Bréf í Glitni seld fyrir 110 milljarða 5. apríl 2007 08:45 Glitnir. Stærstu hluthafar Glitnis, fyrir utan FL Group, lögðu í gær lokahönd á samkomulag um sölu á öllum hlutum sínum í Glitni. Þetta eru Milestone undir forystu Karls Wernerssonar og Einar Sveinsson, formaður stjórnar bankans, og aðilar tengdir honum. Alls skipta hlutir fyrir 110 milljarða króna um hendur. Unnið var að því að fínpússa samkomulagið en samkvæmt heimildum lá það fyrir í stórum dráttum síðdegis í gær. Gera má ráð fyrir að samkomulagið hafi verið undirritað eftir að blaðið fór í prentun. Við söluna innleysir Milestone milli 45 og 50 milljarða hagnað fyrir utan fjármagnskostnað, sem er Íslandsmet af innlendri eign og af svipaðri stærðargráðu og innleystur hagnaður Björgólfs Thors Björgólfssonar af sölu í tékkneska símafyrirtækinu cRA. Kaupandi hlutanna er Kaupþing banki, sem mun miðla bréfunum áfram til nýrra fjárfesta sem koma að bankanum. Einar Sveinsson og tengdir aðilar innleysa einnig verulegan hagnað. Kaup þeirra á hlutum í félaginu voru í kringum gengið sjö en verðmæti hlutarins hefur fjórfaldast frá kaupum. Þreifingar hafa verið á milli manna eftir að snurða hljóp á þráðinn í samskiptum stærstu hluthafa. FL Group gerði kröfu um aukin völd í bankanum en Einar og Milestone vildu halda dreifingu í hópnum og að enginn hluthafi tæki afgerandi forystu. Niðurstaða þeirra varð sú að hreinlegast væri í stöðunni að selja hluti sína og einbeita sér að öðrum verkefnum. Ekki eru neinar áætlanir uppi um skiptingu á eignum bankans eða breytingu á yfirstjórn. Helstu breytingar á bankanum gætu orðið að aukið vægi yrði á fjárfestingarbankastarfsemi í Bretlandi. Samkvæmt heimildum munu seljendur mynda nýtt félag og kaupa hlut af því sem selt var og því ekki hverfa alveg úr hópi hluthafa bankans. Gert er ráð fyrir að nokkrir erlendir aðilar komi að hluthafahópi bankans, svo sem Tom Hunter, sem þegar er í hluthafahópi Glitnis, og fleiri viðskiptafélagar Baugs í Bretlandi. Auk þess muni innlendir aðilar sem fjárfest hafa með Baugi og FL Group kaupa hlut í bankanum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Stærstu hluthafar Glitnis, fyrir utan FL Group, lögðu í gær lokahönd á samkomulag um sölu á öllum hlutum sínum í Glitni. Þetta eru Milestone undir forystu Karls Wernerssonar og Einar Sveinsson, formaður stjórnar bankans, og aðilar tengdir honum. Alls skipta hlutir fyrir 110 milljarða króna um hendur. Unnið var að því að fínpússa samkomulagið en samkvæmt heimildum lá það fyrir í stórum dráttum síðdegis í gær. Gera má ráð fyrir að samkomulagið hafi verið undirritað eftir að blaðið fór í prentun. Við söluna innleysir Milestone milli 45 og 50 milljarða hagnað fyrir utan fjármagnskostnað, sem er Íslandsmet af innlendri eign og af svipaðri stærðargráðu og innleystur hagnaður Björgólfs Thors Björgólfssonar af sölu í tékkneska símafyrirtækinu cRA. Kaupandi hlutanna er Kaupþing banki, sem mun miðla bréfunum áfram til nýrra fjárfesta sem koma að bankanum. Einar Sveinsson og tengdir aðilar innleysa einnig verulegan hagnað. Kaup þeirra á hlutum í félaginu voru í kringum gengið sjö en verðmæti hlutarins hefur fjórfaldast frá kaupum. Þreifingar hafa verið á milli manna eftir að snurða hljóp á þráðinn í samskiptum stærstu hluthafa. FL Group gerði kröfu um aukin völd í bankanum en Einar og Milestone vildu halda dreifingu í hópnum og að enginn hluthafi tæki afgerandi forystu. Niðurstaða þeirra varð sú að hreinlegast væri í stöðunni að selja hluti sína og einbeita sér að öðrum verkefnum. Ekki eru neinar áætlanir uppi um skiptingu á eignum bankans eða breytingu á yfirstjórn. Helstu breytingar á bankanum gætu orðið að aukið vægi yrði á fjárfestingarbankastarfsemi í Bretlandi. Samkvæmt heimildum munu seljendur mynda nýtt félag og kaupa hlut af því sem selt var og því ekki hverfa alveg úr hópi hluthafa bankans. Gert er ráð fyrir að nokkrir erlendir aðilar komi að hluthafahópi bankans, svo sem Tom Hunter, sem þegar er í hluthafahópi Glitnis, og fleiri viðskiptafélagar Baugs í Bretlandi. Auk þess muni innlendir aðilar sem fjárfest hafa með Baugi og FL Group kaupa hlut í bankanum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira