Öfgalaus stefna í málefnum Palestínu Árni Páll Árnason skrifar 25. júlí 2007 00:01 Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, kynnti á Alþingi í vor þá fyrirætlan sína að fara til Palestínu til að kynna sér stöðu mála þar frá fyrstu hendi kallaði Staksteinar Morgunblaðsins það barnaskap. Í heimsókninni var áhersla lögð á að íslenski utanríkisráðherrann væri kominn til að hlusta og til að kynnast aðstæðum og veruleika venjulegs fólks. Þess vegna ræddi hún við fjölda fólks beggja þjóða. Þegar þessari vel heppnuðu heimsókn er lokið vænir þingflokksformaður VG utanríkisráðherra um að ganga erinda Bandaríkjastjórnar. Þannig hittast þeir Staksteinar og Ögmundur í ástríku faðmlagi um svarthvíta heimsmynd fortíðarinnar. Fátt er fjær sanni en að heimsókn þessi hafi verið innan ramma utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar. Íslandi er einmitt tekið vel á svæðinu því Íslendingar hafa ekki stórveldishagmuni að verja. Það er sérkennilegt að sjá Ögmund taka sér stöðu sem blaðafulltrúa Hamas, þegar viðleitni stuðningsríkja Palestínumanna um heim allan er að stuðla að einingu Palestínumanna. Innra stríð milli Palestínumanna á Gaza fyrir þremur vikum var harmleikur á harmleik ofan. Utanríkisráðherra taldi í vor eðlilegt að Íslendingar fylgdu í fótspor Norðmanna og þróuðu samskipti við þjóðstjórn Palestínu. Það er hryggileg staðreynd að einangrun þjóðstjórnarinnar á Vesturlöndum var líklega afdrifarík mistök. Síðan hafa Hamasliðar tekið stjórn á Gaza með vopnavaldi og gengið úr þjóðstjórninni. Við þessar aðstæður er óhugsandi að utanríkisráðherra viðurkenni í reynd vopnað valdarán með því að funda með Hamas. Það gera Norðmenn heldur ekki. Hamas verða að ákveða hvort samtökin eru stjórnmálasamtök sem vinna á friðsamlegum og lýðræðislegum forsendum eða öfgasamtök íslamista sem stefna að eilífum hernaði gegn Ísraelsríki. Eitt er þó ljóst. Utanríkisráðherra hefur sýnt frumkvæði að stefnumörkun á sviði utanríkismála sem er máluð í fleiri litum en svörtum og hvítum. Það er svo undir þeim fóstbræðrum Ögmundi og Staksteinari komið hvort þeir ætla að vera með í því verki eða ekki. Höfundur er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, kynnti á Alþingi í vor þá fyrirætlan sína að fara til Palestínu til að kynna sér stöðu mála þar frá fyrstu hendi kallaði Staksteinar Morgunblaðsins það barnaskap. Í heimsókninni var áhersla lögð á að íslenski utanríkisráðherrann væri kominn til að hlusta og til að kynnast aðstæðum og veruleika venjulegs fólks. Þess vegna ræddi hún við fjölda fólks beggja þjóða. Þegar þessari vel heppnuðu heimsókn er lokið vænir þingflokksformaður VG utanríkisráðherra um að ganga erinda Bandaríkjastjórnar. Þannig hittast þeir Staksteinar og Ögmundur í ástríku faðmlagi um svarthvíta heimsmynd fortíðarinnar. Fátt er fjær sanni en að heimsókn þessi hafi verið innan ramma utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar. Íslandi er einmitt tekið vel á svæðinu því Íslendingar hafa ekki stórveldishagmuni að verja. Það er sérkennilegt að sjá Ögmund taka sér stöðu sem blaðafulltrúa Hamas, þegar viðleitni stuðningsríkja Palestínumanna um heim allan er að stuðla að einingu Palestínumanna. Innra stríð milli Palestínumanna á Gaza fyrir þremur vikum var harmleikur á harmleik ofan. Utanríkisráðherra taldi í vor eðlilegt að Íslendingar fylgdu í fótspor Norðmanna og þróuðu samskipti við þjóðstjórn Palestínu. Það er hryggileg staðreynd að einangrun þjóðstjórnarinnar á Vesturlöndum var líklega afdrifarík mistök. Síðan hafa Hamasliðar tekið stjórn á Gaza með vopnavaldi og gengið úr þjóðstjórninni. Við þessar aðstæður er óhugsandi að utanríkisráðherra viðurkenni í reynd vopnað valdarán með því að funda með Hamas. Það gera Norðmenn heldur ekki. Hamas verða að ákveða hvort samtökin eru stjórnmálasamtök sem vinna á friðsamlegum og lýðræðislegum forsendum eða öfgasamtök íslamista sem stefna að eilífum hernaði gegn Ísraelsríki. Eitt er þó ljóst. Utanríkisráðherra hefur sýnt frumkvæði að stefnumörkun á sviði utanríkismála sem er máluð í fleiri litum en svörtum og hvítum. Það er svo undir þeim fóstbræðrum Ögmundi og Staksteinari komið hvort þeir ætla að vera með í því verki eða ekki. Höfundur er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun