Logi kveikti líf í vinstri vængnum 16. janúar 2007 12:00 Logi Geirsson hefur skorað 6 mörk að meðaltali í síðustu fjórum landsleikjum Íslands. NordicPhotos/GettyImages Skyttur íslenska liðsins skoruðu tólf færri langskotsmörk en Tékkar í leikjum helgarinnar. Logi Geirsson átti flotta innkomu í seinni hálfleik seinni leiksins og hefur engar áhyggjur af skyttum íslenska liðsins. Það hafa verið uppi áhyggjuraddir um framlög skyttna íslenska handboltalandsliðsins og þær minnkuðu ekki eftir fyrri leikinn við Tékka um helgina þar sem íslenska liðið nýtti aðeins 2 af 15 langskotum sínum. Íslenska liðið fékk 8 mörk úr langskotum í seinni leiknum og þar munaði mestu um innkomu Hafnfirðingsins Loga Geirssonar í liðið eftir hálfleik. Logi skoraði fjögur mörk með langskotum í seinni hálfleik sunnudagsleiksins og það er ekki frá því að hann hafi um leið létt á áhyggjum landans. „Ég var bara að svara smá gagnrýni. Maður spilar einn leik þar sem verið að æfa kerfin og maður einbeitir sér að gefa stoðsendingar og þá er bara strax farið að væla yfir því að menn geti ekki skorað fyrir utan. Það er ekkert að skyttunni," segir Logi sem er alltaf tilbúinn að skjóta. „Ég skýt bara þegar ég fæ boltann," bætir hann við í léttum tón. Logi klikkaði á öllum þremur langskotum sínum í fyrri leiknum en gaf þá 4 stoðsendingar og skorað fjögur mörk, þar af tvö úr vítum, hin úr gegnumbroti og hraðaupphlaupi. „Á laugardag áttu of margir í liðinu slæman leik og það var svona svipað í gangi og kom upp í Noregsleiknum þar sem við vorum ekki að berjast. Það sem hjálpar okkur hvað mest er baráttan innan liðsins. Það lenda öll lið í því að vera undir og ég get lofað þjóðinni því að við erum ekkert að fara að gefast upp þótt að við lendum undir í HM," segir Logi sannfærandi. Í seinni leiknum kom Logi ekkert inná fyrr en eftir hlé og skoraði þá 6 mörk úr 10 skotum þar af nýtti hann 4 af 6 langskotum sínum. „Sá leikur var betri og það er stígandi í þessu hjá okkur. Við erum ennþá bara í undirbúningnum og mótið byrjar ekki fyrr en tuttugasta. Við bíðum bara spenntir eftir fyrsta leik og þá verðum við búnir með það sem við þurfum að gera og verðum tilbúnir í mótið," segir Logi. Logi hefur skorað 26 mörk í fyrstu fimm leikjum ársins og hefur unnið sér inn stórt hlutverk í íslenska landsliðinu. „Það vilja allir spila. Við erum með rosalega marga leikmenn sem eru fjölhæfir og geta spilað fleiri en eina stöðu. Ég ætla bara að vera í skyttunni og festa mig í sessi og stefna að því. Það er hinsvegar þjálfarans að ákveða það hvort að hann vilji nota mig annarsstaðar," segir Logi sem horfir fullur bjartsýni til HM. „Sjáið bara liðið okkar. Við erum með heimsklassa leikmenn í okkar liði og við getum gert ótrúlega góða hluti. Það þurfa bara nokkrir þættir að ganga upp og við þurfum að vera heppnir með að sleppa við að missa menn í meiðsli eitthvað sem á við um öll önnur lið. Þetta verður fróðlegt og við spyrjum bara að leikslokum," sagði Logi að lokum. ooj@frettabladid.is Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir „Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Sjá meira
Skyttur íslenska liðsins skoruðu tólf færri langskotsmörk en Tékkar í leikjum helgarinnar. Logi Geirsson átti flotta innkomu í seinni hálfleik seinni leiksins og hefur engar áhyggjur af skyttum íslenska liðsins. Það hafa verið uppi áhyggjuraddir um framlög skyttna íslenska handboltalandsliðsins og þær minnkuðu ekki eftir fyrri leikinn við Tékka um helgina þar sem íslenska liðið nýtti aðeins 2 af 15 langskotum sínum. Íslenska liðið fékk 8 mörk úr langskotum í seinni leiknum og þar munaði mestu um innkomu Hafnfirðingsins Loga Geirssonar í liðið eftir hálfleik. Logi skoraði fjögur mörk með langskotum í seinni hálfleik sunnudagsleiksins og það er ekki frá því að hann hafi um leið létt á áhyggjum landans. „Ég var bara að svara smá gagnrýni. Maður spilar einn leik þar sem verið að æfa kerfin og maður einbeitir sér að gefa stoðsendingar og þá er bara strax farið að væla yfir því að menn geti ekki skorað fyrir utan. Það er ekkert að skyttunni," segir Logi sem er alltaf tilbúinn að skjóta. „Ég skýt bara þegar ég fæ boltann," bætir hann við í léttum tón. Logi klikkaði á öllum þremur langskotum sínum í fyrri leiknum en gaf þá 4 stoðsendingar og skorað fjögur mörk, þar af tvö úr vítum, hin úr gegnumbroti og hraðaupphlaupi. „Á laugardag áttu of margir í liðinu slæman leik og það var svona svipað í gangi og kom upp í Noregsleiknum þar sem við vorum ekki að berjast. Það sem hjálpar okkur hvað mest er baráttan innan liðsins. Það lenda öll lið í því að vera undir og ég get lofað þjóðinni því að við erum ekkert að fara að gefast upp þótt að við lendum undir í HM," segir Logi sannfærandi. Í seinni leiknum kom Logi ekkert inná fyrr en eftir hlé og skoraði þá 6 mörk úr 10 skotum þar af nýtti hann 4 af 6 langskotum sínum. „Sá leikur var betri og það er stígandi í þessu hjá okkur. Við erum ennþá bara í undirbúningnum og mótið byrjar ekki fyrr en tuttugasta. Við bíðum bara spenntir eftir fyrsta leik og þá verðum við búnir með það sem við þurfum að gera og verðum tilbúnir í mótið," segir Logi. Logi hefur skorað 26 mörk í fyrstu fimm leikjum ársins og hefur unnið sér inn stórt hlutverk í íslenska landsliðinu. „Það vilja allir spila. Við erum með rosalega marga leikmenn sem eru fjölhæfir og geta spilað fleiri en eina stöðu. Ég ætla bara að vera í skyttunni og festa mig í sessi og stefna að því. Það er hinsvegar þjálfarans að ákveða það hvort að hann vilji nota mig annarsstaðar," segir Logi sem horfir fullur bjartsýni til HM. „Sjáið bara liðið okkar. Við erum með heimsklassa leikmenn í okkar liði og við getum gert ótrúlega góða hluti. Það þurfa bara nokkrir þættir að ganga upp og við þurfum að vera heppnir með að sleppa við að missa menn í meiðsli eitthvað sem á við um öll önnur lið. Þetta verður fróðlegt og við spyrjum bara að leikslokum," sagði Logi að lokum. ooj@frettabladid.is
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir „Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti