Áróður álmanna Katrín Jakobsdóttir skrifar 2. janúar 2007 06:00 Katrín Jakobsdóttir skrifar. Hafnfirðingar fengu allir gjöf frá Alcan nú fyrir jólin. Í ljósvakamiðlum mátti sjá auglýsingar frá álfyrirtækjum og í prentmiðlum myndir af brosandi fólki við störf sín í álverum. Áróður álfyrirtækjanna er kominn á fullt enda átta forsvarsmenn þeirra sig á því að í kosningunum hér á landi í vor verður kosið um umhverfismál. Ekki bara náttúruverndarmál í þröngum skilningi heldur umhverfisverndarmál og ábyrgð Íslendinga í hnattrænu samhengi. Og svo mikið er víst að álfyrirtækin munu leggja sitt af mörkum til að hér verði engin stefnubreyting. Hart hefur verið deilt um stórvirkjanir og náttúruspjöll af þeirra völdum undanfarin ár og hefur svo hart verið tekist á að forsvarsmenn Framsóknarflokksins afneita stóriðjustefnunni sem núverandi ríkisstjórn hefur rekið, m.a. með lágu orkuverði til stóriðjufyrirtækja, skattaívilnunum og þeirri staðreynd að íslensk náttúra hefur einskis verið metin þegar reisa á virkjanir og stóriðjuver. Nú er svo komið að við Íslendingar þurfum að velja hvert við stefnum og taka afstöðu óháð áróðri álfyrirtækjanna. Ætlum við að byggja hér upp einhæft atvinnulíf, auka hér losun gróðurhúsalofttegunda þvert á öll alþjóðleg markmið og spilla náttúru landsins enn frekar. Víglínan hefur verið dregin. Fyrir liggja óskir stóriðjumanna um allt að 250.000 tonna álver í Helguvík, allt að 250 þúsund tonna álver við Húsavík, stækkun á Grundartanga upp í 260.000 tonn og síðast en ekki síst stækkun í Straumsvík upp í heil 460 þúsund tonn! Ekki má gleyma álverinu í Reyðarfirði sem verður rúm 340.000 tonn. Það er tími til kominn til að staldra við. Fyrir utan álverið í Reyðarfirði er hægt að endurskoða öll þau vilyrði sem liggja fyrir um álverksmiðjur. Til þess er engum betur treystandi en Vinstri-grænum sem hafa lagt línurnar í umhverfismálaumræðu hér á landi. Nú þarf að stoppa áður en höfuðborgarsvæðið allt verður umkringt af verksmiðjum. Það þarf að hugsa til framtíðar og átta sig á því að þessar verksmiðjur verða ekki knúnar nema með verulegum spjöllum á náttúru landsins. Það þarf að velja aðra kosti til að tryggja hér fjölbreytt og nútímavætt atvinnulíf í góðri sátt við náttúru landsins og í samræmi við alþjóðleg markmið í loftslagsmálum. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifar. Hafnfirðingar fengu allir gjöf frá Alcan nú fyrir jólin. Í ljósvakamiðlum mátti sjá auglýsingar frá álfyrirtækjum og í prentmiðlum myndir af brosandi fólki við störf sín í álverum. Áróður álfyrirtækjanna er kominn á fullt enda átta forsvarsmenn þeirra sig á því að í kosningunum hér á landi í vor verður kosið um umhverfismál. Ekki bara náttúruverndarmál í þröngum skilningi heldur umhverfisverndarmál og ábyrgð Íslendinga í hnattrænu samhengi. Og svo mikið er víst að álfyrirtækin munu leggja sitt af mörkum til að hér verði engin stefnubreyting. Hart hefur verið deilt um stórvirkjanir og náttúruspjöll af þeirra völdum undanfarin ár og hefur svo hart verið tekist á að forsvarsmenn Framsóknarflokksins afneita stóriðjustefnunni sem núverandi ríkisstjórn hefur rekið, m.a. með lágu orkuverði til stóriðjufyrirtækja, skattaívilnunum og þeirri staðreynd að íslensk náttúra hefur einskis verið metin þegar reisa á virkjanir og stóriðjuver. Nú er svo komið að við Íslendingar þurfum að velja hvert við stefnum og taka afstöðu óháð áróðri álfyrirtækjanna. Ætlum við að byggja hér upp einhæft atvinnulíf, auka hér losun gróðurhúsalofttegunda þvert á öll alþjóðleg markmið og spilla náttúru landsins enn frekar. Víglínan hefur verið dregin. Fyrir liggja óskir stóriðjumanna um allt að 250.000 tonna álver í Helguvík, allt að 250 þúsund tonna álver við Húsavík, stækkun á Grundartanga upp í 260.000 tonn og síðast en ekki síst stækkun í Straumsvík upp í heil 460 þúsund tonn! Ekki má gleyma álverinu í Reyðarfirði sem verður rúm 340.000 tonn. Það er tími til kominn til að staldra við. Fyrir utan álverið í Reyðarfirði er hægt að endurskoða öll þau vilyrði sem liggja fyrir um álverksmiðjur. Til þess er engum betur treystandi en Vinstri-grænum sem hafa lagt línurnar í umhverfismálaumræðu hér á landi. Nú þarf að stoppa áður en höfuðborgarsvæðið allt verður umkringt af verksmiðjum. Það þarf að hugsa til framtíðar og átta sig á því að þessar verksmiðjur verða ekki knúnar nema með verulegum spjöllum á náttúru landsins. Það þarf að velja aðra kosti til að tryggja hér fjölbreytt og nútímavætt atvinnulíf í góðri sátt við náttúru landsins og í samræmi við alþjóðleg markmið í loftslagsmálum. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun