsamlega lausn. Út á nákvæmlega þetta gekk viðleitni Norðmanna 1993. Nálgun Norðmanna taldi ég raunsæja - ekki öfgafulla! - og harmaði að íslenskur utanríkisráðherra tæki undir með ísraelskum stjórnvöldum sem í vor - rétt fyrir komu íslensku sendinefndarinnar - tókst endanlega að hrekja réttkjörna stjórn frá völdum í Palestínu og er nú enn einu sinni að takast að framfylgja gömlu ráði nýlenduherra: Að deila og drottna. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar