Ég var bara kjúklingur fyrir átta árum 31. mars 2007 10:00 Anna Bryndís Blöndal getur í dag orðið Íslandsmeistari í handbolta með Stjörnunni í þriðja sinn. Anna er eini leikmaður liðsins í dag sem spilaði með meistaraliðinu 1999 en með sigri á Akureyri í dag verður liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 8 ár. „Það er orðið langt síðan Íslandsbikarinn kom hingað. Það duttu margir út eftir að við unnum 1999 og það tók við endurnýjun sem er að skila sér núna. Þessar ungu stelpur sem hafa verið að koma inn í meistaraflokkinn eru að blómstra núna,“ segir Anna sem hefur engar áhyggjur af því að þær klúðri titlinum úr þessu. „Þetta er komið í mínum huga. Við erum með besta liðið og mestu breiddina og mér hefði fundist það vera skandall ef við hefðum ekki unnið titilinn. Ég er samt mjög ánægð með að við skulum vera að ná honum,“ segir Anna sem segir hinar stelpurnar eiga eftir að kynnast frábærri tilfinningu. „Þegar maður vinnur þá veit maður fyrst hversu sárt það er að tapa,“ segir Anna sem segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst. „Ég var kjúklingur fyrir átta árum og horfði bara á stjörnurnar og fylgdi þeim. Núna er ég meira þessi sem talar og ríf stelpurnar með mér. Þetta hefur snúist við,“ segir Anna. „Yfirleitt spilaði maður 59 mínútur en núna er maður ekki að spila nærri alla leikina. Það er samt mjög gaman og það er ótrúlegt hvað það hefur verið góð samstaða í Stjörnuliðinu miðað við það hvað það eru margir góðir leikmenn að slást um stöður í liðinu,“ segir Anna. Anna var lítið með í fyrra en hefur verið í stóru hlutverki hjá Stjörnuliðinu í vetur. „Ég var að útskrifast sem lyfjafræðingur og var að klára lokaritgerðina mína. Maður á tvö börn og heimili og árið á undan var mjög erfitt. Ég ákvað að taka mér frí og einbeita mér að ritgerðinni og útskrifast. Ég held að ég hefði bara brunnið út ef að ég hefði reynt að spila síðasta vetur,“ segir Anna sem er í skýjunum með veturinn. „Við erum búnar að standa okkur frábærlega í vetur og stóðumst þá pressu sem var sett á okkur. Sú sem tekur vítin skorar náttúrlega mest en að öðru leyti eru allir að skora 3 til 4 mörk í leik og þetta er að dreifast rosalega vel á hópinn,“ segir Anna sem sjálf hefur skorað 3,2 mörk að meðaltali í leik. Olís-deild kvenna Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Anna Bryndís Blöndal getur í dag orðið Íslandsmeistari í handbolta með Stjörnunni í þriðja sinn. Anna er eini leikmaður liðsins í dag sem spilaði með meistaraliðinu 1999 en með sigri á Akureyri í dag verður liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 8 ár. „Það er orðið langt síðan Íslandsbikarinn kom hingað. Það duttu margir út eftir að við unnum 1999 og það tók við endurnýjun sem er að skila sér núna. Þessar ungu stelpur sem hafa verið að koma inn í meistaraflokkinn eru að blómstra núna,“ segir Anna sem hefur engar áhyggjur af því að þær klúðri titlinum úr þessu. „Þetta er komið í mínum huga. Við erum með besta liðið og mestu breiddina og mér hefði fundist það vera skandall ef við hefðum ekki unnið titilinn. Ég er samt mjög ánægð með að við skulum vera að ná honum,“ segir Anna sem segir hinar stelpurnar eiga eftir að kynnast frábærri tilfinningu. „Þegar maður vinnur þá veit maður fyrst hversu sárt það er að tapa,“ segir Anna sem segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst. „Ég var kjúklingur fyrir átta árum og horfði bara á stjörnurnar og fylgdi þeim. Núna er ég meira þessi sem talar og ríf stelpurnar með mér. Þetta hefur snúist við,“ segir Anna. „Yfirleitt spilaði maður 59 mínútur en núna er maður ekki að spila nærri alla leikina. Það er samt mjög gaman og það er ótrúlegt hvað það hefur verið góð samstaða í Stjörnuliðinu miðað við það hvað það eru margir góðir leikmenn að slást um stöður í liðinu,“ segir Anna. Anna var lítið með í fyrra en hefur verið í stóru hlutverki hjá Stjörnuliðinu í vetur. „Ég var að útskrifast sem lyfjafræðingur og var að klára lokaritgerðina mína. Maður á tvö börn og heimili og árið á undan var mjög erfitt. Ég ákvað að taka mér frí og einbeita mér að ritgerðinni og útskrifast. Ég held að ég hefði bara brunnið út ef að ég hefði reynt að spila síðasta vetur,“ segir Anna sem er í skýjunum með veturinn. „Við erum búnar að standa okkur frábærlega í vetur og stóðumst þá pressu sem var sett á okkur. Sú sem tekur vítin skorar náttúrlega mest en að öðru leyti eru allir að skora 3 til 4 mörk í leik og þetta er að dreifast rosalega vel á hópinn,“ segir Anna sem sjálf hefur skorað 3,2 mörk að meðaltali í leik.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira