Getum gert góða hluti ef við sleppum við frekari meiðsli 16. janúar 2007 11:45 Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari segir að lið hans megi ekki hugsa lengra en til riðlakeppninnar þar sem það á hættulegan leik gegn Úkraínu sem verður helst að vinnast ætli liðið áfram í keppninni. MYND/Anton Brink Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í gær 17 manna leikmannahóp sem fer á HM í Þýskalandi. Alfreð segir að íslenska liðið geti vel gert góða hluti á mótinu en minnir á að liðið má vart við frekari skakkaföllum. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari tilkynnti í gær leikmannahóp sinn fyrir HM á blaðamannafundi í gær. Við sama tækifæri var skrifað undir nýja styrktarsamninga við Kaupþing og Kempa til þriggja ára. Alfreð valdi 17 leikmenn í hópinn en aðeins má tefla fram 16 leikmönnum hverju sinni. Markús Máni Michaelsson mun hvíla í riðlakeppninni en gæti komið inn á seinni stigum. Leyfilegt er að skipta út tveim leikmönnum fyrir keppni í milliriðlunum og svo aftur eftir milliriðlana. Má þá velja leikmenn úr 28 manna hópnum sem sendur var inn til IHF fyrir nokkru. „Hópurinn var nokkuð klár eftir Danmerkurferðina enda tóku Björgvin og Sigfús ekki þátt í Tékkaleikjunum," sagði Alfreð eftir blaðamannafundinn í gær. Alfreð tekur þrjá markverði út og þar af eru tveir - Roland og Hreiðar - sem geta ekki spilað heilan leik. Alfreð gerir þó ekki ráð fyrir að vera nokkru sinni með þrjá markverði á skýrslu. Meiðslastaðan á leikmönnum sem geta leikið í stöðu vinstri skyttu er nokkuð áhyggjuefni. Einar Hólmgeirsson er frá, Ólafur Stefánsson er slæmur í öxlinni og Alexander Petersson er meiddur á ökkla. Alfreð hefur spilað Ásgeiri Erni aðallega í skyttustöðu fyrir Ólaf en sumir vilja sjá Alexander einnig spila fyrir utan. „Það kemur til greina að setja Alex í skyttustöðu en ég sé það fyrir mér ef ég set Ólaf á miðjuna," sagði Alfreð, sem býst við að nota Ásgeir Örn talsvert enda getur hann leikið bæði sem skytta og hornamaður og er sterkur varnarmaður. Alfreð hefur verið að prófa ýmislegt í varnarleiknum í síðustu leikjum og prófað margar útfærslur í varnarlínunni. Er hann búinn að finna þá línu sem hann vill helst halda sig við? „Sterkasta vörnin hjá okkur er með Sverre og Sigfús saman. Við munum halda áfram að spila okkar 5/1 vörn og svo gekk 6/0 vörnin ágætlega þannig að við munum grípa eitthvað í hana," sagði Alfreð. Það verður ekki hjá því litið að íslenska landsliðið er gríðarlega sterkt og getur hæglega náð góðum árangri á HM sleppi það við meiðsli. Væntingar eru þegar farnar að byggjast upp og vilja margir sérfræðingar meina að Ísland eigi að vera á meðal sex efstu liða á mótinu. Hvað er raunhæft að fara fram á fyrir mót? „Aðalmálið núna er riðillinn þar sem við eigum stórhættulegan leik gegn Úkraínu. Við þurfum að klára það almennilega, og svo væri frábært ef við töpuðum ekki leik, og eftir það erum við tiltölulega heppnir með milliriðil því ef við komumst þangað erum við að mæta liðum sem við eigum að geta lagt að velli. Ekkert þeirra liða er eins sterkt og Frakkland sem við mætum í riðlakeppninni. Ef við sleppum við meiðsli erum við með fínan möguleika að gera eitthvað. Það eru mikil afföll í slóvenska liðinu vegna meiðsla þar sem vantar leikmenn á borð við Vugrinec, Pajovic, Zorman, Pungartnik og Rutenka. Túnis er með mjög öflugt lið og hættulegt. Þjóðverjarnir eru sterkir heima en það eru meiðsli hjá þeim og spurning hvernig mótið þróast hjá þeim. Pólverjarnir eru happdrætti. Þeir hafa á að skipa frábæru sóknarliði og það lið gæti náð langt en hugarfarið hjá þeim er þannig að ef illa gengur þá hætta þeir. Draumurinn væri þá að komast í átta liða úrslit og ef við vinnum þann leik erum við komnir í undanúrslit og leik um verðlaun. Við verðum helst að vinna tvo leiki í milliriðli til að komast í átta liða úrslit og líklega þrjá ef við förum þangað án stiga," sagði Alfreð en strákarnir í liðinu eru eflaust jafnmeðvitaðir um þennan möguleika. Óttast Alfreð ekkert að leikmenn fari að hugsa of langt fram í tímann? „Það er einmitt það sem ég er að reyna að forðast. Ég stilli dæminu þannig upp fyrir strákana að riðillinn sé það eina sem skipti máli eins og staðan er núna og að það þýði ekkert að hugsa lengra fram í tímann. Svo má ekki gleyma því að við megum við neinum frekari meiðslum og hverfi fleiri lykilmenn úr hópnum erum við í stórvandamálum." henry@frettabladid.is Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir „Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Sjá meira
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í gær 17 manna leikmannahóp sem fer á HM í Þýskalandi. Alfreð segir að íslenska liðið geti vel gert góða hluti á mótinu en minnir á að liðið má vart við frekari skakkaföllum. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari tilkynnti í gær leikmannahóp sinn fyrir HM á blaðamannafundi í gær. Við sama tækifæri var skrifað undir nýja styrktarsamninga við Kaupþing og Kempa til þriggja ára. Alfreð valdi 17 leikmenn í hópinn en aðeins má tefla fram 16 leikmönnum hverju sinni. Markús Máni Michaelsson mun hvíla í riðlakeppninni en gæti komið inn á seinni stigum. Leyfilegt er að skipta út tveim leikmönnum fyrir keppni í milliriðlunum og svo aftur eftir milliriðlana. Má þá velja leikmenn úr 28 manna hópnum sem sendur var inn til IHF fyrir nokkru. „Hópurinn var nokkuð klár eftir Danmerkurferðina enda tóku Björgvin og Sigfús ekki þátt í Tékkaleikjunum," sagði Alfreð eftir blaðamannafundinn í gær. Alfreð tekur þrjá markverði út og þar af eru tveir - Roland og Hreiðar - sem geta ekki spilað heilan leik. Alfreð gerir þó ekki ráð fyrir að vera nokkru sinni með þrjá markverði á skýrslu. Meiðslastaðan á leikmönnum sem geta leikið í stöðu vinstri skyttu er nokkuð áhyggjuefni. Einar Hólmgeirsson er frá, Ólafur Stefánsson er slæmur í öxlinni og Alexander Petersson er meiddur á ökkla. Alfreð hefur spilað Ásgeiri Erni aðallega í skyttustöðu fyrir Ólaf en sumir vilja sjá Alexander einnig spila fyrir utan. „Það kemur til greina að setja Alex í skyttustöðu en ég sé það fyrir mér ef ég set Ólaf á miðjuna," sagði Alfreð, sem býst við að nota Ásgeir Örn talsvert enda getur hann leikið bæði sem skytta og hornamaður og er sterkur varnarmaður. Alfreð hefur verið að prófa ýmislegt í varnarleiknum í síðustu leikjum og prófað margar útfærslur í varnarlínunni. Er hann búinn að finna þá línu sem hann vill helst halda sig við? „Sterkasta vörnin hjá okkur er með Sverre og Sigfús saman. Við munum halda áfram að spila okkar 5/1 vörn og svo gekk 6/0 vörnin ágætlega þannig að við munum grípa eitthvað í hana," sagði Alfreð. Það verður ekki hjá því litið að íslenska landsliðið er gríðarlega sterkt og getur hæglega náð góðum árangri á HM sleppi það við meiðsli. Væntingar eru þegar farnar að byggjast upp og vilja margir sérfræðingar meina að Ísland eigi að vera á meðal sex efstu liða á mótinu. Hvað er raunhæft að fara fram á fyrir mót? „Aðalmálið núna er riðillinn þar sem við eigum stórhættulegan leik gegn Úkraínu. Við þurfum að klára það almennilega, og svo væri frábært ef við töpuðum ekki leik, og eftir það erum við tiltölulega heppnir með milliriðil því ef við komumst þangað erum við að mæta liðum sem við eigum að geta lagt að velli. Ekkert þeirra liða er eins sterkt og Frakkland sem við mætum í riðlakeppninni. Ef við sleppum við meiðsli erum við með fínan möguleika að gera eitthvað. Það eru mikil afföll í slóvenska liðinu vegna meiðsla þar sem vantar leikmenn á borð við Vugrinec, Pajovic, Zorman, Pungartnik og Rutenka. Túnis er með mjög öflugt lið og hættulegt. Þjóðverjarnir eru sterkir heima en það eru meiðsli hjá þeim og spurning hvernig mótið þróast hjá þeim. Pólverjarnir eru happdrætti. Þeir hafa á að skipa frábæru sóknarliði og það lið gæti náð langt en hugarfarið hjá þeim er þannig að ef illa gengur þá hætta þeir. Draumurinn væri þá að komast í átta liða úrslit og ef við vinnum þann leik erum við komnir í undanúrslit og leik um verðlaun. Við verðum helst að vinna tvo leiki í milliriðli til að komast í átta liða úrslit og líklega þrjá ef við förum þangað án stiga," sagði Alfreð en strákarnir í liðinu eru eflaust jafnmeðvitaðir um þennan möguleika. Óttast Alfreð ekkert að leikmenn fari að hugsa of langt fram í tímann? „Það er einmitt það sem ég er að reyna að forðast. Ég stilli dæminu þannig upp fyrir strákana að riðillinn sé það eina sem skipti máli eins og staðan er núna og að það þýði ekkert að hugsa lengra fram í tímann. Svo má ekki gleyma því að við megum við neinum frekari meiðslum og hverfi fleiri lykilmenn úr hópnum erum við í stórvandamálum." henry@frettabladid.is
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir „Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti