Aukin þjónusta við fötluð börn Stefán Jón Hafstein skrifar 12. janúar 2007 05:00 Ótrúlegt hvað sumir hlutir ganga seint, en stundum ganga þeir þó. Eitt af erfiðustu málum sem ég kynntist sem formaður menntaráðs var ósk foreldra fatlaðra barna um að börn þeirra fengju lengda viðveru allt til loka grunnskóla. Málið sýndist einfalt: Lög í landinu kveða skýrt á um skyldur ríkisvaldsins varðandi málefni fatlaðra og þessi þjónusta er sannarlega hluti af þeim málaflokki. Eigi að síður voru stálin stinn í málinu vegna þess að ríkið neitaði að veita þjónustuna, hvað þá greiða fyrir hana, og sveitarfélögin voru ekki tilbúin að axla ábyrgð á þeirri vanrækslu. Eftir sátu börnin. Reykjavíkurlistinn tók reyndar upp þjónustu af þessu tagi í Öskjuhlíðarskóla og barðist fyrir því að fá ríkið að því borði. Í þeirri togstreitu voru foreldrar að vonum áhyggjufullir og lentu ítrekað í klemmu. Á endanum tókst að fá helmingsaðild ríkis, sem síðan var ekki staðið við nema að hluta. Reykjavíkurborg tryggði eigi að síður þjónustuna og stóð við sitt. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Samkomulagið er nákvæmlega í þeim anda sem ég sem formaður menntaráðs lagði til við félagsmálaráðuneytið árið 2003, með skiptingu kostnaðar til helminga á meðan lög um fatlaða eru til endurskoðunar. Þetta tók vissulega langan tíma, alltof langan, en er nú í höfn. Samfylkingin hvetur til þess að Reykjavíkurborg nýti samkomulagið og tryggi öllum fötluðum grunnskólabörnum lengda viðveru. Sá fyrirvari er hafður um samkomulagið að ekki er getið um hver skuli bera kostnað, reynist hann meiri en þau framlög sem samningurinn gerir ráð fyrir. Við leggjum áherslu á að þessi óskilgreindi afgangur sem hugsanlega skapast bitni ekki á þjónustu þegar fram í sækir og til verði nýtt rifrildi sem engum yrði til sóma. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ótrúlegt hvað sumir hlutir ganga seint, en stundum ganga þeir þó. Eitt af erfiðustu málum sem ég kynntist sem formaður menntaráðs var ósk foreldra fatlaðra barna um að börn þeirra fengju lengda viðveru allt til loka grunnskóla. Málið sýndist einfalt: Lög í landinu kveða skýrt á um skyldur ríkisvaldsins varðandi málefni fatlaðra og þessi þjónusta er sannarlega hluti af þeim málaflokki. Eigi að síður voru stálin stinn í málinu vegna þess að ríkið neitaði að veita þjónustuna, hvað þá greiða fyrir hana, og sveitarfélögin voru ekki tilbúin að axla ábyrgð á þeirri vanrækslu. Eftir sátu börnin. Reykjavíkurlistinn tók reyndar upp þjónustu af þessu tagi í Öskjuhlíðarskóla og barðist fyrir því að fá ríkið að því borði. Í þeirri togstreitu voru foreldrar að vonum áhyggjufullir og lentu ítrekað í klemmu. Á endanum tókst að fá helmingsaðild ríkis, sem síðan var ekki staðið við nema að hluta. Reykjavíkurborg tryggði eigi að síður þjónustuna og stóð við sitt. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Samkomulagið er nákvæmlega í þeim anda sem ég sem formaður menntaráðs lagði til við félagsmálaráðuneytið árið 2003, með skiptingu kostnaðar til helminga á meðan lög um fatlaða eru til endurskoðunar. Þetta tók vissulega langan tíma, alltof langan, en er nú í höfn. Samfylkingin hvetur til þess að Reykjavíkurborg nýti samkomulagið og tryggi öllum fötluðum grunnskólabörnum lengda viðveru. Sá fyrirvari er hafður um samkomulagið að ekki er getið um hver skuli bera kostnað, reynist hann meiri en þau framlög sem samningurinn gerir ráð fyrir. Við leggjum áherslu á að þessi óskilgreindi afgangur sem hugsanlega skapast bitni ekki á þjónustu þegar fram í sækir og til verði nýtt rifrildi sem engum yrði til sóma. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar