Lætur aldrei efast um fjármögnun bankans aftur 14. febrúar 2007 00:01 Sigurjón Þ. Árnason „Í upphafi útrásarinnar voru íslensku bankarnir algjörlega nauðsynlegur bakhjarl fyrir íslensku fyrirtækin. Án þessa bakhjarls hefði útrásin aldrei átt sér stað í sama mæli og hún hefur gert. Nú hafa þau meiri möguleika á að afla sér fjár á alþjóðlegum mörkuðum þótt íslensku bankarnir séu enn mikilvæg stoð fyrir þau.“ MYND/Valli Landsbankinn er ekki sami banki og hann var þegar ríkið losaði um eignarhlut sinn fyrir rúmum fjórum árum. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur: Hagnaður hefur farið úr 2,1 milljarði króna árið 2002 í 40,2 milljarða á síðasta ári. Heildareignir voru 278 milljarðar í lok árs 2002 en stóðu í 2.173 milljörðum í árslok og þá hefur eigið fé vaxið úr sautján milljörðum króna í 144 milljarða. Á sama tíma hefur starfsmönnum bankans fjölgað úr eitt þúsund í 2.100 og starfar bankinn nú í fimmtán löndum en var með starfsemi í tveimur fyrir fjórum árum. Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, finnst alltaf gaman að velta upp staðreyndum út frá tölum. „Til að setja eignir Landsbankans í eitthvað samhengi þá er verðmæti allra fasteigna á Íslandi samkvæmt fasteignamati 3.400 milljarðar.“ Þessi gríðarlegi vöxtur gildir ekki einvörðungu um bankann sem hann stýrir. Sami vöxtur hefur átt sér stað annars staðar í fjármálakerfinu og nema nú samanlagðar tekjur bankanna tekjum ríkisins. „Um leið og verðmætin ná ákveðinni lágmarksstærð á alþjóðlegum vettvangi þá eru þau orðin risastór í íslensku samhengi. Afleiðingin er auðvitað að það verður til umræða um það hvort bankarnir ætli að skipta um mynt,“ segir hann og bætir við: „Það sem hefur gerst er að hin raunverulega stóriðja á Íslandi er auðvitað bankarnir og öll útrásarfyrirtækin. Þarna er mikið af hálaunastörfum sem hafa skapast á stuttum tíma í þjóðfélaginu.“ Sigurjón var ráðinn bankastjóri Landsbankans við hlið Halldórs J. Kristjánssonar vorið 2003, en hóf störf hjá Búnaðarbankanum árið 1995 og var ráðinn framkvæmdastjóri hjá BÍ þremur árum síðar. Hann hefur því gengið í gegnum þær miklu breytingar sem orðið hafa á fjármálamarkaði á síðustu árum og velt þeim fyrir sér.Útrásin af ÍslendingumSigurjón segist hafa velt því fyrir sér hvaða ástæður skýri þessar miklu breytingar sem átt hafa sér stað í íslensku efnahagslífi. Ein ástæðan er sú að Íslendingar tóku þá skynsamlegu ákvörðun að ganga inn í EES árið 1993 sem lagði grunn að miklu frelsi á Íslandi og að einkavæðingu. Þá er ákveðin sérstaða í íslenska kerfinu að fólk er vant því að vinna raunverulega vinnu frá unglingsárum og taka þar til við að leysa alvöru verkefni og sýna dugnað. „Þetta er auðvitað tengt því hversu stutt er síðan Íslendingar bjuggu við raunverulega fátækt. Þessi vinnuharka gefur okkur ákveðið forskot í samfélagi velmegandi þjóða þótt líklegt sé að það forskot sé á undanhaldi eftir því sem við búum lengur við efnahagslegar allsnægtir.“Sigurjón nefnir í þriðja lagi að metnaður í menntamálum hafi fleygt okkur langt, til dæmis sú hefð að mennta sig erlendis, afla upplýsinga, búa til tengsl og koma heim að námi loknu til að ala upp börnin og vinna hér. Að lokum bendir Sigurjón á fjórða atriðið sem er tvíþætt. „Menn höfðu vit á því þegar var verið að losa um eignir að selja þær ekki til útlendinga. Það voru margir sem vildu selja Landsbankann í SEB og hina bankana til útlendinga.“ Annars er hætt við því að öll þau stóru verkefni sem ráðist var í á upphafsdögum útrásarinnar hefðu aldrei orðið að veruleika ef ákvarðanir um útlán til þeirra hefðu verið teknar af erlendum aðilum. „Í upphafi útrásarinnar voru íslensku bankarnir algjörlega nauðsynlegur bakhjarl fyrir íslensku fyrirtækin. Án þessa bakhjarls hefði útrásin aldrei átt sér stað í sama mæli og hún hefur gert. Nú hafa þau meiri möguleika á að afla sér fjár á alþjóðlegum mörkuðum þótt íslensku bankarnir séu enn mikilvæg stoð fyrir þá.“ Síðan nefnir hann, sem eitt atriði, að til hafi orðið fyrirmyndir í viðskiptalífinu sem hafa náð miklum árangri og hvatt aðra athafnamenn og -konur til dáða.Evrópskur fjárfestingabankiSigurjón segir að Landsbankinn sé alhliða banki sem veiti einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu frá a-ö. Hins vegar sé það ekkert launungarmál að þunginn hjá Landsbankanum, rétt eins og hjá öðrum íslenskum bönkum, liggur á fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði, enda hafi stórum hluta á einstaklingsmarkaði, eins og íbúðalánamarkaði, verið haldið frá viðskiptabönkunum þótt einhver breyting hafi orðið á síðustu árum. Sigurjón segir að stjórnendur bankans séu að byggja upp evrópskan fyrirtækja- og fjárfestingabanka. Í því felst verðbréfa- og afleiðumiðlun, greiningar, fyrirtækjaráðgjöf, bankaþjónusta fyrir fyrirtæki sérstaklega í þeim tilfellum þegar þau eru að vaxa með kaupum, endurskipulagningu eða að fara í skuldsettar yfirtökur og síðan hangir eignastýring og sérbankaþjónusta við þetta allt saman.Sigurjón tekur ennfremur fram að bankinn reki, til hliðar við þetta, starfsemi erlendis sem hefur svipaða eiginleika og útibúanetið á Íslandi. Í fjárfestingarbankastarfseminni er bankinn að eiga við tiltölulega fáa en stóra viðskiptavini. En þegar kemur að einstaklingum er þessu snúið við, og viðskiptavinirnir eru margir en ekki stórir hver um sig. Það safnast þó þegar saman kemur auk þess sem fjölgun viðskiptavina eykur stöðugleika og hefur því jákvæð áhrif á lánshæfismat. Þarna nefnir Sigurjón uppbyggingu viðskiptabankastarfseminnar í Bretlandi sem hefur vaxið mjög hratt á síðustu mánuðum.Litlu eytt í yfirtökurHann segir að útrás Landsbankans hafi miðast við að gera þá hluti sem bankinn er bestur í og fljótlega eftir að farið var af stað kom í ljós að það var tómarúm á þeim markaði sem bankinn starfar á, að bjóða upp á alhliða bankaþjónstu með áherslu á meðalstór og lítil evrópsk fyrirtæki sem eru stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða. „Meginreglan í Evrópu er sú að bankar sem eru að sinna fyrirtækjum af þessari stærðargráðu eru að sinna afviknum mörkuðum. Það sem við bjóðum hins vegar upp á er að hafa starfsemi og þekkingu nánast um alla Evrópu. Þetta veitir Landsbankanum ákveðið forskot í þjónustu á þessum markaði. Við metum það svo að það hafi verið glufa sem við erum að starfa í.“Bankastjórinn segir að bankinn hafi bæði verið að byggja upp starfsemi utanlands annars vegar frá grunni og hins vegar með kaupum. „Fáir gera sér grein fyrir hversu litlu Landsbankinn hefur kostað til að stækka. Allt í allt hefur bankinn eytt aðeins um 350 milljónum evra, sem eru um þrjátíu milljarðar króna, í kaup á öðrum evrópskum fjármálafyrirtækjum. Þetta er minni fjárfesting en árshagnaður bankans á síðasta ári,“ bendir hann á og segir að þetta sé einnig mun lægri fjárhæð en það sem hinir bankarnir eyða í fjárfestingar á öðrum fjármálafyrirtækjum. Landsbankinn hefur keypt litlar einingar, einkum á Bretlandseyjum og meginlandi Evrópu, og notað þær sem stökkpall til frekari vaxtar með því að ráða inn starfsfólk og byggt upp nýjar rekstrareiningar innan þeirra frá grunni. Dótturfélag Landsbankans eru Landsbanki Luxembourg, Heritable Bank, verðbréfafyrirtækin Teather & Greenwood í Bretlandi, Kepler Equities í Evrópu og Merrion Capital á Írlandi auk smærri fyrirtækja. Til viðbótar rekur bankinn einnig útibú undir eigin nafni í Lundúnum og Amsterdam og söluskrifstofu í Kanada.Tilbúinn í stærri yfirtökurSamþætting yfirtekinna fyrirtækja við Landsbankann hefur gengið vel að sögn Sigurjóns þrátt fyrir að þau starfi á ólíkum menningarsvæðum. Kepler er þannig með starfsemi í sex Evrópulöndum, í Mið- og Suður-Evrópu, og einnig í Bandaríkjunum. Landsbankinn hefur jafnt og þétt verið að færa nafn sitt yfir á yfirteknu félögin. „Við erum að gera þetta hægt og bítandi þannig að við missum ekki frá okkur starfsfólk. Tölurnar eru sennilega besti mælikvarðinn á það að þetta er að ganga vel hjá okkur.“Sigurjón viðurkennir fúslega að það komi að því að Landsbankinn ráðist í stóra yfirtöku og mikill fjárhagslegur styrkur um þessar mundir kemur þá að góðum notum. Núverandi aðferðafræði bankans, að kaupa ódýrt og vaxa hratt á eigin vexti einum saman, mun héðan af ekki tvöfalda stærð bankans af jafn miklum hraða og áður. „Auðvitað kemur að því að við kaupum eitthvað stórt en enn sem komið er hefur verðmætaaukning og tekjuaukning komið að mestu innan frá. Við höfum alltaf eitthvað til skoðunar.“ Spurður um hvort tækifæri geti legið á innanlandsmarkaði segir Sigurjón að aðstæður hérlendis séu flóknar. Komið var í veg fyrir samruna Búnaðarbanka og Landsbanka á sínum tíma. Nú eru reknir þrír bankar með útibúanet og fjárfestingabankaþjónustu auk sparisjóða og fjárfestingabankans Straums-Burðaráss. „Það er ekki augljóst í mínum huga að þetta kerfi sé skynsamlegt.“Milljarðar í innlánTalið berst að Icesave-innlánaverkefninu í Bretlandi sem Sigurjón kallar tæra snilld. Frá því að verkefninu var ýtt úr vör þann 10. október hafa 54 þúsund reikningar verið stofnaðir og námu innlagnir 1.650 milljónum punda um helgina sem eru 220 milljarðar króna. Eftir áramótin hefur Landsbankinn verið að taka inn þrjá milljarða króna að meðaltali á dag.En hvernig kom þetta verkefni til? Sigurjón segir að áður en neikvæð umræða hófst um bankana í fyrra stóðu menn í þeirri trú að aðgengi að fjármálamörkuðum væri ekki takmarkandi þáttur í vexti bankanna sökum góðrar afkomu og ágætra lánshæfiseinkunna. Svo fór umræðan af stað, krónan veiktist allverulega og efast var um að bankarnir næðu að endurfjármagna sig fyrir árið 2007. „Það sem við töldum vera framtíðarlausn var einfaldlega sú að vera ekki svona háður þessum fjármálamörkuðum. Ein lausn er við því, og hún er sú að afla innlána. Við settumst því niður og horfðum fljótlega á innlánsstarfsemina í Bretlandi, sem hafði byggst á innlánum stórra viðskiptavina, en vildum hins vegar finna framtíðarlausn. Við duttum því niður á þá hugmynd að búa til netreikning sem ber hærri innlánsvexti en gengur og gerist og auglýsir sig þannig sjálfur því það er svo dýrt að auglýsa.“Ráðgjafar Landsbankans ráðlögðu honum að tengja verkefnið eins mikið og hægt væri við Ísland, enda eru Bretar almennt jákvæðir gagnvart Ísland og myndu sjá að á bak við Icesave stæði traustur, 120 ára gamall banki sem var metinn af alþjóðlegum fyrirtækjum. Samið var við Newcastle Building Society um að annast alla þjónustu í kringum Icesave. „Það eina sem ég þarf að gera er að kíkja í lok dags hvað er kominn mikill peningur inn,“ segir Sigurjón hlæjandi, tekur upp símann og segir skömmu síðar: „Það bættust við fimmtíu milljónir punda bara á föstudaginn!“Sagan endurtaki sig ekkiSigurjón hefur ekki miklar áhyggjur af því að koma öllu þessu innlánaflóði í vinnu. Það er mikið rými fyrir innlán til að koma í stað annarrar fjármögnunar auk þess sem innlánin styðja við áframhaldandi vöxt. En Sigurjón lítur einnig á aukin innlán sem tryggingu fyrir því að atburðir síðasta árs endurtaki sig ekki, jafnvel þótt þetta kunni að hafa áhrif á arðsemi bankans. „Við ætlum aldrei aftur að lenda í þeirri aðstöðu að einhver efist um fjármögnun bankans. Til þess að svo geti orðið þurfti að breyta uppbyggingu fjármögnunar og einnig að auka lausafé. Við töldum okkur hafa yfirdrifið nóg af lausafé og aldrei höfðu verið gerðar athugasemdir við þá stöðu. En þegar menn fóru að efast um það þá var einfaldlega ákveðið að bæta lausafjárstöðuna.“Hann tekur fram að það hafi verið mikið lán að sú neikvæða umræða sem fór af stað um íslenska bankakerfið skuli hafa gerst árið 2006 en ekki á öðrum tíma. Aðstæður voru það góðar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hvað varðaði peningaflæði í umferð að íslensku bankarnir komust á endanum áfallalaust í gegnum þessa krísu. Sótt var inn á nýja skuldabréfamarkaði og lánveitendur voru tilbúnir að lána fyrir hærra álagi. „Við gerðum líka ýmsar breytingar. Komum upplýsingum á framfæri, minnkuðum hlutabréfastöður og fórum í þetta innlánsverkefni.“ Ef sagan endurtæki sig ættu íslenskir bankar, að mati Sigurjóns, ekki að eiga í neinum vandræðum með að komast í gegnum þær aðstæður.Bankastjórinn horfir spenntur fram á veginn. Landsbankinn hefur á skömmum tíma breyst í öflugt útrásarfyrirtæki sem er með helming tekna sinna erlendis. „Hinum hraða vexti hefur fylgt aukin samræming í starfseminni og bankinn býður nú upp á stöðugt fleiri þjónustuþætti í útibúum og starfsstöðvum sínum. Á sama tíma er bankinn einnig í sterkri stöðu til þess að stíga næstu skref í útrásinni,“ segir Sigurjón að lokum. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Landsbankinn er ekki sami banki og hann var þegar ríkið losaði um eignarhlut sinn fyrir rúmum fjórum árum. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur: Hagnaður hefur farið úr 2,1 milljarði króna árið 2002 í 40,2 milljarða á síðasta ári. Heildareignir voru 278 milljarðar í lok árs 2002 en stóðu í 2.173 milljörðum í árslok og þá hefur eigið fé vaxið úr sautján milljörðum króna í 144 milljarða. Á sama tíma hefur starfsmönnum bankans fjölgað úr eitt þúsund í 2.100 og starfar bankinn nú í fimmtán löndum en var með starfsemi í tveimur fyrir fjórum árum. Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, finnst alltaf gaman að velta upp staðreyndum út frá tölum. „Til að setja eignir Landsbankans í eitthvað samhengi þá er verðmæti allra fasteigna á Íslandi samkvæmt fasteignamati 3.400 milljarðar.“ Þessi gríðarlegi vöxtur gildir ekki einvörðungu um bankann sem hann stýrir. Sami vöxtur hefur átt sér stað annars staðar í fjármálakerfinu og nema nú samanlagðar tekjur bankanna tekjum ríkisins. „Um leið og verðmætin ná ákveðinni lágmarksstærð á alþjóðlegum vettvangi þá eru þau orðin risastór í íslensku samhengi. Afleiðingin er auðvitað að það verður til umræða um það hvort bankarnir ætli að skipta um mynt,“ segir hann og bætir við: „Það sem hefur gerst er að hin raunverulega stóriðja á Íslandi er auðvitað bankarnir og öll útrásarfyrirtækin. Þarna er mikið af hálaunastörfum sem hafa skapast á stuttum tíma í þjóðfélaginu.“ Sigurjón var ráðinn bankastjóri Landsbankans við hlið Halldórs J. Kristjánssonar vorið 2003, en hóf störf hjá Búnaðarbankanum árið 1995 og var ráðinn framkvæmdastjóri hjá BÍ þremur árum síðar. Hann hefur því gengið í gegnum þær miklu breytingar sem orðið hafa á fjármálamarkaði á síðustu árum og velt þeim fyrir sér.Útrásin af ÍslendingumSigurjón segist hafa velt því fyrir sér hvaða ástæður skýri þessar miklu breytingar sem átt hafa sér stað í íslensku efnahagslífi. Ein ástæðan er sú að Íslendingar tóku þá skynsamlegu ákvörðun að ganga inn í EES árið 1993 sem lagði grunn að miklu frelsi á Íslandi og að einkavæðingu. Þá er ákveðin sérstaða í íslenska kerfinu að fólk er vant því að vinna raunverulega vinnu frá unglingsárum og taka þar til við að leysa alvöru verkefni og sýna dugnað. „Þetta er auðvitað tengt því hversu stutt er síðan Íslendingar bjuggu við raunverulega fátækt. Þessi vinnuharka gefur okkur ákveðið forskot í samfélagi velmegandi þjóða þótt líklegt sé að það forskot sé á undanhaldi eftir því sem við búum lengur við efnahagslegar allsnægtir.“Sigurjón nefnir í þriðja lagi að metnaður í menntamálum hafi fleygt okkur langt, til dæmis sú hefð að mennta sig erlendis, afla upplýsinga, búa til tengsl og koma heim að námi loknu til að ala upp börnin og vinna hér. Að lokum bendir Sigurjón á fjórða atriðið sem er tvíþætt. „Menn höfðu vit á því þegar var verið að losa um eignir að selja þær ekki til útlendinga. Það voru margir sem vildu selja Landsbankann í SEB og hina bankana til útlendinga.“ Annars er hætt við því að öll þau stóru verkefni sem ráðist var í á upphafsdögum útrásarinnar hefðu aldrei orðið að veruleika ef ákvarðanir um útlán til þeirra hefðu verið teknar af erlendum aðilum. „Í upphafi útrásarinnar voru íslensku bankarnir algjörlega nauðsynlegur bakhjarl fyrir íslensku fyrirtækin. Án þessa bakhjarls hefði útrásin aldrei átt sér stað í sama mæli og hún hefur gert. Nú hafa þau meiri möguleika á að afla sér fjár á alþjóðlegum mörkuðum þótt íslensku bankarnir séu enn mikilvæg stoð fyrir þá.“ Síðan nefnir hann, sem eitt atriði, að til hafi orðið fyrirmyndir í viðskiptalífinu sem hafa náð miklum árangri og hvatt aðra athafnamenn og -konur til dáða.Evrópskur fjárfestingabankiSigurjón segir að Landsbankinn sé alhliða banki sem veiti einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu frá a-ö. Hins vegar sé það ekkert launungarmál að þunginn hjá Landsbankanum, rétt eins og hjá öðrum íslenskum bönkum, liggur á fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði, enda hafi stórum hluta á einstaklingsmarkaði, eins og íbúðalánamarkaði, verið haldið frá viðskiptabönkunum þótt einhver breyting hafi orðið á síðustu árum. Sigurjón segir að stjórnendur bankans séu að byggja upp evrópskan fyrirtækja- og fjárfestingabanka. Í því felst verðbréfa- og afleiðumiðlun, greiningar, fyrirtækjaráðgjöf, bankaþjónusta fyrir fyrirtæki sérstaklega í þeim tilfellum þegar þau eru að vaxa með kaupum, endurskipulagningu eða að fara í skuldsettar yfirtökur og síðan hangir eignastýring og sérbankaþjónusta við þetta allt saman.Sigurjón tekur ennfremur fram að bankinn reki, til hliðar við þetta, starfsemi erlendis sem hefur svipaða eiginleika og útibúanetið á Íslandi. Í fjárfestingarbankastarfseminni er bankinn að eiga við tiltölulega fáa en stóra viðskiptavini. En þegar kemur að einstaklingum er þessu snúið við, og viðskiptavinirnir eru margir en ekki stórir hver um sig. Það safnast þó þegar saman kemur auk þess sem fjölgun viðskiptavina eykur stöðugleika og hefur því jákvæð áhrif á lánshæfismat. Þarna nefnir Sigurjón uppbyggingu viðskiptabankastarfseminnar í Bretlandi sem hefur vaxið mjög hratt á síðustu mánuðum.Litlu eytt í yfirtökurHann segir að útrás Landsbankans hafi miðast við að gera þá hluti sem bankinn er bestur í og fljótlega eftir að farið var af stað kom í ljós að það var tómarúm á þeim markaði sem bankinn starfar á, að bjóða upp á alhliða bankaþjónstu með áherslu á meðalstór og lítil evrópsk fyrirtæki sem eru stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða. „Meginreglan í Evrópu er sú að bankar sem eru að sinna fyrirtækjum af þessari stærðargráðu eru að sinna afviknum mörkuðum. Það sem við bjóðum hins vegar upp á er að hafa starfsemi og þekkingu nánast um alla Evrópu. Þetta veitir Landsbankanum ákveðið forskot í þjónustu á þessum markaði. Við metum það svo að það hafi verið glufa sem við erum að starfa í.“Bankastjórinn segir að bankinn hafi bæði verið að byggja upp starfsemi utanlands annars vegar frá grunni og hins vegar með kaupum. „Fáir gera sér grein fyrir hversu litlu Landsbankinn hefur kostað til að stækka. Allt í allt hefur bankinn eytt aðeins um 350 milljónum evra, sem eru um þrjátíu milljarðar króna, í kaup á öðrum evrópskum fjármálafyrirtækjum. Þetta er minni fjárfesting en árshagnaður bankans á síðasta ári,“ bendir hann á og segir að þetta sé einnig mun lægri fjárhæð en það sem hinir bankarnir eyða í fjárfestingar á öðrum fjármálafyrirtækjum. Landsbankinn hefur keypt litlar einingar, einkum á Bretlandseyjum og meginlandi Evrópu, og notað þær sem stökkpall til frekari vaxtar með því að ráða inn starfsfólk og byggt upp nýjar rekstrareiningar innan þeirra frá grunni. Dótturfélag Landsbankans eru Landsbanki Luxembourg, Heritable Bank, verðbréfafyrirtækin Teather & Greenwood í Bretlandi, Kepler Equities í Evrópu og Merrion Capital á Írlandi auk smærri fyrirtækja. Til viðbótar rekur bankinn einnig útibú undir eigin nafni í Lundúnum og Amsterdam og söluskrifstofu í Kanada.Tilbúinn í stærri yfirtökurSamþætting yfirtekinna fyrirtækja við Landsbankann hefur gengið vel að sögn Sigurjóns þrátt fyrir að þau starfi á ólíkum menningarsvæðum. Kepler er þannig með starfsemi í sex Evrópulöndum, í Mið- og Suður-Evrópu, og einnig í Bandaríkjunum. Landsbankinn hefur jafnt og þétt verið að færa nafn sitt yfir á yfirteknu félögin. „Við erum að gera þetta hægt og bítandi þannig að við missum ekki frá okkur starfsfólk. Tölurnar eru sennilega besti mælikvarðinn á það að þetta er að ganga vel hjá okkur.“Sigurjón viðurkennir fúslega að það komi að því að Landsbankinn ráðist í stóra yfirtöku og mikill fjárhagslegur styrkur um þessar mundir kemur þá að góðum notum. Núverandi aðferðafræði bankans, að kaupa ódýrt og vaxa hratt á eigin vexti einum saman, mun héðan af ekki tvöfalda stærð bankans af jafn miklum hraða og áður. „Auðvitað kemur að því að við kaupum eitthvað stórt en enn sem komið er hefur verðmætaaukning og tekjuaukning komið að mestu innan frá. Við höfum alltaf eitthvað til skoðunar.“ Spurður um hvort tækifæri geti legið á innanlandsmarkaði segir Sigurjón að aðstæður hérlendis séu flóknar. Komið var í veg fyrir samruna Búnaðarbanka og Landsbanka á sínum tíma. Nú eru reknir þrír bankar með útibúanet og fjárfestingabankaþjónustu auk sparisjóða og fjárfestingabankans Straums-Burðaráss. „Það er ekki augljóst í mínum huga að þetta kerfi sé skynsamlegt.“Milljarðar í innlánTalið berst að Icesave-innlánaverkefninu í Bretlandi sem Sigurjón kallar tæra snilld. Frá því að verkefninu var ýtt úr vör þann 10. október hafa 54 þúsund reikningar verið stofnaðir og námu innlagnir 1.650 milljónum punda um helgina sem eru 220 milljarðar króna. Eftir áramótin hefur Landsbankinn verið að taka inn þrjá milljarða króna að meðaltali á dag.En hvernig kom þetta verkefni til? Sigurjón segir að áður en neikvæð umræða hófst um bankana í fyrra stóðu menn í þeirri trú að aðgengi að fjármálamörkuðum væri ekki takmarkandi þáttur í vexti bankanna sökum góðrar afkomu og ágætra lánshæfiseinkunna. Svo fór umræðan af stað, krónan veiktist allverulega og efast var um að bankarnir næðu að endurfjármagna sig fyrir árið 2007. „Það sem við töldum vera framtíðarlausn var einfaldlega sú að vera ekki svona háður þessum fjármálamörkuðum. Ein lausn er við því, og hún er sú að afla innlána. Við settumst því niður og horfðum fljótlega á innlánsstarfsemina í Bretlandi, sem hafði byggst á innlánum stórra viðskiptavina, en vildum hins vegar finna framtíðarlausn. Við duttum því niður á þá hugmynd að búa til netreikning sem ber hærri innlánsvexti en gengur og gerist og auglýsir sig þannig sjálfur því það er svo dýrt að auglýsa.“Ráðgjafar Landsbankans ráðlögðu honum að tengja verkefnið eins mikið og hægt væri við Ísland, enda eru Bretar almennt jákvæðir gagnvart Ísland og myndu sjá að á bak við Icesave stæði traustur, 120 ára gamall banki sem var metinn af alþjóðlegum fyrirtækjum. Samið var við Newcastle Building Society um að annast alla þjónustu í kringum Icesave. „Það eina sem ég þarf að gera er að kíkja í lok dags hvað er kominn mikill peningur inn,“ segir Sigurjón hlæjandi, tekur upp símann og segir skömmu síðar: „Það bættust við fimmtíu milljónir punda bara á föstudaginn!“Sagan endurtaki sig ekkiSigurjón hefur ekki miklar áhyggjur af því að koma öllu þessu innlánaflóði í vinnu. Það er mikið rými fyrir innlán til að koma í stað annarrar fjármögnunar auk þess sem innlánin styðja við áframhaldandi vöxt. En Sigurjón lítur einnig á aukin innlán sem tryggingu fyrir því að atburðir síðasta árs endurtaki sig ekki, jafnvel þótt þetta kunni að hafa áhrif á arðsemi bankans. „Við ætlum aldrei aftur að lenda í þeirri aðstöðu að einhver efist um fjármögnun bankans. Til þess að svo geti orðið þurfti að breyta uppbyggingu fjármögnunar og einnig að auka lausafé. Við töldum okkur hafa yfirdrifið nóg af lausafé og aldrei höfðu verið gerðar athugasemdir við þá stöðu. En þegar menn fóru að efast um það þá var einfaldlega ákveðið að bæta lausafjárstöðuna.“Hann tekur fram að það hafi verið mikið lán að sú neikvæða umræða sem fór af stað um íslenska bankakerfið skuli hafa gerst árið 2006 en ekki á öðrum tíma. Aðstæður voru það góðar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hvað varðaði peningaflæði í umferð að íslensku bankarnir komust á endanum áfallalaust í gegnum þessa krísu. Sótt var inn á nýja skuldabréfamarkaði og lánveitendur voru tilbúnir að lána fyrir hærra álagi. „Við gerðum líka ýmsar breytingar. Komum upplýsingum á framfæri, minnkuðum hlutabréfastöður og fórum í þetta innlánsverkefni.“ Ef sagan endurtæki sig ættu íslenskir bankar, að mati Sigurjóns, ekki að eiga í neinum vandræðum með að komast í gegnum þær aðstæður.Bankastjórinn horfir spenntur fram á veginn. Landsbankinn hefur á skömmum tíma breyst í öflugt útrásarfyrirtæki sem er með helming tekna sinna erlendis. „Hinum hraða vexti hefur fylgt aukin samræming í starfseminni og bankinn býður nú upp á stöðugt fleiri þjónustuþætti í útibúum og starfsstöðvum sínum. Á sama tíma er bankinn einnig í sterkri stöðu til þess að stíga næstu skref í útrásinni,“ segir Sigurjón að lokum.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira