Verða kosningaloforðin efnd? 25. júní 2007 06:00 Fyrir síðustu alþingiskosningar kepptust stjórnmálaflokkarnir við að lofa eldri borgurum margs konar kjarabótum og bættri hjúkrunaraðstöðu.Sumir segja, að stjórnmálamenn efni aldrei kosningaloforðin. Þau séu flest svikin.Ekki vill maður trúa því. Það verður að ætla, að flestir stjórnmálamenn vilji efna þau loforð, sem þeir gefa. Enda þótt stutt sé liðið fá síðustu þingkosningum er full ástæða til þess að fara yfir nokkur kosningaloforð og athuga hvaða líkur eru á því, að þau verði efnd. Hér verður fjallað um málefni eldri borgara og litið á helstu kosningaloforð Samfylkingarinnar við eldri borgara. Ástæðan fyrir því að ég fjalla sérstaklega um loforð Samfylkingarinnar er sú, að ég studdi Samfylkinguna í kosningunum en áður var ég mikið að h ugsa um að styðja sjálfstætt framboð eldri borgara.Ég féll frá því vegna þess,að Samfylkingin setti fram róttæka stefnu í þágu eldri borgara og gaf mörg góð loforð um bætt kjör aldraðra. Ég átti ef til vill nokkurn þátt í því að ekki varð úr framboði eldri borgara. Lífeyrir aldraðra hækki strax í haust Hver voru helstu loforð Samfylkingarinnar við aldraða? Þau voru þessi: 1 ) Lífeyrir aldraðra verði hækkaður svo hann dugi fyrir framfærslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Þetta verði gert í áföngum. ( Lífeyrir aldraðra hefur ekki fylgt launavísitölu.Samfylkingin ætlar að leitrétta þetta misrétti.) 2) Skattar á tekjur úr lífeyrissjóði lækki í 10%. 3)Frítekjumark verði hækkað í 100 þúsund á mánuði og nái bæði til atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði. (Tryggingabætur skerðist ekki vegna þessara tekna) .4) Tekjur maka skerði ekki tryggingabætur lífeyrisþega.5 ) Byggð verði 400 hjúkrunarrými á næstu 18 mánuðum og biðlistum eytt. 6) Allt fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra renni til uppbyggingar á þágu aldraðra 7) Stofnað verði embætti umboðsmanna aldraðra.8) Skattleysismörk verði hækkuð til samræmis við launabreytingar. ( Ættu að vera 140 þúsund á mánuði nú ef þau hefðu fylgt launabreytingum.) Ekkert framkvæmt enn Ekkert hefur enn verið framkvæmt af þessum kosningaloforðum enda stutt liðið frá síðustu kosningum. Það sem er þó verra er það, að mjög lítið er að finna af þessum atriðum í stjórnarsáttmálanum.Góðar almennar yfirlýsingar er þó þar að finna. Þar stendur að styrkja eigi stöðu aldaðra, draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu, bæta eigi hag lágtekju- og millitekjufólks, koma á auknum jöfnuði og bæta kjör þeirra,sem höllum fæti standa..Ennfremur segir þar að hraða verði uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum.Síðasta atriðið kemst nokkuð nálægt stefnuatriði Samfylkingarinnar um hjúkrunarrými. Mér er það ljóst, að í samsteypustjórnum verða flokkar að slá af ítrustu stefnumálum sínum og fá ekki allt sitt fram. En með því að báðir flokkarnir,Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, börðust fyrir bættum hag aldraðra fyrir kosningar ættu þeir að geta orðið sammála um verulegar kjarabætur fyrir eldri borgara strax á haustþingi.Þau mál þola enga bið.Sú litla og gallaða tillaga, sem sumarþingið afgreiddi í þágu aldraðra hrekkur skammt. Samkvæmt henni skerða atvinnutekjur 70 ára og eldri ekki tryggingabætur en tekjur 67-70 ára valda áfram skerðingu tryggingabóta.Slík mismunun ellilífeyrisþega gengur ekki og er öruggleg brot á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar.Þetta verður að leiðrétta strax í haust. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu alþingiskosningar kepptust stjórnmálaflokkarnir við að lofa eldri borgurum margs konar kjarabótum og bættri hjúkrunaraðstöðu.Sumir segja, að stjórnmálamenn efni aldrei kosningaloforðin. Þau séu flest svikin.Ekki vill maður trúa því. Það verður að ætla, að flestir stjórnmálamenn vilji efna þau loforð, sem þeir gefa. Enda þótt stutt sé liðið fá síðustu þingkosningum er full ástæða til þess að fara yfir nokkur kosningaloforð og athuga hvaða líkur eru á því, að þau verði efnd. Hér verður fjallað um málefni eldri borgara og litið á helstu kosningaloforð Samfylkingarinnar við eldri borgara. Ástæðan fyrir því að ég fjalla sérstaklega um loforð Samfylkingarinnar er sú, að ég studdi Samfylkinguna í kosningunum en áður var ég mikið að h ugsa um að styðja sjálfstætt framboð eldri borgara.Ég féll frá því vegna þess,að Samfylkingin setti fram róttæka stefnu í þágu eldri borgara og gaf mörg góð loforð um bætt kjör aldraðra. Ég átti ef til vill nokkurn þátt í því að ekki varð úr framboði eldri borgara. Lífeyrir aldraðra hækki strax í haust Hver voru helstu loforð Samfylkingarinnar við aldraða? Þau voru þessi: 1 ) Lífeyrir aldraðra verði hækkaður svo hann dugi fyrir framfærslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Þetta verði gert í áföngum. ( Lífeyrir aldraðra hefur ekki fylgt launavísitölu.Samfylkingin ætlar að leitrétta þetta misrétti.) 2) Skattar á tekjur úr lífeyrissjóði lækki í 10%. 3)Frítekjumark verði hækkað í 100 þúsund á mánuði og nái bæði til atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði. (Tryggingabætur skerðist ekki vegna þessara tekna) .4) Tekjur maka skerði ekki tryggingabætur lífeyrisþega.5 ) Byggð verði 400 hjúkrunarrými á næstu 18 mánuðum og biðlistum eytt. 6) Allt fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra renni til uppbyggingar á þágu aldraðra 7) Stofnað verði embætti umboðsmanna aldraðra.8) Skattleysismörk verði hækkuð til samræmis við launabreytingar. ( Ættu að vera 140 þúsund á mánuði nú ef þau hefðu fylgt launabreytingum.) Ekkert framkvæmt enn Ekkert hefur enn verið framkvæmt af þessum kosningaloforðum enda stutt liðið frá síðustu kosningum. Það sem er þó verra er það, að mjög lítið er að finna af þessum atriðum í stjórnarsáttmálanum.Góðar almennar yfirlýsingar er þó þar að finna. Þar stendur að styrkja eigi stöðu aldaðra, draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu, bæta eigi hag lágtekju- og millitekjufólks, koma á auknum jöfnuði og bæta kjör þeirra,sem höllum fæti standa..Ennfremur segir þar að hraða verði uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum.Síðasta atriðið kemst nokkuð nálægt stefnuatriði Samfylkingarinnar um hjúkrunarrými. Mér er það ljóst, að í samsteypustjórnum verða flokkar að slá af ítrustu stefnumálum sínum og fá ekki allt sitt fram. En með því að báðir flokkarnir,Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, börðust fyrir bættum hag aldraðra fyrir kosningar ættu þeir að geta orðið sammála um verulegar kjarabætur fyrir eldri borgara strax á haustþingi.Þau mál þola enga bið.Sú litla og gallaða tillaga, sem sumarþingið afgreiddi í þágu aldraðra hrekkur skammt. Samkvæmt henni skerða atvinnutekjur 70 ára og eldri ekki tryggingabætur en tekjur 67-70 ára valda áfram skerðingu tryggingabóta.Slík mismunun ellilífeyrisþega gengur ekki og er öruggleg brot á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar.Þetta verður að leiðrétta strax í haust. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun