Aukin þjónusta við fötluð börn Stefán Jón Hafstein skrifar 12. janúar 2007 05:00 Ótrúlegt hvað sumir hlutir ganga seint, en stundum ganga þeir þó. Eitt af erfiðustu málum sem ég kynntist sem formaður menntaráðs var ósk foreldra fatlaðra barna um að börn þeirra fengju lengda viðveru allt til loka grunnskóla. Málið sýndist einfalt: Lög í landinu kveða skýrt á um skyldur ríkisvaldsins varðandi málefni fatlaðra og þessi þjónusta er sannarlega hluti af þeim málaflokki. Eigi að síður voru stálin stinn í málinu vegna þess að ríkið neitaði að veita þjónustuna, hvað þá greiða fyrir hana, og sveitarfélögin voru ekki tilbúin að axla ábyrgð á þeirri vanrækslu. Eftir sátu börnin. Reykjavíkurlistinn tók reyndar upp þjónustu af þessu tagi í Öskjuhlíðarskóla og barðist fyrir því að fá ríkið að því borði. Í þeirri togstreitu voru foreldrar að vonum áhyggjufullir og lentu ítrekað í klemmu. Á endanum tókst að fá helmingsaðild ríkis, sem síðan var ekki staðið við nema að hluta. Reykjavíkurborg tryggði eigi að síður þjónustuna og stóð við sitt. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Samkomulagið er nákvæmlega í þeim anda sem ég sem formaður menntaráðs lagði til við félagsmálaráðuneytið árið 2003, með skiptingu kostnaðar til helminga á meðan lög um fatlaða eru til endurskoðunar. Þetta tók vissulega langan tíma, alltof langan, en er nú í höfn. Samfylkingin hvetur til þess að Reykjavíkurborg nýti samkomulagið og tryggi öllum fötluðum grunnskólabörnum lengda viðveru. Sá fyrirvari er hafður um samkomulagið að ekki er getið um hver skuli bera kostnað, reynist hann meiri en þau framlög sem samningurinn gerir ráð fyrir. Við leggjum áherslu á að þessi óskilgreindi afgangur sem hugsanlega skapast bitni ekki á þjónustu þegar fram í sækir og til verði nýtt rifrildi sem engum yrði til sóma. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ótrúlegt hvað sumir hlutir ganga seint, en stundum ganga þeir þó. Eitt af erfiðustu málum sem ég kynntist sem formaður menntaráðs var ósk foreldra fatlaðra barna um að börn þeirra fengju lengda viðveru allt til loka grunnskóla. Málið sýndist einfalt: Lög í landinu kveða skýrt á um skyldur ríkisvaldsins varðandi málefni fatlaðra og þessi þjónusta er sannarlega hluti af þeim málaflokki. Eigi að síður voru stálin stinn í málinu vegna þess að ríkið neitaði að veita þjónustuna, hvað þá greiða fyrir hana, og sveitarfélögin voru ekki tilbúin að axla ábyrgð á þeirri vanrækslu. Eftir sátu börnin. Reykjavíkurlistinn tók reyndar upp þjónustu af þessu tagi í Öskjuhlíðarskóla og barðist fyrir því að fá ríkið að því borði. Í þeirri togstreitu voru foreldrar að vonum áhyggjufullir og lentu ítrekað í klemmu. Á endanum tókst að fá helmingsaðild ríkis, sem síðan var ekki staðið við nema að hluta. Reykjavíkurborg tryggði eigi að síður þjónustuna og stóð við sitt. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Samkomulagið er nákvæmlega í þeim anda sem ég sem formaður menntaráðs lagði til við félagsmálaráðuneytið árið 2003, með skiptingu kostnaðar til helminga á meðan lög um fatlaða eru til endurskoðunar. Þetta tók vissulega langan tíma, alltof langan, en er nú í höfn. Samfylkingin hvetur til þess að Reykjavíkurborg nýti samkomulagið og tryggi öllum fötluðum grunnskólabörnum lengda viðveru. Sá fyrirvari er hafður um samkomulagið að ekki er getið um hver skuli bera kostnað, reynist hann meiri en þau framlög sem samningurinn gerir ráð fyrir. Við leggjum áherslu á að þessi óskilgreindi afgangur sem hugsanlega skapast bitni ekki á þjónustu þegar fram í sækir og til verði nýtt rifrildi sem engum yrði til sóma. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun