Það sem formennirnir létu ósagt Sigurjón Þórðarson skrifar 20. apríl 2007 05:00 Það sem var markvert við ræður formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á landsfundum flokkanna var ekki það sem var sagt heldur það sem var ósagt. Hvers konar stjórnmálaleiðtogar eru það sem hlaupa yfir helsta ágreinings- og óréttlætismál síðari tíma, þ.e. kvótakerfið í sjávarútvegi? Eru það miklir stjórnmálaleiðtogar? Í ræðu "jafnaðarmannaleiðtogans" Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur kom nákvæmlega ekkert fram um mesta óréttlætismál Íslandssögunnar, kvótakerfið sem hefur farið ránshendi um sjávarbyggðirnar. Ekkert einasta orð. Og fiskveiðar eru, vel að merkja, aðalútflutningsgrein landsmanna, meira en helmingur af vöruútflutningi kemur úr þessari atvinnugrein. Það er alls ekki trúverðugt hjá jafnaðarmanni að hlaupa yfir þetta óréttlæti. Það er greinilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki borið sitt barr síðan hún lagði leið sína inn á fund LÍÚ haustið 2005 til að friðmælast við þau samtök sem vilja með kjafti og klóm vernda glórulaust kerfi í sjávarútvegi. Geir Haarde hefur líklegast stokað út sinn öfugmælakafla um ábyrga stefnu í nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar en hann hefur verið drjúgur við að fara með öfugmæli um einhvern árangur kerfis sem hefur þrefaldað skuldir sjávarútvegsins á áratug á meðan tekjur hafa staðið í stað. Það sem hefur að öllum líkindum orðið til þess að hann stökk yfir þennan öfugmælakafla er að nýjar niðurstöður Hafró sýna að svokölluð uppbygging á þorskstofninum hefur algerlega brugðist. Nýjar niðurstöður úr vorralli Hafró gefa til kynna að íslenska þjóðarbúið verði af tugmilljarðatekjum vegna minnkandi þorsk- og ýsuveiði ef farið verður að ráðum Hafró eins og Sjálfstæðisflokkur hefur gert gagnrýnislaust um áratugaskeið. Það er auðséð að hvorki Samfylking né Sjálfstæðisflokkur treysta sér til að taka á málum og ætla að eftirláta öðrum að taka af skarið. Frjálslyndi flokkurinn kveinkar sér ekki undan ábyrgð frekar en óvinsælum ákvörðunum ef þær eru réttar og mun glaður taka til hendi í þessum málaflokki.Við erum þegar byrjuð að bretta upp ermarnar og hlökkum til að láta verkin tala ef við fáum til þess umboð. Vindum ofan af kvótakerfinu og færum byggðunum aftur atvinnuréttinn. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hver er að hlusta? Ólafur Þ. Stephensen Fastir pennar Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Það sem var markvert við ræður formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á landsfundum flokkanna var ekki það sem var sagt heldur það sem var ósagt. Hvers konar stjórnmálaleiðtogar eru það sem hlaupa yfir helsta ágreinings- og óréttlætismál síðari tíma, þ.e. kvótakerfið í sjávarútvegi? Eru það miklir stjórnmálaleiðtogar? Í ræðu "jafnaðarmannaleiðtogans" Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur kom nákvæmlega ekkert fram um mesta óréttlætismál Íslandssögunnar, kvótakerfið sem hefur farið ránshendi um sjávarbyggðirnar. Ekkert einasta orð. Og fiskveiðar eru, vel að merkja, aðalútflutningsgrein landsmanna, meira en helmingur af vöruútflutningi kemur úr þessari atvinnugrein. Það er alls ekki trúverðugt hjá jafnaðarmanni að hlaupa yfir þetta óréttlæti. Það er greinilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki borið sitt barr síðan hún lagði leið sína inn á fund LÍÚ haustið 2005 til að friðmælast við þau samtök sem vilja með kjafti og klóm vernda glórulaust kerfi í sjávarútvegi. Geir Haarde hefur líklegast stokað út sinn öfugmælakafla um ábyrga stefnu í nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar en hann hefur verið drjúgur við að fara með öfugmæli um einhvern árangur kerfis sem hefur þrefaldað skuldir sjávarútvegsins á áratug á meðan tekjur hafa staðið í stað. Það sem hefur að öllum líkindum orðið til þess að hann stökk yfir þennan öfugmælakafla er að nýjar niðurstöður Hafró sýna að svokölluð uppbygging á þorskstofninum hefur algerlega brugðist. Nýjar niðurstöður úr vorralli Hafró gefa til kynna að íslenska þjóðarbúið verði af tugmilljarðatekjum vegna minnkandi þorsk- og ýsuveiði ef farið verður að ráðum Hafró eins og Sjálfstæðisflokkur hefur gert gagnrýnislaust um áratugaskeið. Það er auðséð að hvorki Samfylking né Sjálfstæðisflokkur treysta sér til að taka á málum og ætla að eftirláta öðrum að taka af skarið. Frjálslyndi flokkurinn kveinkar sér ekki undan ábyrgð frekar en óvinsælum ákvörðunum ef þær eru réttar og mun glaður taka til hendi í þessum málaflokki.Við erum þegar byrjuð að bretta upp ermarnar og hlökkum til að láta verkin tala ef við fáum til þess umboð. Vindum ofan af kvótakerfinu og færum byggðunum aftur atvinnuréttinn. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar