Bréf í Glitni seld fyrir 110 milljarða 5. apríl 2007 08:45 Glitnir. Stærstu hluthafar Glitnis, fyrir utan FL Group, lögðu í gær lokahönd á samkomulag um sölu á öllum hlutum sínum í Glitni. Þetta eru Milestone undir forystu Karls Wernerssonar og Einar Sveinsson, formaður stjórnar bankans, og aðilar tengdir honum. Alls skipta hlutir fyrir 110 milljarða króna um hendur. Unnið var að því að fínpússa samkomulagið en samkvæmt heimildum lá það fyrir í stórum dráttum síðdegis í gær. Gera má ráð fyrir að samkomulagið hafi verið undirritað eftir að blaðið fór í prentun. Við söluna innleysir Milestone milli 45 og 50 milljarða hagnað fyrir utan fjármagnskostnað, sem er Íslandsmet af innlendri eign og af svipaðri stærðargráðu og innleystur hagnaður Björgólfs Thors Björgólfssonar af sölu í tékkneska símafyrirtækinu cRA. Kaupandi hlutanna er Kaupþing banki, sem mun miðla bréfunum áfram til nýrra fjárfesta sem koma að bankanum. Einar Sveinsson og tengdir aðilar innleysa einnig verulegan hagnað. Kaup þeirra á hlutum í félaginu voru í kringum gengið sjö en verðmæti hlutarins hefur fjórfaldast frá kaupum. Þreifingar hafa verið á milli manna eftir að snurða hljóp á þráðinn í samskiptum stærstu hluthafa. FL Group gerði kröfu um aukin völd í bankanum en Einar og Milestone vildu halda dreifingu í hópnum og að enginn hluthafi tæki afgerandi forystu. Niðurstaða þeirra varð sú að hreinlegast væri í stöðunni að selja hluti sína og einbeita sér að öðrum verkefnum. Ekki eru neinar áætlanir uppi um skiptingu á eignum bankans eða breytingu á yfirstjórn. Helstu breytingar á bankanum gætu orðið að aukið vægi yrði á fjárfestingarbankastarfsemi í Bretlandi. Samkvæmt heimildum munu seljendur mynda nýtt félag og kaupa hlut af því sem selt var og því ekki hverfa alveg úr hópi hluthafa bankans. Gert er ráð fyrir að nokkrir erlendir aðilar komi að hluthafahópi bankans, svo sem Tom Hunter, sem þegar er í hluthafahópi Glitnis, og fleiri viðskiptafélagar Baugs í Bretlandi. Auk þess muni innlendir aðilar sem fjárfest hafa með Baugi og FL Group kaupa hlut í bankanum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Stærstu hluthafar Glitnis, fyrir utan FL Group, lögðu í gær lokahönd á samkomulag um sölu á öllum hlutum sínum í Glitni. Þetta eru Milestone undir forystu Karls Wernerssonar og Einar Sveinsson, formaður stjórnar bankans, og aðilar tengdir honum. Alls skipta hlutir fyrir 110 milljarða króna um hendur. Unnið var að því að fínpússa samkomulagið en samkvæmt heimildum lá það fyrir í stórum dráttum síðdegis í gær. Gera má ráð fyrir að samkomulagið hafi verið undirritað eftir að blaðið fór í prentun. Við söluna innleysir Milestone milli 45 og 50 milljarða hagnað fyrir utan fjármagnskostnað, sem er Íslandsmet af innlendri eign og af svipaðri stærðargráðu og innleystur hagnaður Björgólfs Thors Björgólfssonar af sölu í tékkneska símafyrirtækinu cRA. Kaupandi hlutanna er Kaupþing banki, sem mun miðla bréfunum áfram til nýrra fjárfesta sem koma að bankanum. Einar Sveinsson og tengdir aðilar innleysa einnig verulegan hagnað. Kaup þeirra á hlutum í félaginu voru í kringum gengið sjö en verðmæti hlutarins hefur fjórfaldast frá kaupum. Þreifingar hafa verið á milli manna eftir að snurða hljóp á þráðinn í samskiptum stærstu hluthafa. FL Group gerði kröfu um aukin völd í bankanum en Einar og Milestone vildu halda dreifingu í hópnum og að enginn hluthafi tæki afgerandi forystu. Niðurstaða þeirra varð sú að hreinlegast væri í stöðunni að selja hluti sína og einbeita sér að öðrum verkefnum. Ekki eru neinar áætlanir uppi um skiptingu á eignum bankans eða breytingu á yfirstjórn. Helstu breytingar á bankanum gætu orðið að aukið vægi yrði á fjárfestingarbankastarfsemi í Bretlandi. Samkvæmt heimildum munu seljendur mynda nýtt félag og kaupa hlut af því sem selt var og því ekki hverfa alveg úr hópi hluthafa bankans. Gert er ráð fyrir að nokkrir erlendir aðilar komi að hluthafahópi bankans, svo sem Tom Hunter, sem þegar er í hluthafahópi Glitnis, og fleiri viðskiptafélagar Baugs í Bretlandi. Auk þess muni innlendir aðilar sem fjárfest hafa með Baugi og FL Group kaupa hlut í bankanum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira