Það sem formennirnir létu ósagt Sigurjón Þórðarson skrifar 20. apríl 2007 05:00 Það sem var markvert við ræður formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á landsfundum flokkanna var ekki það sem var sagt heldur það sem var ósagt. Hvers konar stjórnmálaleiðtogar eru það sem hlaupa yfir helsta ágreinings- og óréttlætismál síðari tíma, þ.e. kvótakerfið í sjávarútvegi? Eru það miklir stjórnmálaleiðtogar? Í ræðu "jafnaðarmannaleiðtogans" Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur kom nákvæmlega ekkert fram um mesta óréttlætismál Íslandssögunnar, kvótakerfið sem hefur farið ránshendi um sjávarbyggðirnar. Ekkert einasta orð. Og fiskveiðar eru, vel að merkja, aðalútflutningsgrein landsmanna, meira en helmingur af vöruútflutningi kemur úr þessari atvinnugrein. Það er alls ekki trúverðugt hjá jafnaðarmanni að hlaupa yfir þetta óréttlæti. Það er greinilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki borið sitt barr síðan hún lagði leið sína inn á fund LÍÚ haustið 2005 til að friðmælast við þau samtök sem vilja með kjafti og klóm vernda glórulaust kerfi í sjávarútvegi. Geir Haarde hefur líklegast stokað út sinn öfugmælakafla um ábyrga stefnu í nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar en hann hefur verið drjúgur við að fara með öfugmæli um einhvern árangur kerfis sem hefur þrefaldað skuldir sjávarútvegsins á áratug á meðan tekjur hafa staðið í stað. Það sem hefur að öllum líkindum orðið til þess að hann stökk yfir þennan öfugmælakafla er að nýjar niðurstöður Hafró sýna að svokölluð uppbygging á þorskstofninum hefur algerlega brugðist. Nýjar niðurstöður úr vorralli Hafró gefa til kynna að íslenska þjóðarbúið verði af tugmilljarðatekjum vegna minnkandi þorsk- og ýsuveiði ef farið verður að ráðum Hafró eins og Sjálfstæðisflokkur hefur gert gagnrýnislaust um áratugaskeið. Það er auðséð að hvorki Samfylking né Sjálfstæðisflokkur treysta sér til að taka á málum og ætla að eftirláta öðrum að taka af skarið. Frjálslyndi flokkurinn kveinkar sér ekki undan ábyrgð frekar en óvinsælum ákvörðunum ef þær eru réttar og mun glaður taka til hendi í þessum málaflokki.Við erum þegar byrjuð að bretta upp ermarnar og hlökkum til að láta verkin tala ef við fáum til þess umboð. Vindum ofan af kvótakerfinu og færum byggðunum aftur atvinnuréttinn. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Það sem var markvert við ræður formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á landsfundum flokkanna var ekki það sem var sagt heldur það sem var ósagt. Hvers konar stjórnmálaleiðtogar eru það sem hlaupa yfir helsta ágreinings- og óréttlætismál síðari tíma, þ.e. kvótakerfið í sjávarútvegi? Eru það miklir stjórnmálaleiðtogar? Í ræðu "jafnaðarmannaleiðtogans" Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur kom nákvæmlega ekkert fram um mesta óréttlætismál Íslandssögunnar, kvótakerfið sem hefur farið ránshendi um sjávarbyggðirnar. Ekkert einasta orð. Og fiskveiðar eru, vel að merkja, aðalútflutningsgrein landsmanna, meira en helmingur af vöruútflutningi kemur úr þessari atvinnugrein. Það er alls ekki trúverðugt hjá jafnaðarmanni að hlaupa yfir þetta óréttlæti. Það er greinilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki borið sitt barr síðan hún lagði leið sína inn á fund LÍÚ haustið 2005 til að friðmælast við þau samtök sem vilja með kjafti og klóm vernda glórulaust kerfi í sjávarútvegi. Geir Haarde hefur líklegast stokað út sinn öfugmælakafla um ábyrga stefnu í nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar en hann hefur verið drjúgur við að fara með öfugmæli um einhvern árangur kerfis sem hefur þrefaldað skuldir sjávarútvegsins á áratug á meðan tekjur hafa staðið í stað. Það sem hefur að öllum líkindum orðið til þess að hann stökk yfir þennan öfugmælakafla er að nýjar niðurstöður Hafró sýna að svokölluð uppbygging á þorskstofninum hefur algerlega brugðist. Nýjar niðurstöður úr vorralli Hafró gefa til kynna að íslenska þjóðarbúið verði af tugmilljarðatekjum vegna minnkandi þorsk- og ýsuveiði ef farið verður að ráðum Hafró eins og Sjálfstæðisflokkur hefur gert gagnrýnislaust um áratugaskeið. Það er auðséð að hvorki Samfylking né Sjálfstæðisflokkur treysta sér til að taka á málum og ætla að eftirláta öðrum að taka af skarið. Frjálslyndi flokkurinn kveinkar sér ekki undan ábyrgð frekar en óvinsælum ákvörðunum ef þær eru réttar og mun glaður taka til hendi í þessum málaflokki.Við erum þegar byrjuð að bretta upp ermarnar og hlökkum til að láta verkin tala ef við fáum til þess umboð. Vindum ofan af kvótakerfinu og færum byggðunum aftur atvinnuréttinn. Höfundur er alþingismaður.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun