Aukin þjónusta við fötluð börn Stefán Jón Hafstein skrifar 12. janúar 2007 05:00 Ótrúlegt hvað sumir hlutir ganga seint, en stundum ganga þeir þó. Eitt af erfiðustu málum sem ég kynntist sem formaður menntaráðs var ósk foreldra fatlaðra barna um að börn þeirra fengju lengda viðveru allt til loka grunnskóla. Málið sýndist einfalt: Lög í landinu kveða skýrt á um skyldur ríkisvaldsins varðandi málefni fatlaðra og þessi þjónusta er sannarlega hluti af þeim málaflokki. Eigi að síður voru stálin stinn í málinu vegna þess að ríkið neitaði að veita þjónustuna, hvað þá greiða fyrir hana, og sveitarfélögin voru ekki tilbúin að axla ábyrgð á þeirri vanrækslu. Eftir sátu börnin. Reykjavíkurlistinn tók reyndar upp þjónustu af þessu tagi í Öskjuhlíðarskóla og barðist fyrir því að fá ríkið að því borði. Í þeirri togstreitu voru foreldrar að vonum áhyggjufullir og lentu ítrekað í klemmu. Á endanum tókst að fá helmingsaðild ríkis, sem síðan var ekki staðið við nema að hluta. Reykjavíkurborg tryggði eigi að síður þjónustuna og stóð við sitt. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Samkomulagið er nákvæmlega í þeim anda sem ég sem formaður menntaráðs lagði til við félagsmálaráðuneytið árið 2003, með skiptingu kostnaðar til helminga á meðan lög um fatlaða eru til endurskoðunar. Þetta tók vissulega langan tíma, alltof langan, en er nú í höfn. Samfylkingin hvetur til þess að Reykjavíkurborg nýti samkomulagið og tryggi öllum fötluðum grunnskólabörnum lengda viðveru. Sá fyrirvari er hafður um samkomulagið að ekki er getið um hver skuli bera kostnað, reynist hann meiri en þau framlög sem samningurinn gerir ráð fyrir. Við leggjum áherslu á að þessi óskilgreindi afgangur sem hugsanlega skapast bitni ekki á þjónustu þegar fram í sækir og til verði nýtt rifrildi sem engum yrði til sóma. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ótrúlegt hvað sumir hlutir ganga seint, en stundum ganga þeir þó. Eitt af erfiðustu málum sem ég kynntist sem formaður menntaráðs var ósk foreldra fatlaðra barna um að börn þeirra fengju lengda viðveru allt til loka grunnskóla. Málið sýndist einfalt: Lög í landinu kveða skýrt á um skyldur ríkisvaldsins varðandi málefni fatlaðra og þessi þjónusta er sannarlega hluti af þeim málaflokki. Eigi að síður voru stálin stinn í málinu vegna þess að ríkið neitaði að veita þjónustuna, hvað þá greiða fyrir hana, og sveitarfélögin voru ekki tilbúin að axla ábyrgð á þeirri vanrækslu. Eftir sátu börnin. Reykjavíkurlistinn tók reyndar upp þjónustu af þessu tagi í Öskjuhlíðarskóla og barðist fyrir því að fá ríkið að því borði. Í þeirri togstreitu voru foreldrar að vonum áhyggjufullir og lentu ítrekað í klemmu. Á endanum tókst að fá helmingsaðild ríkis, sem síðan var ekki staðið við nema að hluta. Reykjavíkurborg tryggði eigi að síður þjónustuna og stóð við sitt. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Samkomulagið er nákvæmlega í þeim anda sem ég sem formaður menntaráðs lagði til við félagsmálaráðuneytið árið 2003, með skiptingu kostnaðar til helminga á meðan lög um fatlaða eru til endurskoðunar. Þetta tók vissulega langan tíma, alltof langan, en er nú í höfn. Samfylkingin hvetur til þess að Reykjavíkurborg nýti samkomulagið og tryggi öllum fötluðum grunnskólabörnum lengda viðveru. Sá fyrirvari er hafður um samkomulagið að ekki er getið um hver skuli bera kostnað, reynist hann meiri en þau framlög sem samningurinn gerir ráð fyrir. Við leggjum áherslu á að þessi óskilgreindi afgangur sem hugsanlega skapast bitni ekki á þjónustu þegar fram í sækir og til verði nýtt rifrildi sem engum yrði til sóma. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar