Vantraust á kosningakerfi 6. nóvember 2006 13:29 Margir kjósendur eiga erfitt með að treysta tölvum fyrir atkvæði sínu Þótt Osama bin Laden næðist í dag myndi það ekki hafa nein áhrif á atkvæði milljóna manna í kosningunum í Bandaríkjunum á morgun. Allt að helmingur kjósenda í sumum fylkjum hefur nefnilega þegar póstlagt atkvæðaseðil sinn. Breytingar á kosningakerfum fylkjanna hafa valdið vantrausti og flokkarnir búa sig undir harða baráttu um hvert einasta atkvæði. Her lögmannaFjórir af hverjum fimm kjósendum munu annað hvort nota snertiskjá til að greiða atkvæði eða láta tölvuskanna atkvæðaseðil sinn. Þriðjungur kjósenda hefur aldrei kosið rafrænt áður. Samkvæmt Electionline.org gera einungis átján af þrjátíu ríkjum sem nota snertiskjái ráð fyrir að prenta atkvæðin út til vara. Demókratar ætla ekki að verða undir í öðrum atkvæðaslag og hafa ráðið sjö þúsund lögmenn til að vera á vaktinni á kjördag. Repúblikanar verða með sinn eigin lögmannaher á kjörstöðunum og þá verða þar einnig mörg þúsund lögmenn á vegum áhugasamtaka um lýðræði. Frekar pappír en tölvur Margir kjósendur eiga erfitt með að treysta tölvum fyrir atkvæði sínu og vilja heldur skila inn pappírseintaki. Vandræði í prófkjörunum í vor hjálpa ekki til að að auka traust manna á rafræna kosningakerfið. Fréttir hafa borist af týndum atkvæðum, tölvubilunum og hlutleysi framleiðenda hefur jafnvel verið dregið í efa. Deilur þegar hafnarPóstkosning er þó ekki vandræðalaus og eru lögfræðingar demókrata þegar farnir að deila við yfirmenn póstsins í Ohio um örlög þúsunda atkvæða sem voru póstlögð án frímerkja. Sumir kjósendur gleyma hreinlega að fara með atkvæðaseðilinn í póst og aðrir gera það of seint. Efasemdir eru um öryggi utankjörstaðaatkvæða hermanna sem geta kosið í gegnum tölvupóst eða með því að senda fax. Áhyggjur af lýðræði Sex hundruð nýjar sjónvarpsauglýsingar voru birtar um helgina í þeirri von að hafa áhrif á síðustu óákveðnu kjósendurna. Þær höfðu engin áhrif á stóran hluta kjósenda ekki frekar en kynlífshneyksli eins af helstu áhrifamönnum evangelísku kirkjunnar í Bandaríkjunum eða dauðadómurinn yfir Saddam Hussein og viðbrögðin við honum. Þeir sem búnir eru að greiða atkvæði létu það heldur ekki hafa áhrif á sig þegar Cheney varaforseti lýsti því yfir í gær að álit þeirra á stríðinu í Írak skipti engu þar sem ekki væri kosið um ráðamenn í Hvíta húsinu. Þetta fyrirkomulag veldur þeim ugg, sem telja lýðræðinu nauðsynlegt að sem flestir eigi kost á sömu upplýsingum þegar gengið er til kosninga. Dugar að sýna rafmagnsreikningAthyglisvert er að geta þess að einungis sjö fylki krefja kjósendur um skilríki með mynd á kjörstað. Sautján fylki krefjast þess að kjósendur sýni skilríki með eða án myndar og dugar í mörgum tilfellum að sýna rafmagnsreikning. Hin fylkin tuttugu og sex krefjast ekki skilríkja. Í Bandaríkjunum þurfa kjósendur hins vegar að skrá sig sérstaklega í fyrsta sinn sem þeir nýta atkvæðisréttinn og þá þarf að sýna skilríki. Þeir sem ekki sýna skilríki fá að kjósa en atkvæði þeirra eru sett til hliðar. Aukaatkvæðin eru eitt af því sem lögfræðingasveitirnar bítast um þegar mjótt er á mununum. Þýðir ekki að kvarta eftir áEf marka má skoðanakannanir skiptir einasta atkvæði víða máli. Í þetta sinn eru báðir flokkar með það á hreinu að ekki þýðir að kvarta eftir á. Ef úrslitin ráðast ekki á fyrsta sólarhringnum má búast við að flokkur klókustu lagarefanna sigri. Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Þótt Osama bin Laden næðist í dag myndi það ekki hafa nein áhrif á atkvæði milljóna manna í kosningunum í Bandaríkjunum á morgun. Allt að helmingur kjósenda í sumum fylkjum hefur nefnilega þegar póstlagt atkvæðaseðil sinn. Breytingar á kosningakerfum fylkjanna hafa valdið vantrausti og flokkarnir búa sig undir harða baráttu um hvert einasta atkvæði. Her lögmannaFjórir af hverjum fimm kjósendum munu annað hvort nota snertiskjá til að greiða atkvæði eða láta tölvuskanna atkvæðaseðil sinn. Þriðjungur kjósenda hefur aldrei kosið rafrænt áður. Samkvæmt Electionline.org gera einungis átján af þrjátíu ríkjum sem nota snertiskjái ráð fyrir að prenta atkvæðin út til vara. Demókratar ætla ekki að verða undir í öðrum atkvæðaslag og hafa ráðið sjö þúsund lögmenn til að vera á vaktinni á kjördag. Repúblikanar verða með sinn eigin lögmannaher á kjörstöðunum og þá verða þar einnig mörg þúsund lögmenn á vegum áhugasamtaka um lýðræði. Frekar pappír en tölvur Margir kjósendur eiga erfitt með að treysta tölvum fyrir atkvæði sínu og vilja heldur skila inn pappírseintaki. Vandræði í prófkjörunum í vor hjálpa ekki til að að auka traust manna á rafræna kosningakerfið. Fréttir hafa borist af týndum atkvæðum, tölvubilunum og hlutleysi framleiðenda hefur jafnvel verið dregið í efa. Deilur þegar hafnarPóstkosning er þó ekki vandræðalaus og eru lögfræðingar demókrata þegar farnir að deila við yfirmenn póstsins í Ohio um örlög þúsunda atkvæða sem voru póstlögð án frímerkja. Sumir kjósendur gleyma hreinlega að fara með atkvæðaseðilinn í póst og aðrir gera það of seint. Efasemdir eru um öryggi utankjörstaðaatkvæða hermanna sem geta kosið í gegnum tölvupóst eða með því að senda fax. Áhyggjur af lýðræði Sex hundruð nýjar sjónvarpsauglýsingar voru birtar um helgina í þeirri von að hafa áhrif á síðustu óákveðnu kjósendurna. Þær höfðu engin áhrif á stóran hluta kjósenda ekki frekar en kynlífshneyksli eins af helstu áhrifamönnum evangelísku kirkjunnar í Bandaríkjunum eða dauðadómurinn yfir Saddam Hussein og viðbrögðin við honum. Þeir sem búnir eru að greiða atkvæði létu það heldur ekki hafa áhrif á sig þegar Cheney varaforseti lýsti því yfir í gær að álit þeirra á stríðinu í Írak skipti engu þar sem ekki væri kosið um ráðamenn í Hvíta húsinu. Þetta fyrirkomulag veldur þeim ugg, sem telja lýðræðinu nauðsynlegt að sem flestir eigi kost á sömu upplýsingum þegar gengið er til kosninga. Dugar að sýna rafmagnsreikningAthyglisvert er að geta þess að einungis sjö fylki krefja kjósendur um skilríki með mynd á kjörstað. Sautján fylki krefjast þess að kjósendur sýni skilríki með eða án myndar og dugar í mörgum tilfellum að sýna rafmagnsreikning. Hin fylkin tuttugu og sex krefjast ekki skilríkja. Í Bandaríkjunum þurfa kjósendur hins vegar að skrá sig sérstaklega í fyrsta sinn sem þeir nýta atkvæðisréttinn og þá þarf að sýna skilríki. Þeir sem ekki sýna skilríki fá að kjósa en atkvæði þeirra eru sett til hliðar. Aukaatkvæðin eru eitt af því sem lögfræðingasveitirnar bítast um þegar mjótt er á mununum. Þýðir ekki að kvarta eftir áEf marka má skoðanakannanir skiptir einasta atkvæði víða máli. Í þetta sinn eru báðir flokkar með það á hreinu að ekki þýðir að kvarta eftir á. Ef úrslitin ráðast ekki á fyrsta sólarhringnum má búast við að flokkur klókustu lagarefanna sigri.
Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira